Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 20
Poplinsamfestingur. Hönnuðun Cathy Hardwick. Og nú á að sýna sem mest af Ifkamanum...... Láreftspils og bómullar- blússa. Hönnuður Cathy Hardwick. er gert ráð fyrir blússu, og þeir eru oft mjög flegnir, sem helst í hendur við þá þróun að sýna sem mest af líkamanum. Sumir hönnuðir nota þó boli innan undir, með eða án hlíra, eða létta slæðublússu. Aðalefnin eru þunn ullarefni, doppótt silkiþrykk, krepsilki i fjörlegum litum og gljálaust jersey. Skærir og ljósir litir eru áberandi í vortískunni. Nýjustu efnin eru líka það auðveld í hreinsun, að konur þurfa ekki lengur að líta á það sem óhagkvæmt að eiga snjóhvita dragt. Munstrin eru fyrirferðarmikil, stórrósótt, fyrirmyndir sóttar í frumstæða málaralist, og randir, sem virðast handmálaðar á efnið. Blúnda — og aftur blúnda Enn gengur á ýmsu með síddina á pilsunum. Flest ná rétt niður fyrir hné, sum eru aðeins síðari, og enn aðrir hönnuðir bregða á leik og hverfa alveg aftur í mini- tískuna. Samkvæmiskjólar eru þó sjaldnast gólfsíðir. Ef þeir eru ekki í slæðuformi og eins mikið opnir og hægt er, eru þeir stífðir ofan við ökla, eða úr gagnsærri blúndu, sem borin er yfir stuttu undirpilsi. Á diskóunum gildir að hafa kjólana sem efnisminnsta, eða að klæðast fallegum samfestingum og buxum i náttfatastíl. 'Jakki og fallt pils I matrósastfl. Hönnuöur. Kasper. Síðbuxurnar eru yfirleitt þröngar, í öllum mögulegum síddum, og hönnuðirnir hafa lagt sig fram um að gera þær sem glæsilegastar. Jafnvel gallabuxur eru ekki lengur venjulegar, heldur hefur hver og einn gefið þeim sitt sérstaka einkenni. Sumar eru jafnvelníðþröngarniður að hné, og minna á gömlu 18. aldar hnébuxurnar. Stuttbuxur af öllum gerður og síddum verða og mjög ofarlega á blaði. Tískukonan vorið 1979 hugsar mjög vel um, að hárgreiðslan sé í samræmi við klæðnaðinn — að ógleymdum höttunum. Leðurbelti eru áberandi, sum jafnvel það breið, að þau minna á mini-lífstykki. Nú er um að gera að vera sem grennstur í mittið og undirstrika það með öllum ráðum. Þetta er líka svo sannarlega ár blúndunnar, allt frá fíngerðustu blúndu- efnum upp í kvöldkjóla úr svartri eða gljáandi málmflögublúndu. Plíseringar sjást í öllum gerðum fata, allt frá baðfötum til samkvæmisklæðnaðar. Þetta eru þó engar venjulegar pliseringar, heldur eru þær látnar hverfa í munstrið, sem er ný tækni í efnaframleiðslu. J.Þ. 20 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.