Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 41
Loks ber að geta þess, að allt, sem þvegið er í uppþvottavél verður miklu hreinna heldur en það, sem þvegið er upp á hefð- bundinn hátt. Sennilega getur mannshöndin ekki þvegið eins vel og vélin gerir. Finnst þetta greinilega með því að snerta hluti, sem þvegnir eru í vélinni. Þeir eru stamari viðkomu og spegilgljáandi að loknum uppþvottinum. í breska neytendablaðinu Which eru jafnan mjög greinar- góðar upplýsingar um heimilis- tæki. Þar er lagður dómur á þær vélar, sem til eru á breskum markaði. Blaðið hefur einnig hóp viðmælenda, sem það fær til þess að reyna tækin. Þeir eru síðan spurðir spjörunum úr um viðkomandi tæki eða það málefni, sem fjallað er um hverju sinni. Þar sem þarfir íslenskra og breskra heimila eru ekki svo PHILCO LW-4102 (ítalskar) Verð: 277.000 kr. Hœð, breidd og dýpt 85 x 60 x 60. Afkastageta: Borðbúnaður fyrir 10- 12 manns. Þvottakerfi: 5. Timalengd á uppþvotti: 110 minútur. Leiðarvisir é islensku. Getur staðið sjálfstœtt og i innréttingu. Rafmagnsnotkun: 2,2 kv. Greiðsluskilmálar: 50% verðsins við afhendingu og eftirstöðvamar á 6 mánuðum, eða 60% við afhendingu og eftirstöðvamar vaxtalaust i 3 mánuði. Faest m.a. hjá Heimilistœkjum, Hafnarstræti 3 og Sætúni 8. mjög frábrugðnar, geta þessar upplýsingar komið íslenskum neytendum að góðu gagni. Það sem hér fer á eftir, er því að nokkru byggt á upplýsingum úr breska blaðinu. Hins vegar höfum við ekki farið út á þá braut að birta gæðakönnun erlendra neytendatímarita. Margar af vélunum, sem þar koma við sögu, eru ekki seldar hér á landi, og því koma þær upplýsingar ekki að nógu miklu gagni. Hér eru svo aðrar tegundir, sem ekki er getið um í gæðamatinu. Við höfum ekki tækifæri til þess að láta gera gæðakönnun á þeim vélum, sem hér eru seldar.. Við höfum hins vegar reynt að gera eins konar markaðs- könnun, sem framkvæmd er eftir bestu getu. Dálítið erfitt getur verið að segja til um nákvæmt verð, þar sem Vikan er áð jafnaði nokkrar vikur í IGNIS (v-þýsk) Verfl: 327.100 kr. Hæfl, breidd og dýpt 85 x 60 x 60. Afkastageta: Borðbúnaður fyrir 12- 16. Þvottakerfi: 8. Timalengd á uppþvotti: 110 minútur. Leiðarvisir á islensku. Getur staðið sjálfstætt og í innréttingu. Rafmagnsnotkun: 3,1 kv. Greifisluskilmálar 50% verflsins vifl afhendingu og eftirstöðvamar á 4-5 mánuflum. Fæst m.a. i Rafiðjunni, Kirkjustræti 8b. vinnslu og verðbreytingar eru mjög örar hér á landi. I einu fyrirtækinu fékkst upplýst, að uppþvottavélar af þýskri gerð geta hækkað um hvorki meira né minna en 5 þúsund kr. frá einum degi til annars vegna gengisbreytinga. Sparar tíma, en krefst fleiri áhalda Þegar uppþvottavél er á heimilinu er hentugast að þvo ekki upp nema einu sinni á dag, — eða ekki nema þegar vélin er orðin fullhlaðin. Ef mikið er um að vera, eins og t.d. um jól eða þegar gestir koma, getur það auðvitað verið oftar en einu sinni á dag. Að öllu jöfnu getur því reynst nauðsynlegt að bæta við bolla-, diska- og glasaeign heimilisins. Hafið þá hugfast að kaupa aðeins þau búsáhöld, sem þola uppþvott í vél. Forðist bolla og CANDY N-287 (itölsk) Verfl: 245.000 kr. Hæð, breidd og dýpt 85 x 60 x 60. Afkastageta: Borflbúnaður fyrir 10 manns. Þvottakerfi: 5. Timalengd á uppþvotti: 70 min. Leiðarvfsir á islensku. Getur staðið sjálfstætt og í innréttingu. Grind fyrir glös á fæti og stillanleg grind fyrir mismunandi stærð glasa. Hægt er afl setja ramma á hurðina og fá litafla plötu framan á. Einnig er von á afleins dýrari tegund frá Candy. Greiðsluskilmálar: 50% verflsins vifl afhendingu og eftirstöðvamar á 6 mánuflum. Fæst m.a. i Pfaff, Bergstaflastræti 7. glös, sem eru með „bryggju- botnum”. Þar getur vatn orðið eftir, þegar vélin hefur lokið við þvott og þurrkun (bollum og hlösum er hvolft í vélina). Þá má einnig gera ráð fyrir, að gylling á leir og postulínsvörum máist af með tímanum og einnig, að ámálað mynstur fari sömu leið efttr langvarandi þvott í uppþvottavél. Hins vegar er i lagi, ef skreytingin er brennd í búshlutina. Slíkar vörur þola betur harkalega meðferð vélarinnar. Flest hnífapör láta eitthvað á sjá eftir langvarandi uppþvotta- vélarnotkun. Alls ekki má þvo upp hnifa með bein- eða tré- skafti, aðeins þá sem eru með BAUKNECHT GS—481 (v-þýsk) Verfl: 390.805 krónur. Heefl, breidd og dýpt 85 x 59,5 x 60. Afkastageta: Borðbúnaður fyrir 12 manns. Þvottakerfi: 5. Timalengd á uppþvotti: 90 mfn. Rafmagnsnotkun: 3,2 kv. Enskur leiflarvisir. Getur staðið sjálfstætt, og i innróttingu. Spamaðartakki ef þvegifl er upp fyrirfærri en 12. Greiflsluskilmálar 50% verðsins vifl afhendingu, en eftirstöðvamar á 4 mánuflum. Fæst m.a. hjá Sambandinu, Ármúla 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.