Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 17
er, er hún alíslensk. Mun hún þannig tilkomin að þeir P.L. Mogensen lyfsali og fyrsti forstjóri Áfengisverslunarinnar, og arftaki hans, Guðbrandur Magnússon, hafi prófað sig áfram með ýmsar uppskriftir og smakkað drjúgan, þangað til þeir duttu niður á þetta sérstaka bragð, sem landslýður til sjávar og sveita þekkir undir nafninu Brennivín. Þetta mun hafa verið um 1935, og síðan hefur mikið af blöndunni runnið ofan í íslenska munna, og mun gera um ókomna framtíð. En á Stuðlahálsi eru blandaðar fleiri tegundir en Brennivín. Heiðurinn af þeim mörgu blöndum sem bæst hafa við á undanförnum árum á pólskur doktor sem starfar við Polmos víngerðarhúsin í Póllandi. Það fyrirtæki framleiðir m.a. teð fræga pólska vodka sem mikið er drukkið hérlendis. Mun sá dtykkúT einnig vera runninn undan rifjum þessa manns. íslenskar blöndur doktorsins munu þykja góðar að mati sérfræðinga, þótt landinn kaupi alltaf meira af útlendu merkjunum. Heyrst hefur að þær íslensku séu eitthvað rammari en hinar, og því ekki eins vandað- ar, en það stafar eingöngu af styrktarmis- mun, íslensku blöndurnar eru nefnilega 5% sterkari en þær útlendu. T.d. þykir íslenskur Genever sérstaklega góður, auk þess sem hann er 100 kr. ódýrari en brennivínið, en sú staðreynd mun vera fáum ljós vegna auglýsingabanns sem er á vínföngum hérlendis. Vélvæðing er orðin töluverð í þessari íslensku vínblöndun, en fyrir 1970 var þó mest gert i höndunum, alveg frá 1935. Þá var blandan hrærð með handafli, og mannshendur skrúfuðu tappana á. En nýjar aðferðir hafa ekki þýtt nýtt bragð. Brennivínið er alltaf sjálfu sér líkt. Það er aðallega verðið sem breytist. Þegar fyrsta íslenska brennivínsflaskan var sett á markaðinn, kostaði hún 7 krónur og viskí- sjússinn á Borginni 1 krónu. Þótt þetta sé allt gott og blessað, er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á hina hroðalega ósmekklegu merkimiða sem límdir eru á þessa annars svo ágætu framleiðslu. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði eru þeir nær allir fyrir neðan allar hellur. Flestir þeirra munu vera teiknaðir af eiganda prentsmiðjunnar sem prentar þá. Sá mun vera Jakob Hafstein sem getið hefur sér orð fyrir að mála myndir af heiðargæsum. En allt um það, — látum myndirnar ljúka þessari sögu... EJ í þessar tunnur er sett nýtt brennivín, og eftir érs geymslu er það oröið að þvi sem nefnt er „Gamalt brennivln". Fyrir framan tunnurnar situr blandarinn. Fyrir 1970 var hrasrt I blöndunum með handafli og til þess notaður þessi - spaði. Nú hefur risahrærivélin leyst hann af hólmi. 7. tbl. Vlkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.