Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 22
Framhaldssaga eftir Catherine Arley Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir A HENGI- FLUGSINS BRÚN Hún lá hreyfingarlaus í rúminu og þrýsti höndunum að munninum til að kæfa ópið, sem komið var fram á varir hennar. Hún var frávita af ótta. Einhvers staðar úti í myrkrinu beið hennar hætta. Hún vissi ekki hvað bar að óttast. Hún þorði ekki að kveikja Ijósið við rúmið, hnipraði sig saman og reyndi að skilgreina hljóðin, sem bárust utan úr myrkrinu. Hún gat ekki einbeitt sér, gat ekki hugsað skýrt. Loksins teygði hún út höndina og kveikti Ijósið. Hún litaðist um í herberg- inu. Þar var ekkert voðalegt að sjá, ekk- ert sem vakið gat ótta. En hún var ótta- slegin í þessu húsi fjarri allri manna- byggð. vegna, til að hún gæti náð heilsu á ný. Náð sér eftir langvarandi þunglyndi og eymd. Hann hafði sýnt henni tillitssemi og umhyggju allan timann, þrátt fyrir það að hann vissi ekki ástæðuna fyrir veikindum hennar. Orsökin var ekki einvörðungu tíu ára barnlaust hjónaband. Hjónaband þeirra var ekki óhamingjusamt, þau þrættu aldrei, voru kurteis hvort við annað — kurteis, tillitssöm og umhyggjusöm. Var hægt að fara fram á meira? André hafði gert allt sem i hans valdi stóð til að vekja lífslöngun hennar, hann hafði keypt þetta hús. Hún ætti að vera þakklát. Ht Húsið stóð á háum kletti við hafið. Framundan var gínandi hyldýpi hafsins, þar sem öldurnar soguðust að klettóttri, þverhníptri ströndinni. Það var komið fram í nóvember og stormurinn næddi utan af úlfgráu hafinu, napur og ýlfr- andi. Það hvein í gluggahlerunum og sló niður i skorsteininum. Úti fyrir gluggun- um lömdust krónur trjánna, og vindur- inn feykti síðustu laufum þeirra í hauga, sem hvirfluðust um gangstiginn. Bara að senn færi að birta, þá sæi hún allt i öðru Ijósi. Ógnir næturinnar hyrfu, slæmar hugrenningar gleymdust. Lífið yrði eðlilegt á ný. André hafði keypt húsið til að gleðja hana. Það var dásamlegt lítið hús, umgirt fallegum garði — meira að segja núna í nóvember gat maður séð hve unaðslegur garðurinn myndi verða, þegar voraði á ný. Hún var André þakklát, vist var hún það. Hann hafði keypt húsið hennar Um höfundinn: Catherine Arley er einn mest lesni sakamálasagnahöfundur Frakka. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og eftir mörgum þeirra gerðar kvikmyndir. Hún er fráskilin og barn- laus og kýs helst að dveljast í stórhýsi, sem hún á úti í sveit. Þar semur hún sakamálasögur sínar, sem gæddar eru mátulegri spennu og óvæntum atburðum. 1UN minntist þess, þegar hann sagði henni frá húsinu. Það var á sjúkrahús- inu i Rennes, í litla herberginu hennar, sem sneri út að garðinum. Hann sat við hliðina á rúminu og horfði út um glugg- ann. — Hvernig líður þér i dag, Klara? spurði hann. — Þakka þér fyrir, ágætlega. — Hefurðu borðað eitthvað? — Smávegis. — Þú verður að reyna að borða svo- lítið, þó lystin sé ekki I lagi. — Því þá það? — Þú verður að safna kröftum, varla hugsarðu þér að liggja á sjúkrahúsi það sem eftir er ævinnar? — Nei. — Þú verður að leggja eitthvað af mörkum sjálf, annars verðurðu aldrei frísk. Ef þú leggur þig fram og vilt raun- verulega sjálf verða frisk, losnarðu fljót- lega héðan. Hvert myndirðu vilja fara? — Ég veit það ekki. — En ég veit það. Læknirinn hefur samþykkt áform mín. Ertu ekkert forvit- in? — Jú. — Við höfum orðið sammála um, að þú náir þér best, ef þú dvelur við sjóinn. — Viðsjóinn? — Já. Það er ekki víst að þú getir synt í sjónum, þegar þar að kemur, en hreint sjávarloftið er heilnæmt og mun endurnæra þig og þú getur stundað göngur. Þú þarfnast hvíldar og næðis til að jafna þig og það muntu fá. Langar þig ekki að heyra leyndarmálið núna? — Jú ... — Ég hefi keypt hús, þín vegna. Klara. — Já, en við eigum íbúðina i bænum. — Já, en þetta er sumarbústaður. Við getum dvalið þarna i frium og um helgar. Húsið er litið, en mjög notalegt, þú munt kunna að meta það. Það stendur við sjóinn. — Áströnd? — Nei, á háum klettum, við hafið, útsýnið er stórbrotið yfir ólgandi, énda- laust hafið. Og það er litill garður við húsið, þar sem þú getur ræktað blóm, eins og þú hefur alltaf þráð. — Hvenær eigum við að fara þangað? — Strax og þú útskrifast. Það verður lika gott fyrir mig að komast úr borg- inni. Þú verður áreiðanlega hrifin af staðnum. Ég hefi látið framkvæma smá- 22 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.