Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 29
/kíðQútbúnoður á alla fjölskylduna , INNSBRUCK skióafatnaóur i ^ A glœsilegu úrvali ijrcjMitz^ÁA skidj skidaskór fjölmargar geröir öryggisbindinga frá SALQMOIVI Sportval LAUGAVEGl 116 — Ég skil yður. Þér eruð vanar borgarlífinu, sagði hún. — En nú kemur maðurinn yðar senn og þér fáið félags- skap. Það var skynsamlegt af yður að skreppa hingað í dag. Nú fer ég fram til að búa til matinn, þér látið þara fara vel um yðurámeðan. Þegar Klara var orðin ein, blaðaði hún I blöðunum, sem hún hafði keypt, og sötraði kaffið. Hún fann ilminn leggja frá eldhúsinu og leið vel. Það var notalegt að sitja hér, gott að hafa ein- hvern að tala við. Hún fann hvernig slaknaði á spennunni, sem þjakað hafði hana allan daginn, notaleg værð kom yfir hana. Eftir matinn, sem hún snæddi með konunni og manni hennar, settist Klara aftur við arininn. Hún var södd og ánægð, 011 hræðsla á bak og burt. Hér var heimilisleg hlýja, fólkið skilningsríkt og alúðlegt. Ótti hennar var óraunveru- legur í þessu umhverfi. Framhald í nœsta blaöi. Á HENGI- FLUGSINS BRÚN ; en ekki hver hafði keypt það. Húsið er skemmtilegt, en afskekkt, sérstaklega að ; vetrinum. — Já. Maðurinn minn var með mér, en var svo skyndilega kallaður til Parísar i viðskiptaerindum, sagði Klara. — En hann er væntanlegur aftur I kvöld. Og svo bætti hún við eilítið vand- raeðalega: — Ég er ekki viss um að rétt hafi verið að kaupa húsið. Það er svo af- jSkekkt. — En ætlið þið ekki bara að vera hér i sumarleyfum, greip konan fram I. — Hér er gott að dvelja á sumrin, þér megið trúa því. — En þarna eru engir nágrannar, og svo er það hengiflugið .. . Hvað sem er gæti skeð. 1 dag fékk ég t.d. heimsókn, ókunnugur maður... — Hvaða maður? spurði hún og gat ekki leynt forvitni sinni. — Það var ungur maður, sem var á gönguferð. Hann var þyrstur og neyddi mig til að fara inn með sér og gefa sér vatn. Hann hefði getað, getað ... já, getað hvað sem er ... Hin hallaði sér áköf áfram og sagði: — Hvaðtildæmis? — Hann hefði getað nauðgað mér ... eða drepið mig. — Því skyldi hann gera það? Drepa yður, á ég við. — Það er til fólk, sem fremur glæpi að óyfirlögðu ráði, sagði hún hálfdræmt. Konan horfði orðlaus á hana drykk- langa stund. Hún var greinilega undr- andi. Hún áttaði sig ekki á Klöru. — Eruð þér ekki hræddar við eitt- hvað? spurði Klara æst. — Hrædd? Því skyldi ég vera það? — Ég á við, hvort ekkert skelfi yður. Þorið þér að sofa ein um nætur? — Auðvitað þori ég það. Ég er ekki geðbiluð. Klara dró andann djúpt og reyndi að stillasig. — Ég er ekki heidur geðbiluð, sagði hún lágt. — Ég vil a.m.k. ekki trúa því. En það hendir svo margt dularfullt. .. — Einsoghvað? Klara leit undan. — Ég ligg andvaka og heyri högg og barsmíðar á dyrnar. Það er eins og ein- hver læðist kringum húsið, og ég ímynda mér að einhver sitji um mig ... — Eigið þér við að það sé reimt i húsinu? Klara hló hátt og óeðlilega. — Nei, ég trúi ekki á drauga, sagði hún. — Það er einveran sem ég óttast. Konan var nú vingjarnlegri, hún laut fram og klappaði Klöru bliðlega á hand- legginn. 6. tbl. Vikan Z9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.