Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 24
okkur. Ekki það, að við gætum haldið vöku fyrir honum.” Hún ýtti skínandi gylltum konfektkassanum að stúlkunni. „Fáðu þér einn. Einhver fáviti sendi Mario það.” Rynn bandaði því frá sér, hún vildi ekki sælgæti. „Ég er Terry, systir hans. Þessi þarna sem er að mennta sig á myndablöðunum er Tom. Það er hann, sem er raunveru- lega veikur.” Drengurinn rétt leit upp úr ævintýrum Kóngulóarmannsins. Terry potaði i konfektið, prófaði einn molann með því að narta í hornið, gretti sig yfir karamellufyllingunni og lét hann falla aftur niður í kassann. Myndi sjúkrahúsið leyfa heimsóknir, þó svo það væru hans eigin systkini, ef Mario væri eins veikur og hann leit út fyrir að vera? „Falleg blóm,” sagði stúlkan um krysantemurnar. „Hefurðu komið hingað áður?” Rynn tókst að hreyfa höfuðið, sem þýddi að hún hafði ekki komið i þetta herbergi, hún hafði ekki séð Mario svona. „Það er allt I lagi með hann núna,” sagði stúlkan og stangaði hnetu úr tönnunum með nöglinni á litla fingri sér. „Segja læknarnir það?” Þetta voru fyrstu orð Rynn. „Samt syfjaður.” Terry leitaði í brúnu bréfbollunum. „Þekkirðu hann úrskólanum?” Jafnvel það áfall að sjá Mario svona lífvana var engin afsökun fyrir vanhugsuðum svörum. Rynn sagði við sjálfa sig að hún yrði að yfirvega orð sín. Hún var að velta fyrir sér hverju skyldi svara, þegar myndablaðið sagði: „Hvernig ætti hann að geta þekkt hana úrskólanum?” Rynn vogaði sér að snúa sér að drengnum áður en augu hennar drógust aftur til Marios. Hversu mikið vissi þessi drengur þegar? „Ég meina,” sagði Tom við systur sína, „hann er heilmikið eldri.” Næsta spurning hans var til Rynn. „Eins og hvað ertu gömul?” „Þrettán, svaraði Rynn. „Er það?” Drengurinn bjó til rör úr blaðinu. „Ég er líka þrettán. Af hverju sé ég þig aldrei í skólanum?” „Kannski göngum við ekki í sama skóla.” „Ég er ekki í heimavistarskólanum, ert þú það?” „Nei,” svaraði Rynn. „Hvað þá?” Hún horfði á Mario og fannst hjarta sitt myndi bresta. Hún vildi ekkert frekar en fara að gráta. Spurningunum rigndi yfir hana alltof hratt, og hún vonaði að með því að stara stíft á drenginn i rúminu gæti hún sýnt að hún væri með hugann við Mario en ekki spurningar um aldur og skóla. „1 hvaða skóla ertu?” heimtaði drengurinn. Litla stúlkan við endann á trjágöngunum „Einhverjum einkaskóla, þori ég að veðja,” sagði feita stúlkan. „Þar kenna þeir þeim að tala svona.” „Hér nálægt?!” spurði Tom. Rynn lokaði augunum og reyndi að útiloka lífvana grimuna sem var á Mario. Hún varð að hugsa. Hún sagði við sjálfa sig að þessi tvö væru ekki full grunsemda, þau væru opinská eins og börn væru. Hún áminnti sjálfa sig að hún þekkti fá börn. Nei. Það var ekki rétt. Hún þekkti engin, ef Mario var ekki talinn með. Hann var ekki barn. Hann var manneskja, ekki ein af þessum súkkulaðityggjandi, mynda- blaðalesandi verum, sem voru svona framhleypnar. Voru ensk börn svona? — svona hræðilega opinská við alla? Hún heyrði drenginn segja eitthvað, heimtandi af henni aftur. „Ég spurði þig,” rödd hans var ásakandi — „hér nálægt?” „Nei. Ekki hér nálægt.” „Ertu ensk eða eitthvað svoleiðis?” spurði Terry og skilaði öðrum mola í kassann. „Já.” „Hvernig þekkirðu þá Mario?” Tom talaði á þennan blæbrigðalausa ameriska hátt sem var hvorki vinsam- legur né fjandsamlegur, aðeins hvunndagslegur. „Af töfrasýningunum hans, raunar.” Hún setti gulu krysantemurnar á skáp og langaði allt I einu að æpa á þessi tvö að koma sér út svo hún gæti verið ein með Mario sinum. „Veislum,” heyrði hún sjálfa sig segja. „Ekki á laugar- daginn var heldur þar áður var sýningin alveg indæl hjá honum." „Indæl,” hermdi Terry eftir og setti stútá munninn. „Hann er frábær.” Tom slétti úr myndablaðinu og sneri sér aftur að Kóngulóarmanninum. „Veistu af hverju hann hefur svona gaman af töfrabrögðunum sínum?” spurði Terry, en gaf Rynn ekki tóm til að svara. „Það er hans aðferð til að bæta sér upp bæklunina.” „Drulla,” sagði röddin handan myndablaðsins. „Sálfræðilega marktækt. Þú getur spurt hvern sem er.” Rynn barðist við tryllingslega hvöt að þjóta að rúminu og vefja Mario örmum. í staðinn heyrði hún sjálfa sig spyrja: „Segja læknarnir að hann nái sér alveg?” Röddin fyrir aftan blaðið sagði: „Fjandann vita þeir.” „Hann er fullur af fúkkalyfjum núna,” sagði stúlkan. 24 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.