Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 43
HORFA Á ÞAÐ. Sá tími sem þau áttu að leika sér, þroskast og tala við foreldra sína. Það verður til kynslóð af börnum sem ekki hafa haft ofan fyrir sér sjálf, sem ekki hafa verið virk og þau hafa ekki þróað þá starf- semi sem stuðlar einna mest að þroska barna: EIGIN LEIK. Þetta er mjög hættulegt, álítur Annelise Bom. Börn venjast því að sjónvarpið fóðri þau á efni og þau þurfa ekki sjálf að taka frumkvæði að neinu. Áhrif sjónvarps á börn verða sennilega ekki þekkt fyrr en eftir 10-20 ár. Og það er aðeins hægt að komast að því hvernig sjónvarpskynslóðin þróast ef áhrif sjónvarps eru borin saman við þá vitneskju sem er til um börn að öðru leyti, þroska barna og þær þarfir sem þarf að fullnægja til að þau myndi heilsteyptan persónuleika. vöntun á hæfileikanum til að læra, sem fyrirfinnst hjá ótalmörgum skólabörnum, á sér ef til vill einhverjar orsakir tengdar of- notkun á sjónvarpi. Það er erfitt að segja nokkuð ákveðið til um að hve miklu leyti sjónvarpið hefur áhrif á áhugamál barna á skólaaldri en Annelise Bom heldur þvi ákveðið fram, að það sé rökrænt samhengi á milli þessara tveggja þátta enda þótt það séu ótal mörg önnur atriði sem hafa áhrif á börn. Þreyttir foreldrar nota sjónvarp- ið sem barnapíu — og það er skiljanlegt — en er það hættu- legt? Það eru þeir foreldrar sem eru þreyttastir frá umhverfinu til að þroskast og það er hætta á því að of mikil sjónvarpsáhrif geri börn rugluð í ríminu, hrædd og að þau verði alltaf fyrir áhrifum í staðinn fyrir að fást sjálf við að verða sér úti um áhrif og velja úr hvað þau vilja og vilja ekki. Hvað á fólk að gera? Annelise Bom var spurð að þvi hvort hún gæti gefið fólki einhver góð ráð um sjónvarp og börn. Hún segir að hún vilji ekki ráðleggja fólki að vera án sjónvarps, því hún viti að það væri vonlaust (Hún á sjálf fimm börn og hefur ekki sjónvarp lengur). En hún leggur áherslu á að fólk eigi Fólk er ekki vakandi fyrir því að þegar börn horfa á sjónvarp eru þau hindruð í því að framkvæma annað sem stuðlar að jákvæðri þróun. Það er verið að búa til kynslóð sem mun breyta um persónuleika vegna mikilla afnota af sjónvarpi. Börn borga sjónvarpsgláp háu verði. Það getur verið um að ræða tímabundnar trufl- anir i þróun barna og einnig langtímaáhrif. Vandamál í sambandi við einbeitingu og og sem hafa minnsta orku aflögu sem freistast til að nota sjónvarp sem barnapíu. Og það er ekki auðvelt að segja við slíka foreldra að þeir eigi að haga sér öðruvisi, að sjónvarp sé hættulegt börnum, að foreldrar eigi að sinna börnum sínum meira o.s.frv. Því að ef maður er þreyttur þá er maður þreyttur og getur ekki meira — þrátt fyrir að maður viti að það sé æskilegt. Börn þurfa hinsvegar rólegheit og örvun að velja úr útsendingunum og tala um þær við börnin á eftir. Einnig að fólk eigi að reyna að vera án sjónvarps kvöld og kvöld og gera eitthvað annað í staðinn. Með sameiginlegri reynslu kynnist maður börnum sínum best. Annelise, sem hefur ekki sjónvarp, hefur verið spurð, hvað gerið þið þá á kvöldin? — JÁ, HVAÐ GERIR MAÐUR? 6. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.