Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 39
taka sérstaka stefnu. aðeins til að komast sem lengst I burtu frá því sem hafði gerst. Kannski gerði hún of mikið úr þessu. Kannski var þetta líka henni að kenna. Hvað var það sem hún hafði viljað? Hana hafði langað til að upplifa eitthvað rómantískt og yndislegt I þessari rómantísku borg. Brian var eini vinurinn sem hún hafði átt. En hann var I raun og veru ekki hennar manngerð. Þau höfðu aðeins leitað öryggis hvort hjá öðru. Nú varð hún að vera nógu hciðarleg og ákveðin til að segja Brian sannleikann. Hún átti rétt á meiru en eiginmanni sem allir aðrir væru ánægðir með fyrir hennar hönd. Hún átti rétt á að finna sér eitthvað sem henni sjálfri líkaði. Og hún átti ekki skilið að verða bráð manna á borð við Dennis. Hún var komin að Hyde Park. Hún settist á bekk og horfði á fólkið — börn að leik. vini sem sátu og spjölluðu sáman. Henni leið undarlega að vera svona alein. Hún opnaði töskuna sina og tók upp kortið af borginni. Það var ekki fyrr en á miðvikudagskvöldi. eftir kvöldverð á Rules. að henni hætti að finnast óþægilcgt aö vcra ein á fcrli i borginni. Hún hafði eytt tímanum í að skoða sig um og Rules hafði ekki valdið henni vonbrigðum. Þegar hún yfirgaf veitingahúsið ákvað hún að fara áftur í djassklúbbinn. Hún hafði engar áhyggjur af Dennis lengur. Klúbburinn var fullur af fólki. Celia kom rétt um það bil sem hljómsveitin tók sér hlé. Hún stóð við innganginn þegar hún heyrði rödd segja: „Halló, gaman að sjá þig aftur." Það var trompetleikarinn ungi. ..Manstu eftir mér?" spurði Celia undrandi og dálitið upp með sér. „Þú sast fremst fyrsta kvöldið sem við lékum hér. Ég vona að þér liki músíkin okkar.” „Mér finnst hún mjög góð." „Þeir eru að mestu hættir aö spila opinberlega en eru enn góðir.” „Þú virðist hafa gaman af að spila nteð þeim." „Já. En ég vinn lika frá níu til fimm á daginn og þetta er erfitt.” „Það var leitt að heyra. Ég hélt að það væri eins gaman að spila og hlusta.” „Það er skemmtilegra. En á morgun verð ég að vinna að skýrslu fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá og það er þá sem ég verð i vandræðum með að halda mér vakandi." „Égskil.” „Ég vona að þú sért ekki að bíða eftir neinum hérna?” Celia horfði á fallegt bros hans og blá augun og varð hugsað til Dennis sem hafði hvorugt. Ef til vill var þessi maður aðeins þetur heppnað eintak af flagará en Dennis. „Nei. ég er ekki að bíða eftir neinum.” sagði hún. „Ég heiti Poul Ramsey." Celia kynnti sig og fór uppörvandi að lýsa þvi hvað hún hefði haft gaman af að skoða sig um i London. En svo þurfti hann að fara að spila aftur. allt of fljótt fannst henni. Paul bað hana að hitta sig i næsta hléi. Hún samþykkti það. en fékk svo bakþanka á eftir. Henni féll vel við Poul, en hún þekkti hann ekki> og það gat verið varasamt eins og atvikið með Dennis hafði sýnt. Hún var I klúbbnum. þar til honum var lokað á miðnættið. Hana hafði langað til þess og þar að auki hafði Poul beðið hana um það. 1 hléum sat hún i stólnum hans og þau töluðu saman. Á eftir fóru þau og fengu sér kaffi, héldu áfram að spjalla og gleymdu alveg timanum. Um tvöleytið sá Celia að hann var orðinn syfjulegur og vildi ekki tefja hann lengur af því hann þurfti að vinna daginn eftir. Hann bað hana að koma aftur næsta kvöld. Hann sagði að föstudagskvöldið yrði siðasta kvöldið hjá hljómsveitinni í klúbbnum. Celiu hafði langað til að spyrja hann um það. en ekki látið verða af þvi. Poul sagði henni að hann ætlaði að panta borð á Savoy og bjóða henni til morgunverðar næsta laugardag. Celiu varð hugsað til lestar- miðans sem hún hafði keypt fyrir sunnu daginn. en minntist ekki á hann. Þau gengu hægt heim að hótelinu hennar og kysstust að skilnaði. Kvöldið eftir fóru þau á djassklúbb Ronnie Scotts. Þegar þau höfðu setið þar um stund sagði Poul: „Eigum við ekki frekar að fara á einhvern rólegri stað. Það er allt of mikið um að vera hér.” Þau fóru heim á hótelið hennar og Poul pantaði kaffi. „Ég get ekki haldið mér vakandi ef ég fæ mér eitthvað annað," sagði hann. „Slæmt að við skyldum hittast þegar ég er svoönnum kafinn.” ffr fe.tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.