Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 27
A HENGI- FLUGSINS BRÚN hafði hellt mjólk í skálina og sett hana á gólfið? Hver var það sem barið hafði að dyr- um um nóttina? Þetta voru engir hugarórar, erma- hnappurinn var raunverulegur, köttur- inn og mjólkurskálin raunveruleg. Ein- hver, sem hún þekkti ekki, læddist kringum húsið og inn i það, einhver sem itti við hana erindi. En hvaða erindi? Klara lagði ermahnappinn á borðið, setti stólana á sinn stað við borðið og tók siðan af sér klútinn, sem hún hafði bundið um hárið áður en hún hóf tiltekt- ina. Hún varð að jafna sig, reyna að komast að niðurstöðu. Hún ætlaði út, hurtu frá þessu húsi, þar sem allt virtist snúast gegn henni og ógna henni i hverju skrefi. Hún fór inn i baðherbergið, þvoði andlit og hendur, greiddi hárið og reyndi að snyrta sig. Hún bjó sig i útifötin, allar hreyfingar hennar voru ósjálfráðar. Hún hafði ákveðið sig. Hún ætlaði til þorpsins og dvelja þar til kvölds. Hún gat fengið sér að borða, það hlaut að vera þarna greiðasala, þar sem hún gat eytt deginum. Svo lengi sem hún hélt sig frá þessu húsi, gat ekkert hent hana. Hún leit eftir að allt væri snyrtilegt, áður en hún yfirgaf húsið, hún vildi koma að öllu i góðu lagi. Innst inni vissi hún, að hún gerði það til að sjá, hvort nokkur gengi um, meðan hún væri í burtu. Hún leit lika eftir i eldhúsinu, skolaði tebollann og mjólkurskál kattarins, leit eftir að lokað væri fyrir gasið og allir skápar lokaðir. Kötturinn lá á rúminu og fylgdist með hverri hreyfingu hennar. Hún strauk honum yfir mjúkan feldinn, hann lyfti höfði og geispaði letilega. • — Ég kem aftur I kvöld, sagði hún. Svo fór hún og læsti hurðinni á eftir jsér. VeÐRIÐ var fagurt, hún greip and- ann á lofti og lét hrífast af stórfenglegri náttúrunni umhverfis sig. Hún gleymdi næstum ógnum næturinnar. Þegar hún hafði gengið spölkorn, kom hún auga á manninn. Hann kom gangandi á móti henni hægum skrefum, og hún hopaði nokkur skref og starði hrædd á hann. Hann hafði birst svo óvænt, það var eins og hann hefði komið ■'lit úr hæðinni á bak við. Hún stóð og sneri baki að húsinu og sá hann nálgast skref fyrir skref. Þegar ,hann var næstum kominn að henni, lyfti hann hendi að hattbarðinu í kveðju- skyni. Hann sagði: — Ég vissi ekki að neinn dveldi í þessu húsi um þetta leyti árs. Klara svaraði ekki, og hann hélt áfram. — Ég er þyrstur, mig iangar að fá vatnsglas. Án þess að svara manninum sneri Klara við og gekk til baka heim að hús- inu. Hún hugsaði: ef hann ætlar að drepa mig, getur hann gert það núna. Hvernig skyldi það vera að finna hnífs- odd milli herðablaðanna? Var dauðinn sársaukafullur? Tók það langan tíma að deyja? Hún opnaði dyrnar og ekkert skeði. Hún undraðist hvaðan henni kom styrkur og rósemi á þessari stund. Með hendur í frakkavösunum gekk maðurinn á eftir henni inn og lokaði hurðinni á eftirsér. Klara hafði enn ekki yrt á manninn. Hún fór rakleiðis inn í eldhús, lét renna kalt vatn I glas og setti það siðan frá sér á eldhúsborðið. Hann hafði ekki fylgt á eftir henni, það gaf henni augnabliks frest. Ef hann vildi gera henni eitthvert mein, ætiaði hún að verja sig. Hún tók hníf og faldi hann undir kápunni. Svo tók hún glasið oggekkinnístofuna. Maðurinn beið með bros á vör. Hann tók við glasinu og drakk í einum teyg. Hann var greinilega þyrstur. Hann þerr- aði varirnar og setti glasið frá sér á borðið. Hann litaðist brosandi um og sagði: — Þaðerfinthérna. Hann horfði á breitt rúmið — óþarf- lega lengi, fannst henni. Skyndilega heyrðist skarkali frá baðherberginu. Hann leit snöggt á hana. — Éghéltaðþérværuðeinarheima? Klara horfði einarðlega beint í augu hans og sagði: — Maðurinn minn er í baðherberg- inu. Hún dró andann djúpt og hrópaði síðan: — Flýttu þér, André, við erum að verðaof sein. En líklega hafði hún ekki verið sann-. færandi, því maðurinn skellti upp úr. Hann gekk að baðherbergisdyrunum og reif upp hurðina. Kötturinn smaug út milli fóta hans. — Maðurinn yðar er dálítið sér- stakur, ekki satt? — Hann var hér, sagði Klara og gat nú ekki leynt óróa sínum. — Hann hlýtur að vera ... — í einhverju öðru herbergi, sagði maðurinn hæðnislega. — Það er best að þér farið, sagði Klara esp. — Maðurinn minn verður reiður, ef hann hittir yður hér. — Hættið þessu kjaftæði um mann- inn yðar, sagði hann fyrirlitlega. — Mig hræðirðu ekki. Hann gekk nokkur skref í átt til hennar. — Ef þér komið nær öskra ég, sagði Klaraog hopaði. Hann brosti. — Það er tilgangslaust, við erum alein hér. Hann stóð mjög nærri henni og lét augun renna yfir andlit hennar og lík- ama. — Hvað viljið þér? — Ekkert sérstakt, sagði hann tóm- lega. — Skrafa svolítið. — Ég hefi ekki tíma til þess. — O, jú, það hafið þér. Hann rétti fram hendurnar eins og hann ætlaði að taka hana i faðm sér og i skelfingu sinni dró Klara fram hnífinn, en hann sló hann úr hendi hennar með léttu höggi á úlnliðinn. Svo skellihló hann. — Þér eruð ruglaðri en ég hélt, sagði hann rólega. — Farið yðar leið! Hvað viljið þér? Ég hefi enga peninga. — Við höfum nógan tíma bæði tvö, sagði hann jafnrólega og fyrr og virti hana fyrir sér. — Af hverju getum við ekki verið svolítið notaleg hvort við ann- að? Hann sparkaði hnífnum undir rúmið. Svo sló hann höndunum um hana og kyssti hana á hálsinn. Hann lyktaði sterkt og ókunnuglega og skeggbrodd- arnir rifu húð hennar. Hann var hávax- inn og sterklegur og hendur hans héldu henni í stálgreipum. ELFINGIN gagntók hana, í fyrstu var eins og hver taug líkama hennar ar™ væri lömuð, en svo brast hún í óstjórn- legan hlátur. Hún hristist og skalf og gat ekki stöðvað þennan móðursýkislega hlátur. Hann sleppti henni gramur og horfði undrandi á hana. — Hvað er svona skemmtilegt? Svarið! öskraði hann, þegar hún hélt áfram aðhlæja. — Þér ætlið að nauðga mér, er það ekki? En þér hafið kannski ekki hugsað yður að drepa mig? Svarið, ég verð að vita hvað þér viljið? Hann starði lengi á hana, þar sem hún engdist sundur og saman af skelfingu, svo yppti hann öxlum. — Þér eruð algjörlega brjálaðar, sagði hann hörkulega. Og hann snerist á hæli og gekk til dyr- anna. Hann gekk út án þess að snúa sér við. Klara horfði stjörf á eftir honum. Nú, þegar hættan var liðin hjá, var hún næstum vonsvikin. Þegar til kom, hafði hann ekki viljað hana. Hann var ungur og ásjálegur og hafði áreiðanlega áhuga á að gamna sér við kvenfólk. En hana hafði hann ekki viljað. Hann hafði virt hana rannsakandi fyrir sér og sagt: Þér eruð algjörlega brjáluð. Og úr augnaráði hans hafði hún lesið viðbjóð. Ósjálfrátt beygði hún sig niður og tók \ ÞEIR BESTU NOTA ÞAÐ BESTA ELAN skíði í miklu úrvali • TYROLIA ör. bindingar Margar gerðir ""‘""‘■ifc-. ^ ■ Verzlið hagkvæmt Póstsendum Laugavegi 13 Simi 13508 b. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.