Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Dónalegt bréf frá Snjáldru Kæri Póstur! Við vorum að enda við að lesa fremur nýtt tölublað af Vikunni, og þar rákumst við á mjög dónalegt bréf frá einhverju fyrirbæri, sem kallar sig Snjáldru. Hún ber það á okkur, að við höfum víxlað nöfnum meðlima ABBA á þann veg, að við segjum (sem rétt er) að Agnetha og Björn séu gift og Anni-Frid og Benny búi saman. Snjáldra snýr þessu hins vegar við. Eftir þessu bréfi Snjáldru að dæma, höfum við fengið þá hugmynd um hana, að hún sé rugluð á háu stigi. Gerir Snjáldra sér grein fyrir því, að Agnetha og Björn hafa verið gift í tœp sjö ár og eiga saman tvö börn Elínu Lindu og Peter Christian. Anni-Erid og Benny hafa búið saman í átta ár, en giftu sig 7. okt. sl. Ef Snjáldra trúir þessu ekki ennþá, þá viljum við benda henni á bókina um ABBA, sem kom út um jólin 77. Þar fœr hún alla þá vitneskju um hjónabands- mál meðlima ABBA, sém HÚN þarfnast. En hins vegar, ef hún vill afla sér meiri vitneskju um ABBA eftir að hafa lesið „Bókina um A BBA ", þá viljum við benda henni á bókina „ABBA ” eftir Harry Edgington og Peter Himmelstrand, hún er reyndar á ensku, en gefur mjöggreinar- góðar upplýsingar umþau. Að lokum viljum við afsaka það sem við skrifuðum um heimili Anni-Frid og Benny, en þau búa á Sundingö, en ekki í Gamla Stan, eins og við sögðum. Og svo að lokum, getur þú sagt okkur, hvað konan hans Björg\>ins Halldórs- sonar heitir? Virðingarfyllst. 51995 og 52504 P.S. Fyrirfram þökk fyrir birtinguna! Svo mörg voru þau orð frá 51995 og 52504. Hinn poppfróði Póstur ætlar alls ekki að blanda sér í deilu ykkar og Snjáldru, en þeirri síðarnefndu er að sjálfsögðu boðið rúm í dálkinum fyrir svarbréf. Ó-o, nei Pósturinn veit ekkert um hjóna- bandsmál Björgvins Halldórs- sonar! — Ertu að reyna að tæla mig, Magnús? Við rífumst alltaf Kæri Póstur! Ég er í hrœðilegum vanda núna. Það er nefnUega þannig, að við vinkona mín getum varla talast við, án þess að byrja að rífast. Við erum búnar að vera vinkonur í 7 ár, og á öllum þeim tíma höfum við aldrei rifist eins mikið og síðustu 3-4 mánuði. Við höfum alltaf verið eins og tvíburar, en nú erum við alltaf að rífast. Hvorug okkar er langrækin, svo þegar við hittumst þá er alltaf allt í himnalagi. En ég er að verða vitlaus á því að vera alltaf að rífast og sættast. Tilefnin eru mjög mismunandi, t.d. segir önnur okkar kannski, að hin haf ekki komið eins og hún haf lofað, og þá finnst henni þetta vera svona en hinni hitt. Þetta virðist voðalega heimskulegt, en þetta er alvarlegt mál. Fjölskyldan mín segir t.d„ að lykti langar leiðir af mér fýlan. Ég vona bara, elsku póstur minn, að þú gefir mér eitthvert gott ráð, en segir ekki eins og mamma, að þetta sé bara aldurinn (vinkona mín er 14 ára, en ég 13). Með von um birtingu og svar. Ein, sem vill ekki tapa bestu vinkonu sinni fyrir fullt | og allt. Er ég kynköld? Kæri Póstur! Mig langar að leita ráða hjá þér í sambandi við vandamál, sem ég á við að glíma. Þannig er að ég er trúlofuð strák, sem ég hef verið með síðan ég var 14 ára (ég er 17, hann 21). Fljótlega eftir að við byrjuðum að vera saman höfðum við líkamlegt samband, sem gekk vel þar tilfyrir rúmu ári, þá fór ég að missa áhugann. Þetta veldur mér miklum áhyggjum, því mér þykir mjög vænt um piltinn og ég held að hann sé orðinn hálfpirraður á þessu áhugaleysi, þó hann láti ekki á því bera. Getur verið að ég sé það, sem kallað er að vera kynköld, og er þá hægt að gera eitthvað við því? Ég vona að þú svarir þessu bréfi oggefir mér einhverjar ráðleggingar. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Kolka Þetta er nokkuð algengt vandamál hjá stúlkum, sem byrja mjög ungar fast samband. Ástæður geta verið fjölmargar og samverkandi, en varla þó óyfirstíganlegar. Pósturinn telur nokkuð vist að þú hafir tekið pilluna til þess að forðast getnað og sé það rétt getur það verið stærsta orsökin fyrir þessu. Pillan er talin geta valdið tímabundnum kynkulda hjá konum svo þú ættir að taka þér góða hvíld og reyna þá eitthvað annað í hennar stað. Einnig geta þarna verið einhverjar sálrænar orsakir, þér hafi ef til vill verið um megn það sálræna álag, sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja, þegar þú hefur ekki verið nema fjórtán ára og því vafasamt að þú hafir verið búin að ná þeim andlega þroska, sem til langvarandi sambands þarf. Þegar fólk almennt talar um kynkulda er ekki átt við sambærilegt vandamál og þú átt við að glíma, því það er ósennilegt að þetta ástand hjá þér vari til langframa. Ræddu þetta af hreinskilni við vin þinn og þið ættuð að geta hjálpað hvort öðru í leit að viðunandi lausn. Þar sem þú býrð úti á landi er fremur eritt fyrir þig að ná tali af sérfræðingi í kvensjúkdómum, sem reyndar væri rétti aðilinn að snúa sér til í þessu máli. Gerðu þér samt grein fyrir að Pósturinn hefur enga undralausn á þessu, og allar tilraunir til úrbóta taka tals- verðan tíma, svo nú reynir á þolinmæðina hjá ykkur báðum. 62 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.