Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 51
aftur í pyngjuna og stakk henni í vasa sinn. „Við höfum ekkert annað að gera en að biða komu hr. Yarde. „Hver veit? Kannski fáum við hann til þess að gcfa upp eigandann að þessu meni. A meðan — þessi stofa er orðin loftlaus og kvöldið er gott. Eigum við að skoða stjöm- urnar?” „Ég býst við að þér finnist ég frekar dauf í dálkinn,” sagði Pen. „Mjög svo,” sagði sir Richard og augu hans sindruðu. „Ég er ekki hrædd við neitt,” sagði Pen. „Éger aðeinsí uppnámi.” „Það er timasóun, trúðu þvi. Kemur þú?” „Já, en mér finnst að þú hafir sett lif- andi kolamola i vasa þinn. Hvað ef ein- hver óheiðarlegur maður myndi stela því frá þér?” „Þá erum við laus undan ábyrgð. Komdu nú!” Hún fylgdi honum út i hlýja nóttina. Hann virtist hafa gleymt meninu um stundarsakir. Hann benti henni á hin ýmsu stjörnumerki og þar sem hún hélt hendinni um handlegg hans, gengu þau niður götuna, fram hjá óreglulegum smáhýsum og út á veg sem ilmaði af engjalykt. „Ég býst við að ég hafi verið niður- dregin,” sagði Pen. „Heldur þú að þú þurfir endilega að framselja veslings Jimmy?” „Ég vona," sagði sir Richard þurrlega, „að hr. Piers Luttrell sé ákveðinn i skapi.” „Hversvegna?" „Svo að hann geti kannski þurrkað þessa óáreiðanlegu góðmennsku úr huga þér.” „Ég hef að visu ekki séð hann i fimm ár, en það var alltaf ég sem réð því hvað við skyldum gera.” „Það var það sem ég óttaðist. Hvar á hann heima?” „Um það bil tvær milur niður eftir þessum vegi. Heimili mitt er í hinum enda þorpsins. Viltu koma ogsjá það?” „Já, en ekki núna. Við skulum nú snúa við, því að það er kominn hátta- tími.” „Mér kemur ekki dúr á auga." „Ég vona, barnið gott, að þú hafir rangt fyrir þér. 1 rauninni er ég viss um það.” „Og ofan á allt þetta, þá er einhver hræðilegur maður með Piers. Ég veit ekki hvað ég á að gera,” sagði Pen. „Á morgun,” sagði sir Richard sefandi, „munum við huga að þessum vandamálum.” „Á morgun mun Almeria frænka, mjög líklega, hafa fundið mig." Að þessu sögðu komu þau til krárinn- ar. Óbyrgðir gluggarnir vörpuðu glætu á hljóða götuna, flestir þeirra voru opnir til þess að hleypa inn fersku næturloft- inu. 1 þann mund sem þau gengu fram hjá einum þeirra á leið til dyranna. heyrðu þau rödd inni í herberginu Henni til undrunar greip sir Richard í hanalegg Pen og stöðvaði hana. Hún ætlaði aö spyrja hann hvernig á þessu stæði, en hann setti hönd fyrir munn hennar svo húngatekki sagt neitt. Röddin sem kom innan úr húsinu stamaði: „Þú ge-getur ekki farið til C- Crome Hall, það segi ég þér. Það er n- nógu s-slæmt eins og það er. Guð minn g-góður maður, ef einhver sæi mig vera að 1-laumast burtu til þess að hi-hitta þig, myndi hann st-strax fara að gruna eitt- hvað!” Ögn styrkari rödd svaraði: „Kannski mig sé farið að gruna eitthvað líka, ungi vinur. Hver var það sem sveik inn á mig félaga sinum, ha? Ætluðuð þið ekki að svindla á kafteini Trimble? Ekki satt, sætur?” „Bjáninn þinn, þú Iést gabba þig,” sagði stamröddin reiðilega. „Síðan k- kemur þú hi-hingað. Það getur eyðilagt allt saman. É-ég segi þér það að ég þori e-ekki að vera hér lengur. Og komdu ekki til C-Chrome Hall aftur, fiflið þitt. Ég hi-hitti þig á morgun i kjarrinu við ve-veginn. Bölvaður getur ekki hafa farið langt. Af hverju ferð þú ekki ti-til B-Bristol, fyrst hann fór ekki aftur til London? 1 stað þess að k-koma hingað til þess aðmóðgamig.” „Ég að móðga þig. Við alla ágæta!” hrossahlátur fylgdi orðunum og það heyrðist að stól var skellt í gólfið. „Bölvuð sé ósvífni þín! Þú missir allt út úr höndunum á þér og s-siðan kemur þú hr-hrópandi til mín. Þú áttir að sjá um þetta. Ég átti að 1-láta þig um þetta allt saman. Svo þegar þú ert b-búinn að sjá um það, þá ætlast þú ti-til þess að ég geri allt gott aftur.” „Rólegur kunningi, rólegur. Þú ert farinn að gala nokkuð hátt, en ég sá um minn hluta slétt og klárt. Það var maðurinn sem þú varst svo viss um, sem gabbaði mig og það fær mig til þess að setja kvamirnar í gang, heyrirðu það? Það fær mig til þess að hugsa mikið. Kannski þú ættir að hugsa svolítið líka. Og ef þú gengur með þá dillu að Horace Trimble sé einhver græningi, þá er það rangt. Skilurðu?” „Þei, í öllum g-guðs bænum. Þú veist ekki hver getur verið að hlusta. Ég hitti þig á m-morgun, klukkan ellefu, ef ég g- get hrist Luttrell y-yngri af mér. Dyr opnuðust og þeim var skellt aftur. Sir Richard dró Pen í skuggann. Andartaki siðar kom grannur skikkju- klæddur maður út úr kránni og gekk hratt út í myrkrið. Takið á handlegg Pen hélt henni hljóðri, þó hún væri að springa af spenn- ingi. Sir Richard beið þar til fótatakið dó út i fjarska. Þá gekk hann áfram, með hönd Pen i handarkrika sinum, fram hjá glugganum og inn I krána. Það var ekki fyrr en þau voru komin inn I sina eigin stofu að hún leyfði sér að tala, en um leið og dyrnar lokuðust á eftir þeim, hrópaði hún: „Hvað átti þetta að þýða? Hann talaði um Luttrell yngri — heyrðir þú það? Þetta hlýtur að vera maðurinn sem dvelst hjá honum. En hver var hinn maðurinn og um hvað voru þeir að tala?” Sir Richard virtist ekki taka mikið eftir því sem hún sagði. Hann stóð við borðið, hnyklaði brýrnar og beit saman vörunum. Skvndilega leit hann á Pen, en það sem hann sagði var óskiljanlegt. „Auðvitað!” tautaði hann hljóðlega. „Svo þannig er því varið.” „Ó, segðu mér það," bað Pen. „Hvað var það og hversvegna stansaðir þú þegar þú heyrðir manninn sem stamaði BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyðir vel, og er fáanlegt i 4 gerðum. Hver og einn getur fengið shampoo við sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel líka. Heildsölubirgöir. KRISTJÁNSSON HF. Ingóllsstræti 12, simar: 12800 - 14878 6.tbl. Vikan SI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.