Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 58

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 58
MÁTTUR KÆRLEIKANS / Hfi hvers einasta manns eru vissir atburðir, sem setja mörk sín á allan æviferilinn, hvort sem má flokka þá undir jákvæða eða neikvæða reynslu. Oft er þessi reynsla svo viðkvæm, að viðkomandi treystir sér ekki til að deila henni með öðrum, þótt það gæti orðið til góðs. VIKAN birtir nú enn eina frásögnina af þessu tagi og hvetur um leið lesendur að grípa ti/ pennans og senda inn fleiri slíkar. Þagmælsku er að sjálfsögðu heitið, sögurnar verða ekki birtar með róttum nöfnum. Bókaverðlaun verða veitt fyrir allar sögur, sem birtar verða. — Áttu við, að öllu sé lokið okkar á milli? Rödd Jonna var hás, og ljósin frá mælaborðinu lýstu upp fölt andlit hans. Frá útvarpinu streymdu fjörugir tónar vinsæls dægurlags, sem átti illa við þvingandi þögnina eftir þessi orð hans. Ég kyngdi, sneri mér frá Jonna og leit út yfir upplýsta borgina. Veðrið var óvenjulega gott, þó að komið væri fram í nóvember, og við höfðum því ekið upp á Öskjuhlíð. Þó hefði ég fremur kosið slagveðurs- rigningu. Það hefði verið í meira samræmi við tilfinningar mínar. Mig langaði mest til að gráta. — Stundum botna ég ekkert í þér, Lísa. Stundum finnst mér, að ég þekki þig alls ekki, sagði Jonni vonleysislega. Ég þagði. Ég vildi ekki skrökva, en sannleikann gat ég heldur ekki sagt honum. — Okkur líður vel saman, höfum svipuð áhugamál og höfum bæði ágæta vinnu. Ég hef meira að segja íbúð, sem er nógu stór fyrir okkur bæði. En það nægir þér sem sagt ekki. Lísa, segðu mér, hvað gengur að þér. Eitthvað hlýtur það að vera. Finnst þér ég kannski ekki nógu góður handa þér? Er eitthvað í fari mínu, sem þú getur ekki fellt þig við? Hann horfði biðjandi á mig. Skyndilega réð ég ekki lengur við innibyrgða beiskju mína. Þú ert svo ánægður með sjálfan þig, hugsaði ég. Heldur, að þú vitir allt. En þú hefur aldrei reynt neitt, veist ekki, hvað það er að verða að taka á öllum kröftum til að halda áfram. Þú heldur, að lífið sé öllum jafnáhyggjulaust og það hefur verið þér. Hvað veist þú um skuggahliðarnar? — Þetta byrjaði allt saman með því, að ég spurði, hvort það væri ekki tími til kominn, að ég kynntist foreldrum þínum, hélt hann áfram. — Síðan hefurðu verið svo undarleg. — Hvernig undarleg? spurði ég hvasst. Óþarflega hvasst. — Það er eins og þú hafir fjar- lægst mig. Svo ertu svo uppstökk . . . einhvern veginn allt öðruvísi en áður. — En þú ert næstum því fullkominn. Alltaf! Engir þverbrestir í þínu skaplyndi! Ég horfði á hann og skammaðist mín fyrir beiskjuna. Hann átti þetta engan veginn skilið. Ég vissi, að það var rangt af mér að láta hann líða fyrir mína eigin beiskju, en ég réð ekki við það. Reiði mín var óréttmæt, og innst inni meinti ég ekki það sem ég sagði. — Ég hef aldrei hitt neinn, sem er jafnánægður með sjálfan sig og þú, sagði ég illgirnislega. — Bæði þú og þessir snobbuðu foreldrar þínir. Svo uppfull af eigin ágæti. Þið dæmið aðra, en upphefjið ykkur sjálf. — Jæja, erum við þannig? Jonni var bæði sár og reiður. En ég gat ekki fengið af mér að draga orð mín til baka. Til þess leið mér alltof illa. Hjartað hamaðist í brjósti mér, tilfinningar mínar voru allar í uppnámi, en ég gat ekki snúið við. — Jæja, þá þýðir víst ekki að tala meira um það, sagði Jonni. — Nei, sagði ég hörkulega. — Við höfum ekkert meira um að tala. Svo ók hann aftur af stað. Ég fór seint í háttinn þetta kvöld. Ég vissi, að ég gæti hvort sem er ekki sofnað. Ég hafði verið svo hræðilega óréttlát við Jonna. Mig iðraði þess sáran. Ég hafði ásakað hann fyrir að vera sjálfsánægður og snobbaður, þó ekkert gæti verið fjær sanni. Hann var einhver sá besti og heiðarlegasti maður, sem ég hafði nokkurn tímann kynnst. Mér þótti mjög vænt um hann. Það var ekki hann, sem átti þessar grimmdarlegu ásakanir skilið, heldur foreldrar mínir. — Það hlýtur að vera eitthvað að,hafði Jonni sagt. — Geturðu ekki sagt mér frá því? Auðvitað var heilmikið að, en ég gat bara ekki sagt Jonna frá þvi. Hann hefði aldrei skilið það. Foreldrar hans voru ekki drykkjusjúkir auðnuleysingjar. Foreldrar hans voru traustir og virðulegir þjóðfélagsþegnar. Klukkan sló tólf. Ég reis þreytulega á fætur og horfði út um gluggann á sofandi húsin umhverfis. — Mikið eigið þið gott, hvíslaði ég lágt. — Þið vitið ekki, hvað þið eigið gott. Ég minntist einnar nætur úr bernsku minni. Ég var 10 ára, og því miður voru nætur eins og þessi ekkert einsdæmi hjá fjölskyldu minni. Yngri systir mín kom grátandi inn til mín. — Má ég ekki sofa hjá þér, sagði hún kjökrandi. — Ég er svo hrædd. Pabbi stendur frammi og otar borðhnífnum að mömmu. Hann ætlar að drepa hana. Segðu honum, að hann megi ekki gera það, Lísa! Hún skreið upp í rúmið til mín. Reiðilegar raddir bárust til okkarfrá stofunni. — Þú ert einskisnýt gála. Gerir ekkert annað en að heimta peninga. Og hvað fæ ég í staðinn? Eilíft nagg og nöldur! Ég er orðinn hundleiður á þér. Hundleiður, heyrirðu það! Ég var nær dauða en lífi af örvæntingu. En ég hafði svo oft áður orðið vitni að áþekkum deilum, að ég vissi, að það var þýðingarlaust að gera nokkuð. Hvað getur 10 ára telpa gert til að hjálpa móður sinni, þegar faðir hennar hótar að drepa hana? — Ætlarðu að gera börnin þín móðurlaus? Þú getur ekki verið svo miskunnarlaus, sagði mamma biðjandi. — Ekki stinga mig, Knútur. Pabbi bölvaði og ragnaði, svo að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Mig langaði til að gráta, en ég gat það ekki. Ég fann, hvernig litla systir mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.