Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 7
Hin barða eiginkona leidd út f sjúkrabilinn. ótrúlega stuttum tíma komnir til hjálpar, ef við lendum í óviðráðanlegum vandræðum. Við erum líka alltaf tveir og tveir saman á eftirlitsferðum. í rólegri hverfum er farið að senda menn út eina, en það væri fráleit hugmynd í Bronx. — Óeinkennisklæddir lögreglumenn gegna og miklu hlutverki hér í Bronx. Þeir hafa náð mjög góðum árangri, sérstaklega í sambandi við eiturlyfjasölu. Þeir blanda sér á meðal eiturlyfjaneytenda og eiturlyfja- sala, í ýmsum dulargervum, svo ókleift er að þekkja þá sem lögreglumenn. — Fyrir stuttu tókst að uppræta heilan hring eiturlyfjasala fyrir dugnað þessara manna. Við höfðum vitað af honum í tæp þrjú ár, en aldrei tekist að hafa hendur í hári höfuðpauranna. — Hvergi í heiminum er réttur einstaklingsins jafnvirtur og hér í Bandaríkjunum. Þó kaldhæðnislegt sé, er það einmitt þessi staðreynd, sem gerir okkur lögreglumönnunum afar erfitt um vik í sambandi við upprætingu glæpastarfsemi. Við verðum t.d. að fara mjög varlega við húsrannsóknir og handtökur, svo að þær séu „löglegar,” jafnvel þó við vitum, að viðkomandi sé stórhættulegur glæpa- maður. Jólin eru samt ekki hér Er við komum á lögreglustöðina, er þar fyrir stór hópur ættingja til að endurheimta telpuna týndu. Móðirin grætur af gleði, því í Bronx er mun líklegra að sjá barn sitt aldrei framar, ef það á annað borð hverfur, að minnsta kosti ekki lifandi. En i þetta skipti fær sagan góðan endi, eins og jólasögur eiga að gera. Lögregluþjónn kemur inn með tvær konur í togi. Þær eiga að gista fangaklefa lögreglunnar á jólanótt; önnur fyrir likamsárás á aðra konu, hin fyrir það hið elsta starf konunnar. Á hvorugri er nokkur svipbrigði að sjá. Dyrunum er aftur hrundið upp, og inn stormar umfangsmikil, miðaldra kona. — Ég er að leita að jólunum, segir hún. — Ég hélt kannski, að ég fyndi þau hérna. En hún finnur ekki jólin, þrátt fyrir jóla- skreytingar á stöðinni. Hún ákveður þvi að taka málið í sínar hendur og skemmtir okkur með söng og tilþrifamiklum dansi. Lögreglumaður færir henni kaffibolla. — Hún er gamall kunningi, segir Ray. — Hún býr hérna i nágrenninu og lítur inn á hverju kvöldi, siðan eftirlætisbarnum hennar var lokað. Hún gerir engu mein — nema kannski sjálfri sér. Konan þagnar allt í einu í miðju lagi. — Ég er búin að tala við hundinn minn í 12 ár, segir hún. — og svei mér ef ég er ekki orðin leið á því. Það er ekki hægt að búast við að hann hafi alltaf jafnmikið að segja. Ástir samlyndra hjóna Nú þarf að sinna vandamáli, sem kollegar þeirra Williams og Rays á Islandi fara heldur ekki varhluta af í starfi sínu: Heimiliserjum. Miðað við húsakost í Bronx er stóra, brúna múrsteinshúsið, sem við staðnæmumst við, alls ekki svo óþokkalegt. Forvitnir nágrannar hafa safnast saman við útidyrnar og vísa lögreglunni til vegar. Við göngum til stofu í íbúð á fjórðu hæð. Á gólfinu liggur ung konar. Hún er í síðri skyrtu einni fata. Önnur föt liggja á tvístri um gólfið. Andlit hennar er mjög mikið skaddað, og yfir henni krýpur eldri kona. Hún er grátandi. Öðru hverju þurrkar hún blóðið framan úr slösuðu konunni. Við nánari athugun komumst við að því, að þarna býr fimm manna fjölskylda, ung hjón og eldri hjón ásamt dóttur, á að giska 14 ára. Þau eldri eru foreldrar unga mannsins, og það er eiginkona hans, sem liggur á gólfinu. — Hún datt bara, segir tengdafaðirinn. — Hún datt bara svona illa. Allir eru í miklu uppnámi nema telpan. Hún er með krullupinna í hárinu og fylgist áhugasöm með framvindu mála. — Þessu halda þeir allir fram, segir Ray við blaðamann. — Jafnvel þó að augljóst sé, að eigin- maðurinn hafí misþyrmt henni. — Hún verður að komast á sjúkrahús, segir William við unga manninn, sem hingað til hefur gengið um gólf, með tárin í augunum og án þess að leggja nokkuð til mála. Nú upphefjast miklar samræður milli móður og sonar, því ef farið er með konuna á sjúkrahús komast þau ekki hjá því að gefa einhverja skýrslu. — Ég skil vel, að þú skyldir missa stjórn á tilfinningum þínum, segir móðirin. — Það eru takmörk fyrir því, sem fólk getur þolað. En hún verður að komast á spítala, jafnvel þó það kosti þig klandur. Hún klæðir hina slösuðu tengdadóttur í fötin. Það verður að styðja hana, því hún getur ekki staðið á fótunum. Sjúkrabifreið kemur á vettvang, og sjúkraliðar gera að verstu sárunum, áður en hún er leidd út í bílinn. Heimilið er alls ekki sóðalegt. Þó bera nokkrar tómar áfengisflöskur því vitni, að drykkja hefur farið fram. Og hvergi sjást leifar eftir jólamat. Aðeins nokkrar hálf- tómar niðursuðudósir á eldhúsborðinu. Hvað gerst hefur í raun og veru kemst aldrei á lögregluskýrslu. — Þær kæra aldrei, segir Ray. Átta á keðju Við erum öll fremur döpur í bragði á leiðinni niður á stöð. — Það var ekki mikill jólaandi á þessu heimili, segir William. — Það eru einmitt svona mál, sem snerta okkur mest, bætir hann við. — Það er miklu auðveldara að vera tilfinningalaus, ef í hlut eiga harðsvíraðir glæpamenn. , — He loves her, yea, yea, yea. She loves him, yea, yea, yea, raular Ray fyrir munni sér. Við fáum okkur kaffi, og ég opna kassa með jólakexi, sem ég hafði haft með mér til hátíðarbrigða. Við erum einmitt nýbyrjuð að gæða okkur á kexinu, þegar komið er inn með átta náunga, alla hlekkjaða við sömu keðjuna. Eiginlega minna þeir helst á barnaheimilisbörn á skemmtigöngu með fóstru sinni. Nema hvað þeir eru allir hand- járnaðir og töluvert eldri en gera má ráð fyrir með barnaheimilisbörn. — Það er verið að koma með þá til gistingar frá öðrum stöðvum, útskýrir William og fer til að aðstoða við „bókunina” á þeim. 7. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.