Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 59

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 59
Sögur úr daglega lífinu skalf og titraði. Hún var enn hræddari en ég. Eftir því sem ég varð eldri, tók ég að gera mér grein fyrir, að það var áfengið, sem olli slíkri hegðun hjá þeim. Fékk þau til að ausa svívirðingunum hvort yfir annað. Fékk pabba til að ógna mömmu með hnif. Við systurnar lifðum í eilífri martröð. Ég var mjög einmana sem bam. Ég gat aldrei boðið neinum heim, og allir í skólanum vissu, að við þáðum hjálp frá bænum. Oft þegar ég kom heim úr skólanum lá annað hvort -foreldra minna í sófanum í stofunni, viðþolslaust af timbur- mönnum. Stundum bæði. Eða þá að húsið var fullt af vafasömu fólki, sem skemmti sér með hávaða og látum. Ég skammaðist mín fyrir heimili mitt. Við áttum engin almenni- leg húsgögn. Það litla, sem við áttum, var óhreint og slitið, jafnvel brotið. Eldhúsborðið var alltaf fullt af óhreinum leir, tómum flöskum og matarleifum. Ég átti þrjár yngri systur, sem oftast voru grátandi vegna hræðslu og vanlíðunar. Þar sem ég gat ekki boðið neinum heim, heyrði það til undantekningar, ef mér var boðið heim til skólafélaga minna. Þá sjaldan, sem það gerðist, fann ég til hræðilegrar minnimáttarkenndar. Ég fann þá enn sárar til þeirra kringum- stæðna, sem ég varð að búa við. Annars varð ég sjaldan fyrir aðkasti í skólanum. Kannski vorkenndu krakkarnir mér. Þess vegna var skólinn það allra skemmtilegasta, sem ég þekkti, og ég reyndi að stunda námið af kostgæfni. Ég var líka alltaf með þeim efstu í bekknum, þó enginn tæki eftir því heima. Ég átti mér bara eitt takmark. Að verða ekki eins og foreldrar mínir, þegar ég yxi úr grasi. Ég fyrirleit þau og það líf, sem þau lifðu, djúpt og innilega. Þegar ég var 17 ára og komin í menntaskóla, var ég full af minnimáttarkennd. Þó að spegillinn segði mér, að ekkert væri athugavert við útlit mitt og prófin bæru vitni um góða greind, fannst mér sem ég stæði öllum öðrum langt að baki. Ég átti erfitt með að blanda geði við aðra og tók lítinn þátt i félagslífi. Allir krakkarnir vissu, hvernig heimili mitt var, ég var ekki heppileg vinkona. Ég reyndi einstaka sinnum að fara á skólaböll, en það voru ekki margir strákar, sem vildu dansa við mig. Það var með hálfum huga, að ég dreif mig á árshátíðina þennan vetur, ég gerði mér ekki miklar vonir um að skemmta mér. — Af hverju reynirðu alltaf að fela þig, Lísa? Langar þig ekki til að dansa? Sá, sem ávarpaði mig þannig, var Egill, sonur eins af drykkju- félögum pabba. Hann lét þó ekki heimilisástandið á sig fá, tók mikinn þátt í félagslífi og var bæði laglegur og vinsæll. Hann dansaði mikið við mig þetta kvöld, og í fyrsta skipti á ævinni fannst mér ég vera hamingjusöm. En hann fékk mig líka til að smakka fyrsta áfengisdropann, brennivín af stút undir vegg í skólagarðinum. Næsta laugardagskvöld bauð hann mér í partí heima hjá einum skólabróður okkar. Foreldrar hans voru erlendis, og krakkarnir virtust eiga nóg af áfengi. Ég skemmti mér samt ágætlega, þangað til einhver slökkti ljósið og allir fóru að para sig saman. Ég varð því hræddari eftir þvi sem kossar Egils urðu ástríðufyllri. — Ættum við ekki að koma upp á loft, elskan? hvíslaði hann svo. — Þar getum við verið ein. — Nei, sagði ég. — Vertu ekki með neina uppgerð, vinan, sagði hann. — Ekki stelpa frá því heimili, sem þú kemur frá. Þú ættir að hafa séð of mikið heima hjá mömmu og pabba til að ganga um með einhverja jómfrúarkompleksa. Heldurðu kannski, að ég sé að spá í þig vegna þess, að mér finnist svo gaman að tala við þig? Einhvern veginn tókst mér að slíta mig lausa, og ég hljóp á dyr blinduð af tárum. Eftir þetta ævintýri varð ég enn meira einmana en fyrr. Egill fór ekki í launkofa með það, sem gerst hafði, ég vissi, að krakkarnir höfðu þetta í flimtingum og kölluðu mig ræflajómfrúna sín á milli. Ég lauk stúdentsprófi, flutti að heiman og fékk ágæta vinnu á skrifstofu. Þar kynntist ég Jonna, en hann var nýfluttur í bæinn með foreldrum sínum. Hann var glaðlyndur og opin- skár, það var greinilegt, að lífið hafði ekki lagt honum mörg vandamál á herðar. Við fórum að fara út saman, og ég varð ástfangin í fyrsta skipti á ævinni. Sú staðreynd, að Jonni vissi ekkert um foreldra mína, gerði það að verkum, að ég var alveg óþvinguð í návist hans. En nú varð þessu að ljúka. Jonni hafði heimtað, að ég kynnti hann fyrir foreldrum mínum, og það gat ég ekki hugsað mér. Hvernig gat farið hjá því, að hann færi ósjálfrátt að bera mig saman við þau? Brjóta heilann um, hvers konar manneskja ég væri eiginlega, sem kæmi frá svona heimili. Það yrði mér ofviða, betra að skera á böndin, meðan hann gat enn borið virðingu fyrir mér. Mér leið hræðilega illa, eftir að upp úr slitnaði á milli okkar Jonna. Lífið var mér lítið annað en tilgangslaus kvöl, sem ég sá enga lausn á. Rétt fyrir jólin kom systir mín í heimsókn, en hún stundaði nám í húsmæðraskóla úti á landi. — Þú ert svo þreytuleg, sagði hún. — Hvað þjakar þig svona? Ég gat ekki annað en sagt henni upp alla söguna. Hún var eini trúnaðarvinurinn, sem ég átti. Ég gladdist svo yfir að sjá hana, að ég fór að gráta, og var mér þó ekki táragjarnt. — Vesalings þú, sagði hún og tók mig í faðm sinn. Hlýja hennar snart mig djúpt, ég vissi, að ég gat alltaf treyst henni. Við höfðum haldið saman gegnum þykkt og þunnt. — Ég skil þig vel, sagði hún lágt, er ég hafði lokið við sögu mína. Augu okkar mættust, nú var hún stóra systirin, sem huggaði og hjálpaði. — Ég held, að þú trúir ekki »á mátt kærleikans, sagði hún alvarleg í bragði. Nokkrum dögum seinna beið Jonni mín á ganginum, þegar ég kom heim. — Systir þín hafði samband við mig, sagði hann lágt. — Ég vissi ekki að þú létir svona bara vegna foreldra þinna. Ég hélt, að þú hefðir fundið einhvern annan. — Hvað er hún að sletta sér fram í mín mál? sagði ég óstyrk. — Ég vissi allt um foreldra þína, Lísa, sagði Jonni. — Borgin er ekki það stór, að svona lagað fréttist ekki auðveldlega. Ég ætlaðist bara til, að þú segðir mér þetta sjálf að fyrra bragði. Ég vissi ekki, að þú tækir þetta svona nærri þér. Ég þagði og reyndi að halda aftur af tárunum. — Lisa, hvernig geturðu verið svona barnaleg? Það ert þú, sem mér þykir vænt um. Það ert þú, sem ég vil kvænast, en ekki foreldrar þínir. Og það er algjör óþarfi að skammast sín fyrir hluti, sem maður getur ekkert gert að. Ég veit, að þessi lífsreynsla þin hvetur ekki til þess, að þú treystir neitt á kærleikann, en reyndu að treysta mér. Foreldrar þínir skipta mig engu máli, og ég mun aldrei bregðast þér. Og Jonni hefur vissulega sannað í þessi tvö ár, sem við höfum nú verið gift, að það er óhætt að treysta á mátt kærleikans, hvernig sem kringumstæður manns annars eru. Endir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.