Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 48
GLA UMGOSINN „Já, og nú man ég að þú sagðist vera að ganga í hjónaband,” sagði Pen alls ósnortin af umvöndunum hans. „Verður hún reið við þig?” „Ég vona að hún verði svo reið að hún vilji aldrei sjá mig framar,” sagði sir Richard rólega. „Reyndar er það svo þungt á metaskálunum gegn hinu öllu, aðég fyrirgef þér.” „Mér finnst þú vera mjög einkenni- legur maður,” sagði Pen. „Hversvegna baðstu hennar, fyrst þú vildir það ekki?” „Ég gerði það ekki. Síðustu tvo dag- ana er það eina vitleysan sem ég hef ekki gert.” „Jæja, hversvegna ætlaðir þú að gera það?” „Þaðættir þú aðvita.” „En þú ert maður. Enginn getur fengið þig til þess að gera það sem þú vilt ekki gera.” „Það lá nú samt við þvi. Ef þú hefðir ekki dottið niður úr glugganum og beint í hendur minar, þá væri ég liklega að taka við hamingjuóskum frá ættingjum mínum núna.” „Nú, þá finnst mér það ekki rétt af þér að kalla mig hræðilegan krakka. Ég bjargaði þér, þó að ég hefði ekki vitað af því, frá hræðilegum örlögum.” „Það er satt, en ég þurfti ekki björgun í hávaðasömum vagni.” „Það var hluti af ævintýrinu. Þar að auki útskýrði ég fyrir þér hversvegna við þyrftum að ferðast með almennings- vagni. Þú verður að viðurkenna að þetta var allt saman mjög spennandi. Og það sem meira er, þá lentir þú í meira ævin- týri en ég, því þú deildir herbergi með raunverulegum þjófi!" „Satt er það,” sagði sir Richard, mjög hrærður yfir þessu öllu saman. „Og nú sé ég greinilega hús fyrir framan okkur, svo ég býst við að við séum komin til Colerne,” sagði hún sigri hrósandi. Eftir fáein augnablik komust þau að þvi, að hún hafði haft rétt fyrir sér. Þau gengu inn i þorpið og leituðu uppi skikkanlegustu krána. „Jæja, hvaða lygi eigum við að nota núna?” spurði sir Richard. „Hjólið datt undan skiptivagninum okkar,” svaraði Pen strax. „Verður þú aldrei orðlaus?” spurði hann og honum var skemmt. „Ef ég á að segja satt, þá hef ég ekki mikla reynslu I þessu,” svaraði hún al- varlega. „Það myndi engan gruna, trúðu þvi.” „Nei, ég held bara að ég hafi verið fædd til þess "ð verða flækingur,” svaraði hún mjög u arleg. Sagan um brotna hjólið var tekin trú- anleg af veitingamanninum. Ef honum hefur þótt það einkennilegt að ferða- langarnir skyldu hafa yfirgefið þjóðveg- inn til þess að mæta hættum sveitaveg- anna, þá þurfti hann ekki að íhuga það lengi þvi nú fékk hann að vita að þeir væru á leið til Queen Charlton og hefðu ætlað að stytta sér leið. Hann sagði að þeim hefði verið nær að fylgja Bristol veginum til Cold Ashton, en kannski væru þeir ókunnugir á þessum slóðum?” „Einmitt,” sagði sir Richard. „En við erum að fara að heimsækja vini okkar í Queen Charlton og við vildum gjarnan leigja okkur vagn til þess að komast þangað.” Brosið hvarf af andliti veitingamanns- ins þegar hann heyrði þetta og hann hristi höfuðið. Það voru engir vagnar til leigu í Colerne. 1 raun var aðeins einn ferðahæfur vagn þar og það var hans eigin. „Sem ég væri fús að leigja yður, ef ég aðeins hefði mann til þess að senda með yður. En strákamir eru allir við hey- vinnu og ég kemst ekki sjálfur. Kannski járnsmiðurinn geti gert eitthvað við yðar eigin vagn, herra?” „Alveg vonlaust,” sagði sir Richard. Hjólið er alveg ónýtt. Auk þess lét ég fylgdarmann minn riða til Wroxham. Hvað með það, að þér lánuðuð okkur vagninn án þess að nokkur konii með?” „Það er ekkert á móti því, nema það hvernig ég á að fá hann aftur.” „Einn af þjónum sir Jaspers mun aka honum til baka,” sagði Pen. „Þér hafið ekkert aðóttast að þvi leyti.” Eigið þér við sir Jasper Luttrell, herra?” „Já, einmitt. Við erum á leið til hans." Gestgjafinn virtist ruglaður. Hann virtist þekkja sir Jasper vel; hins vegar þekkti hann ekki sir Richard. Hann leit á hann efafullu augnaráði og hristi höfuðið. „Jæja. ef þér viljið ekki leigja vagninn yðar, þá verð ég vist að kaupa hann,” sagði sir Richard. „Kaupa vagninn minn, herra?” sagði veitingamaðurinn undrandi. „Og auðvitað hestinn líka.” bætti sir Richard við og tók fram pyngjuna. Veitingamaðurinn leit á hann. „Ef því er þannig varið, herra, get ég alveg leigt yður vagninn minn. Þegarég hugsa út í það þá þarf ég ekki á honum að halda næstu tvo daga. Munið bara að hvíla gamla hestinn minn, áður en þér sendið hann til baka.” Sir Richard mótmælti þessu í engu og eftir að þeir höfðu komist að góðu sam- komulagi. lýsti veitingamaðurinn því yfir að það væri óskandi að fieiri herra- menn væru eins og sir Richard. Ferða- langarnir þyrftu að biða aðeins meðan hesturinn væri spenntur fyrir vagninn og leiddur fram fyrir krána. 48 Vlkan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.