Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 26
Henni leið betur aftur. Fór aftur fram í eldhús og smurði sér brauð og hellti vínsopa í glas. Með brauðsneiðina i ann- arri hendi og glasið í hinni gekk hún aftur inn. Hún settist i einn hægindastól- inn, borðaði brauðið og dreypti á víninu. Svo kveikti hún sér í vindlingi, hinum fyrsta á tveim dögum. Hún reykti mjög sjaldan, henni fannst það í rauninni vont, en einmitt á þessu augnabliki virt- ist það róa hana. HúN hrökk í kút, veikt hljóð barst úr myrkrinu á bak við hana. En hún neyddi sig til að sitja kyrr og snúa ekki til höfðinu. Hvaða tilgangi þjónaði það líka? Hún vissi, að það var ekkert þarna, alla vega ekkert sem hún gat séð. Senni- lega voru þetta traustabrestir í gömlum innviðum hússins. Hún drap í vindlingnum og fór úr sloppnum. Svo skreið hún aftur upp i svalt rúmið. Áður en hún slökkti ljósið, sá hún að kötturinn hafði hringað sig niður i einn stólinn við gluggann. Hann sleikti feldinn i makindum, starði eitt andartak fast á hana, en missti strax áhugann og hélt áfram að sleikja sig. Klara lauk upp augunum og áttaði sig á að nóttin var liðin. Hún hafði sofið i einum dúr og var nú úthvíld. Úti skein sólin. Rúmið var mjúkt og hlýtt og þvert yfir fætur hennar lá kötturinn makinda- lega. Hún fór fram úr og dró gluggatjöldin til hliðar. Svo gekk hún aftur að rúminu og hugsaði aftur og aftur: MÁNU- DAGUR — MÁNUDAGUR. Já. það var mánudagur og André væntanlegur í kvöld. Nú þurfti hún bara að þrauka nokkra klukkutíma. Sennilega var hann lagður af stað, og með hverri minútu sem leið kom hann nær. Hann hafði lofað að stoppa hvergi á leiðinni til að borða, hann myndi aka hratt og koma snemma. Hann yrði sjálfsagt glorsolt- inn. Hún hafði nægan tíma til að undirbúa lystuga máltíð. í isskápnum var nægur matur. Hún ætlaði að vanda sig reglu- lega við matreiðsluna. André elskaði góðan mat. Hún klæddi sig í snatri, bjó um rúmið og fékk sér svo morgunmat í eldhúsinu. Kötturinn elti hana og nuddaði sér upp við fætur hennar. Hún opnaði sardínu- bauk handa honum og gaf honum mjólk í skálina. TlL að hafa eitthvað fyrir stafni hófst hún handa við tiltekt. Það var ekki mikil yfirferð, en hún varð eitthvað að gera. Hún fann sóp og byrjaði að sópa undir rúminu. Hún heyrði allt í einu að eitt- hvað hart skoppaði eftir gólfinu. Lítill silfurhlutur. Hún tók hann upp og lagði á borðið. Það var ermahnappur. Ósköp venju- legur.ermahnappur. Hún hafði aldrei séð hann áður, svo ekki átti André hann, hann fyrirleit líka ódýra hluti eins og þennan. Hans hnappar voru úr gulli og hún vissi ósköp vel. hvernig þeir litu út, þvi hún valdi þá sjálf. Hún hneig niður á rúmið og reyndi að ■ hugsa af skynsemi. Þurfti það að vera eitthvað dularfullt, þó þessi hnappur væri þarna? Það hafði e.t.v. ekki verið þvegið vel undir rúminu. þegar skilið var við húsið. Einhver hafði búið þarna á undan þeim, hnappurinn tilheyrði auð- vitað fyrrverandi íbúa hússins. Eða iðnaðarmennirnir, sem André hafði fengið til að standsetja húsið? Þvi ekki það! Einn þeirra gat auðvitað hafa tapað hnappnum sínum. Svo einfalt var það. Hún stóð upp og hélt áfram að sópa. Það hlaut að vera eðlileg skýring á því sem bar fyrir hana þessa daga, og nætur. En innst inni vissi hún, að eitthvað ógnaði henni. ARA kreppti höndina um hnapp- inn, sem hún hafði fundið undir rúminu. Ef André átti hann ekki, hver átti hann þá? hugsaði hún aftur og aftur. Hvaðan kom hann? Og hvaðan kom kötturinn? Hver Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. í\ WIAÐW Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 26 Vlkan6.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.