Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 34
BROT/ST UR BLÁ TURNI Ég ætla að biðja ykkur að hverfa með mér tæp 340 ár aftur í tímann. Við erum stödd i hinu drungalega Kaupmanna- hafnarsloti að vetrarlagi síðla nætur árið 1640. Flest ljós i slotinu hafa verið slökkt fyrir löngu og flestir menn í fasta svefni. Þó loga enn ljós i einu herbergi og sitja þar meyjar við hjal, eru það fóstra konungs- barna og þernur hennar. Allt í einu opnast hægt hurð ein rammleg, sem veit útað gangi í slotinu, og ber þar við i dyrum skugga af manni. Þessi dularfulla persóna færist hægt innúr dyrunum, og má nú betur greina hana í flöktandi bjarma ljóssins. Maðurinn er mjög tötralega klæddur, í görmum, sem einhvern tima kunna að hafa verið búningur íslensks bónda, og hvorki er maðurinn hreinn né frýnilegur ásýndum. Meyjunum bregður ákaflega og stara fyrst í stað án orða á þennan draugslega mann. Hann tekur nú til máls, dimmum rómi, stirðmæltur á danska tungu, en þó skilst meyjunum, að hann sé að reyna að tjá þeim, að hann hafi hrapað að ófyrir- synju úr Bláturni og vilji þangað aftur komast. En Bláturn var í þann tíma illræmt fangelsi við innganginn á Kaupmanna- hafnarsloti. Þegar meyjarnar nú komast að raun um, að þessi ferlega vera er glæpamaður úr Bláturni, vex ótti þeirra um allan helming, og reka þær nú upp hljóð mikil sem berast um alla höllina. Berst sá kvittur brátt eins og eldur í sinu um allt slotið, að fangarnir hafi brotist út úr Bláturni, enda þyrpast nú hallarbúar að úr öllum áttum fyrir forvitni sakir. En þegar betur var að gáð, reyndist eng- inn út úr turninum sloppinn utan þessi íslendingur, sem jafnan bað láta sig inn aftur! Aðspurður hvemig honum hefði tekist að sleppa úr turninum, kvaðst hann hafa haft það sér til skemmtunar um nætur að horfa útum glugga á fangaklefa sínum til að virða fyrir sér gang himin- tungla. Og þegar hann hafi þessu sinni klifrast sem lengst út í gluggann í þeim erindum, hafi hann hrapað niðurúr turninum. En með hverjum undrum hann hafi komist gegnum járnslár þær hinar gildu, sem fyrir glugganum voru, og svo ómeiddur mikla hæð niður á stórgrýti fvrir neðan, þóttust menn seint fá skilið. Enda gaf hann á því enga skýringu. Hver var þá þessi furðulegi, íslenski miðalda-Houdiní, sem jafnvel hinn ramm- byggði Bláturn gat ekki haldið? Og hvaða örlaganornir og óheillavættir höfðu hrakið hann heiman frá íslandi og suður í þetta kalda og myrka víti? Maðurinn var Guðmundur Andrésson, borinn að Bjargi í Miðfirði, en ókunnugt er um fæðingarár hans. Hann komst í Hóla- skóla og var þar að námi i fjögur ár, en stúdentsprófi lauk hann þar ekki. Hann varð samt djákn að Reynisstað, en glataði því starfi. Gæti verið að það hafi verið UNDflRLEG ATVIKXII ÆVAR R. KVARAN vegna lausaleiksbrots. Víst er það aó minnsta kosti, að legorðsbrot varð hann að bæta árið 1644. Bæði fyrir og eftir þetta hafði hann ofanaf fyrir sér með kennslu hjá prestum og öðrum fyrirmönnum og með algengri vinnu, enda dvaldist hann síðast hjá móður sinni að Bjargi, hefur verið þar fyrirvinna sem kallað er. En jafnframt þessu sinnti hann bókiðn- um, einkum íslenskum fornritum. Vinur Guðmundar Andréssonar, séra Einar Arnfinnsson á Stað í Hrútafirði, fornfróður maður, varð einnig sekur um legorðsbrot. Telja sumir að sá dómur hafi orðið til þess að Guðmundur Andrésson samdi ritgerð um Stóradóm, en líklegra er þó að legorðs- brot hans sjálfs hafi verið undirrót að því. í þessari ritgerð söguhetjunnar okkar reynir Guðmundur Andrésson að sýna fram á, að Stóridómur sé ekki samræmur fyrirmælum eða dæmum sjálfrar i Ritningarinnar. Ritgerð þessi varð brátt alkunn, þótt aldrei væri hún prentuð. En það þurfti tals- vert hugrekki á seytjándu öld til þess af islenskum alþýðumanni að gagnrýna lög landsins eða nokkuð það sem höfðingjarnir einir þóttust hafa vit á. Það er alltaf heillandi að fyrirfinna slika einstaklinga í frásögnum fortíðar, því þeir eru sömu ættar andlega og svokallaðir andófsmenn í harðstjórnarlöndum nútimans. Eins og vænta mátti varð Guðmundi Andréssyni nokkuð hált á því að skrifa ritgerð um sjálfan Stóradóm. Enda kom fljótt í ljós, að hann átti litlum vinsældum að fagna meðal heldri manna norðanlands, enda hafði hann einnig ort það sem þá var talið léttúðugt kvæði, sem var kallað Dansakvœði á Bjargi. En sjálf ritgerðin leiddi til þess, að Guðmundur var kærður fyrir Þorláki biskupi Skúlasyni. En biskupi var annað en vel til Guðmundar, enda hafði Guðmundur einnig samið ritgerð sem nefndist Nosce Te Ipsum (Þekktu sjálfan þig). En í kvæði þessu var sneitt að einka- málum Skúla á Eiríksstöðum, föður biskups. Einnig hafði þeim biskupi borið það á milli, að Guðmundur hafði viljað verða prestur og fá Sigríðar nokkurrar, laundóttur Jóns Oddssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem var systir Arngríms lærða, en Guðmundur taldi að biskup hefði bægt sérfráhvoru tveggja. Þorlákur biskup brást hinn reiðasti við, þegar hann las ritgerð Guðmundar um Stóradóm og kallaði ritið hneykslanlegt, þareð margir væru ærið óhlýðnir lögunum, þó eigi væri til hvattir, en Stóridómur staðfestur af konungi sjálfum, og mætti slíkt eigi gangast við óhegnt. Biskup kærði þetta svo fyrir hirð- stjóranum Henrik Bjelke, og kvað svo rammt að, að þegar Bjelke kom til landsins 1649 til að taka hyllingareiða af lands- mönnum, þá mælti hánn svo fyrir, að taka skyldi Guðmund Andrésson höndum. En hann var þá horfinn suður á nes til róðra. Um svipað leyti hafði svo til fallið, að Hallgrímur bóndi á Víðimýri, sonur Halldórs lögmanns Ólafssonar, hafði komið suður að Bessastöðum til að svara ákæru nokkurri, sem honum var borin af konungslandsetum um ójöfnuð, sem hann hafði sýnt. En Hallgrímur var maður sterkur og ófyrirleitinn. Hirðstjóra var sagt, að hann væri hinna göfugustu manna í landinu, lögmannssonur og mágur meistara Brynjólfs biskups. Hirðstjóri tók Hallgrími því vel og lét hann vera við borð sitt, því þá stóð á máltíð. Yfir borðum minntist hirðstjóri á ákæru þessa. En Hallgrímur brást við reiður og hugðist hrinda þessu með harðfengi, eins og hann væri heima í Skagafirði. Svaraði hann fyrst djarflega. En þegar honum þótti lítt úr skera fyrir sér, gerðist hann stórorður og spretti fingrum framan í 34 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.