Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 56

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 56
Pöddurnar vildu ekki af Kœri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Mig dreymdi, að ég og vinkona mín stæðum fyrir framan hús mágkonu minnar. Stóðum við á gangstéttinni, og var bifreið stödd þar, en ég man ekki litinn á henni, en bifreiðin glansaði. Fannst mér, að við ætluðum að fara að spila á húddinu. Var þá vinkona mín með rauð spil, en ég blá, en hennar spil voru aðeins stærri. Segir hún þá, að hún geti ekki spilað, vegna þess að spilin séu svo fitug. Fór ég þá að skoða spilin, sem voru úr pappa, en í rauninni var þetta ekki fita, heldur litlar, brúnar pöddur. Finnst mér þá, að svört, stór padda sé á úln- liðnum, og ætla ég að slá hana af mér, eins og þegar moskítóflugur setjast á mann, en hvað oft sem ég sló, þá fór hún ekki af. Þá finnst mér hún stinga mig og detta síðan af og skilja eftir sig tvo svarta punkta. Þá sá ég, að það voru tvær aðrar svartar pöddur á handleggnum. Fór ég þá að tala um þetta við vinkonu mína, en hún sagði ekki neitt, en reif I þess stað upp bolinn, sem ég var I, og skellti spilunum á magann á mér. Leit ég þá niður, og var ég þá öll stungin á maganum. Virðingarfyllst. Halla Þú lendir sennilega í einhverjum vandræðum alveg á næstunni og eiga þar vinir þínir hlut að máli. Gættu þín á að vera ekki of auðtrúa og gerðu þér grein fyrir að ekki eru allir jafneinlægir. Ekið yfir brú Kæri draumráðandi! Mig langar að fá ráðningu á tveimur draumum mínum. Mig hefur tvisvar sinnum dreymt, að ég væri í bíl og keyrði eftir dal (ég var í sveit, þegar ég var lítil). Mér fannst vegurinn vera mjór og vondur yfrferðar, og ég kem að brú. Brúin var mjög mjó og erfitt að komast yfir hana og sérstaklega, þegar ég fór yfir hana í bakaleiðinni. Þá endaði draumurinn. tseinni draumnum var eiginmaður minn með og við förum alveg sömu leið og þá, sem égfór Ifyrri draumnum. Þegar við erum komin yfir brúna, keyrum við smáspöl, en þá er allt í einu kominn mjög mikill snjór. Mér finnst hann fara út úr bílnum ásamt fleirum, svo ég verð ein eftir. Þeir voru að Mig drcymdi sækja eitthvað í flugvél þarna rétt hjá, en svo kom maðurinn minn bara einn aftur og var engin bakaleið. Varð draumurinn ekki lengri. Núna á stuttu tímabili hefur mig dreymt þrjá drauma og eru allir mjög svipaðir. Mér finnst ég alltaf vera komin á skólabekk aftur, með sama fólkinu og í sama barnaskólann og ég var í rauninni í. í einum draumnum finnst mér ég hafa son minn hjá mér í vöggu við hliðina á borðinu. Eldri sonur minn eða maðurinn minn hafa ekkert komið fram I þessum þremur draumum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna Ein dreymin. Fyrri draumarnir eru fyrir mikilli auðsæld og gæfu og gæti þar jafnvel verið um happdrættisvinning að ræða. Siðari draumarnir eru fyrir óvinum, sem reyna að lítillækka þig, og þú ættir að gæta þess að láta ekki fljótfærni ráða gerðum þínum. Grænt slím inn um stofugluggann Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að það væri að ganga veiki, sem var kölluð græna veikin. Hún var mjög hœttuleg. Svo eitt kvöldið, er ég, maðurinn minn, barnið mitt og mamma mín vorum heima I rólegheitum, þá brotna allt í einu stofugluggarnir og grænt slím kemur inn um þá, ogþað heldur áfram að leka inn. Svo að við forðum okkur, ég fer og pakka nokkrum fötum ofan í plastpoka, plastpokarnir voru þrír. Við vissum, að allir, sem fengu veikina, dóu. Svo var eins og græna slímið æti allt, sem það fór yfir, allt bara brann, en svo hellti ég vatni á það, þá hætti það að skemma allt. Svo sáum við bíl fyrir utan og fórum upp I hann öll fjögur. Þá vaknaði ég. Ég vona, að þú getir hjálpað mér með þennan draum. Með fyrirfram þakklæti. 3406-1144 Fríða Draumur þessi boðar þér aðsteðjandi erfiðleika og ef til vill einhverja hættu. Þér mun þó takast að komast yfir þetta og betri tímar eru í nánd. Kristján Eldjárn í draumi Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég vœri fyrir utan einhvern kastala, hann var gamall og svolítið draugalegur. Þá sé ég allt I einu Kristján Eldjárn og konu hans og margt fieira fólk. Ég sé Kristján koma til mín, hann var I grábláum jakka- fötum, í hvítri skyrtu með bindi. Hann sagði: „Komdu sæl H", en þó með svolitlum kulda. Þá sé ég, að maður gengur I átt til hópsins, en hann var örugglega útvarpsmaður, því hann var með míkrófón. Hann gengur að konu, en konan var í svartri kápu og með dökkt hár og fiýtti sér mjög mikið. Maðurinn spurði hana, hvort hún kviði ekki fyrir, að nú fengju þau ekkert annað að borða en fisk eða kaldan mat. En þá kom Kristján Eldjárn og sagði, að það væri liðin tíð, að þau fengju heitan og góðan mat. En þessi matur, sem þau fengu, væri ekki svo vondur, og allt í einu sagði hann: „ Gellur eru fitandi. ” (Vinkona mín er kölluð Gella). Síðan labbaði hann til mín og sagði: „Nei, komdu sæl og blessuð, H mín, vonandi gengur þér vel í skólanum. Ef ég hefði vitað, að þú œtlaðir að koma, þá hefði ég komið með eitthvað að gefa þér. ” En ég sagði: „Það er allt í lagi, ég þarf ekkert." Draumurinn varð ekki lengri, og ég vona, að þú ráðir hann fyrir mig, því mig er búið að dreyma tvisvar sinnum mjög líka drauma og þennan. Ein berdreymin Sennilega verður þú fyrir óvæntu happi og munt líklega njóta aðstoðar manna í mikilsmetnum þjóðfélagsstöðum. Þetta er þó blandið nokkrum erfiðleikum, sem þú ættir þó að geta yfirstigið með nægri sjálfsgagnrýni og dugnaði. 56 Vikan 4- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.