Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 13

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 13
Flestir dvöldust þar við skiðaiðkanir allt fram undir kl. 6. enda ríkulegt nesti að fá um miðjan daginn. kakó, myndar- legar samlokur og ávexti. Þó var hægt að komast heim í skála öðru hverju yfir daginn. ef menn fundu sárt til þreytu eða kulda, og voru það einkum minnstu börnin, sem notfærðu sér það. Þá stóð alltaf til boða fylgd kunnugra i gönguferðir um nálægar slóðir. og margir notfærðu sér það og skoðuðu til dæmis Hveradalina. sem bjóða upp á fegurð og fjölbreytta náttúru, að ekki sé minnst á þá útrás. sem bússuskæddir karlmenn fá fyrir riddaraeðlið, því þar þarf að bera þá, sem verr eru búnir, yfir vatnsfall nokkurt. Þvi er ekki að neita. að nienn voru oft orðnir lerkaðir nokkuð. þegar Tómas frændi skrölti með siðasta hópinn niður ruðninginn að skálanum, og marga dreymdi villta drauma um sundlaug með heitu vatni, eða þó ekki væri nema að heita vatnið væri ekki alveg búið i sturtunum heima i skála. Þvi miður var það oftast búið. En hungriðfengum við að seðja. á það skorti ekkert. Ég held ég hafi aldrei borðað önnur eins reiðinnar ósköp og þessa viku. Eftir daglanga vist i skíða- brekkum er matarlystin svo sannariega i lagi. Rauðhetta með tilfinningum og tárum Nú, en þessu er nú öllu lokið um kl. hálfátta að kvöldi. og hvað gera menn það sem eftir er kvöldsins? Sofa? Nei, ekki aldeilis. Flest kvöld eru kvöldvökur með glymjandi söng og græskulausum leikjum og margs konar skemmti- atriðum. sem þátttakendur á námskeiðinu skiptast á um að annast. Við fengum að hlýða á glasakonsert, svo eitthvað sé nefnt, við sáum nýjustu uppfærslu af Svinavatninu. við fengum frænda Andrésar andar í heimsókn, og við sáum nokkra stæðilega karla og > c. Minnsti þátttakandinn 6 námskeiö- inu var ekki nema fjögra ára, en fannst alveg óskaplega gaman í Kerlingarfjöllum. konur fara með ævintýrið um hana Rauðhettu litlu á sinn hátt' — og þá mátti sjá tár í augum viðstaddral Eiríkur skólastjóri og Tómas skíðakennari sáu um. aðallir lærðu hina helðbundnu Kerlingarfjallasöngva, sem flestir eru sérlega innihaldsríkir, og Tómas lét sig heldur ekki muna um að leika fyrir öflugum dansi. Og þar sem þetta var fjölskyldunámskeið. var kynslóðabilið gleymt. og það var gaman að sjá suma herrana. sem náðu varla upp á mjöðm á sinni dömu — og öfug). En allt tekur sinn enda, ,(ika skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum./Við kvöddum skólann i fögru veðri og fengum reyndar nógan tima til að kveðja. þvi rúturnar, sem sóttu okkur og fluttu um leið nýja nemendur upp eftir. lentu i erfiðleikum, sem töfðu för. stöðvuðust i miðri á með brotið drifskaft og annað eftir því. Slíkt telst vart til tíðinda í fjallaferð. Þaö sem mest var um vert Af undangenginni lýsingu má væntanlega ráða. að mér þótti þessi ferð peninganna virði. Við hjónin vorum með fjögur börn á aldrinum 4, 7, 10 og 14 ára og greiddum fyrir það um 200 þúsund krónur. Er þá allt innifalið. ferðir. kennsla. lyftur. húsnæði. matur. Það eina. sem menn kynnu að þurfa að greiða fyrir þama upp frá, er ef þeir þurfa að leigja sér einhvern útbúnað. og svo er opin sjoppa, sem laðar suma að sér. Námskeiðsgjald er annars ögn misjafnt eftir þvi hvort um er að ræða fjölskyldu- námskeið. unglinganámskeið eða almenn námskeið, en verðskrá fyrir næsta sumar var ekki komin. þegar þetta er skrifað. Enn er ótalið það. sem mér fannst mest um vert við þessa viku i Kerlingar fjöllum. Það rann nefnilega upp fyrir mér á heimleiðinni i rútunni. hversu gjörsamlega manni tekst að slaka á og gleyma umheiminum þarna upp frá. Þessa fyrstu viku i júli var sannarlega nóg á döfinni i heiminum, ekki síst hér á landi, nýafstaðnar kosningar og stöðugar tilraunir til stjórnarmyndunar. Um það var ekki hugsað þessa daga. Enginn minntist á pólitík, enginn bað um að fá að heyra fréttir i útvarps- tækinu. sem við vissum þó. að fyrir fannst i eldhúsinu. Streitan og áhyggj- urnar grófust undir snjóinn á fyrsta degi. Þetta seytlaði svo allt saman inn í mann. þegar rútubílstjórinn kveikti á útvarpinu á heimleiðinni. Kannski hefur sonur minn fundið, hvernjg mér leið. þvi hann bankaði i mig og sagði: — Mamma. hvenær förum við aftur upp i Kerlingarfjöll? K.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.