Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 22
— Nú, já, þetta er kannski ekkert einkennilegt. Að vísu fullvissaði læknir- inn mig um að þú værir á batavegi, en það er varla að búast við fullkomnu jafn- vægi strax. Hann stóð upp með erfiðismunum eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu á honum og hélt áfram máli sínu með hárri röddu: — Getur þú munað hve langur tími leið frá því, að þú sást köttinn og þar til þú uppgötvaðir mjólkurskálina i eldhús- inu? Klara settist og horfði framfyrir sig með uppgjafarsvip. — Nei, það get ég ekki. En það geta hafa verið nokkrar mínútur. — Þú heldur að það hafi verið nokkrar minútur. En það gæti allt eins hafa liðið ein klukkustund. Þú gætir hafa sofnað í millitíðinni. Auðvitað hefur þú sjálf hellt upp mjólkinni án þess að muna það. En ég fullvissa þig um, að þú þarft engan kvíðboga að bera fyrir heilsunni. Þú þarft bara meiri hvíld og umönnun. Þetta lagast allt, trúðu mér. — Þú heldur að ég sé ennþá veik? — Það er eina skýringin. En nú hefi ég tækifæri til að taka mér frí og við getum verið hér og notið næðis. Annars verðum við að hafa samband við lækn- inn þinn og sjá hvað honum þykir ráð- legt. Treystu mér, Klara, og allt mun ganga vel. NN hallaði sér fram og klappaði henni á handlegginn. — Klara mín, gætir þú ekki gefið mér eitthvað i svanginn? Ég er glorsoltinn. Klara stóð hægt á fætur. Tárin leit- uðu fram í augnakrókana meðan hún gekk fram I eldhúsið. En svo sneri hún sérskyndilega við. — En André, sagði hún, — ég get sannað að ég er ekki geðbiluð. — Éghefiekkisagtaðsvosé. — En ég sé það I augum þinum, að þú heldur það. Vertu nú góður og hlust- aðu á mig. Þegar ég kom heim frá þorpinu I dag var kötturinn horfinn. Ég vissi að hann hlyti að vera innandyra og loksins fann ég hann. Á baðinu eins og ég var búin að segja. Hengdur I Ijósa- leiðslunni. Þú heldur þó ekki að ég hafi sjálf hengt köttinn og gleymt því siðan? André stóð upp. — Nei, það dettur mér ekki til hugar. Við skulum bara líta eftir á baðinu. — Já. Klara stóð þétt á bak við hann, þegar hann opnaði hurðina. Hún herti sig upp og ætlaði að horfa á köttinn án þess að blikna néblána. André kveikti Ijósið og sneri sér strax við og sagði hæðnislega: — Var það ekki hér, sem átti að hanga köttur? Hann vék til hliðar og Klara sá inn. Leiðslan sem hékk niður úr loftinu endaði ósköp sakleysislega við hvitt postulínsljósið og þar var engan kött að sjá ... Hún stóð steini lostin og kom ekki Á HENGI- FLUGSINS BRÚN upp nokkru orði. André tók í hana og sneri henni hranalega að sér. — Klara, þú verður að átta þig. Þarna er enginn köttur. Þetta er allt saman heilaspuni. En nú skaltu ekki hugsa meira um þennan kött. Hann er uppspuni frá rótum, heyrir þú það. Klara titraði og horfði á liann örvingl- uð. — Ég er viss um að þetta er ekki mitt hugarfóstur. Ég veit að kötturinn var hér, ég er fullkomlega með sjálfri mér. — Já, já. Við skulum bara segja það. sagði André þolinmóður og settist í stól- inn við gluggann. — En ég er hræddur um að við komumst ekki að neinni niðurstöðu í þessu máli. Reyndar bendir flest til þess, að þú hafir ímyndað þér þetta ailt saman. ARA horfði ráðvillt framhjá honum út um gluggann og út í myrkrið fyrir utan. Það virtist enn jafn ógnvekj- andi, þó var André hér. En á einhvern hátt stóð henni beygur af honum. Hann reyndi að sannfæra hana um að atburðir þeir, sem svo mjög höfðu skelft hana, væru hreinn tilbúningur og hvergi til nema í sjúkum huga hennar. En hún var heilbrigð. Loks sagði hún og horfði dapurlega á hann: — Þú hefðir ekki átt að láta mig vera eina á þessum afskekkta stað. André stóð upp og strauk henni létt yfir hárið og sagði: — Reyndu nú að sjá hlutina í réttu Ijósi, Klara. Þú mátt ekki bara treysta á aðra og kenna öðrum um hvernig fer. Þú hefur verið veik og ég hef þurft að sýna þér mikla tillitssemi, en þú verður að reyna eitthvað sjálf til að verða hraust. Það er ekkert hér i húsinu eða umhverfi þess, sem kemur þér úr jafn- vægi. Þetta kemur að innan, Klara. Frá þérsjálfri. — En ég verð frisk um leið og ég kemst héðan, sagði Klara lágum rómi. Hann horfði á hana hugsi langa stund. Svo kinkaði hann kolli og sagði: — Allt í lagi, ef þú heldur það. þá . . . Ég stóð bara í þeirri meiningu að hér myndi okkur liða vel. Klara brosti dauft. — Já.já.sagði hún, — égveit það. — Hvernig væri nú að þú tækir til matinn. Hún strauk hárið frá enninu og gekk fram í eldhúsið. — Já, égskalhraðamérmeðmatinn, sagði hún. — Ég þykist vita að þú sért orðinn matarþurfi. Meðan Klara var að taka til matinn reyndi hún að sannfæra sjálfa sig um að nú yrði allt í lagi. Hún þyrfti ekki að vera hrædd lengur. Hún hlaut að hafa haft martröð. Kötturinn hafði aldrei verið þarna. Allt var bara Ijótur draumur. André kallaði innan að: — Á ég að leggja á borðið? Um leið mundi hún eftir bréfinu. Það lá ennþá á borðinu undir töskunni hans. Klara hraðaði sér inn og sagði snöggt: — Nei, ég skai gera það. — Ég get þó hjálpað þér, sagði hann og tók í töskuna. En Klara reif hana af honum og henti henni á rúmið. Þögnin sem fylgdi var þrúgandi. André teygði höndina hægt fram og tók bréfið. Hann las það fyrst hratt fyrir, en svo aftur hægar. Svo lagði hann það frá sér á borðið og horfði á Klöru. Andlit hans var gjörsamlega svipbrigðalaust. — Jæja, svo þú hafðir hugsað þér að fara þína leið? Klara starði á hann án þess að svara. Hann sagði ískaldri röddu: —- Þú ætlaðir þér að fara frá mér? Er frekt að spyrja hvers vegna? Klara hélt áfram að stara á hann án þess að mæla. — Þú getur þó að minnsta kosti svarað, sagði hann hastur og óþolin- móður. Klara vætti varirnar og reyndi að finna orð. — Ég veit ekki, byrjaði hún. — Ég var svo hrædd . .. Ég þorði ekki að vera stundinni lengur í húsinu .. . — Og svo fannst þér rétti timinn kominn, þegar ég var á leið hingað? sagði hann með sama ískalda rómnum. — Þetta hljómar ekki líklega, min kæra. Heldur þú að ég láti mér nægja þessa skýringu? — Ég hélt ekki lengur út að vera hér ein, endurtók Klara angistarlega. — Þú verður að trúa mér. Hann tók bréfið upp aftur og sagði: — En því skrifar þú: „Ég verð að fara og sný ekki aftur”? Það hlýtur að þýða, að þú hafir hugsað þér að fara fyrir fullt ogallt. ARA horfði niður fyrir fætur sér. — Égveitekki, tautaðihún. — En það skiptir máli, sagði hann reiðilega. — Það er ekki hægt að skrifa kveðjubréf eins og þetta, eftir tiu ára hjónaband og fara sína leið, án frekari útskýringa. Ég er viss um, að ef ég opna töskuna, sem þarna stendur, þá get ég séð, að þú hefur sett niður allt þitt dót. Þú skrifar kveðjubréf og lætur ofan I ferðatösku. Það eina sem ég bið um, er að þú segir mér hvers vegna þú vilt fara frá mér. — Ég get ekki sagt þér það, André. Ég er alltof þreytt og ráðvillt eftir það sem skeð hefur... — Þú verður að reyna, sagði hann stíft. — Þú skuldar mér skýringu og ég gefst ekki upp fyrr en ég fæ hana. Klara fól andlitið I höndum sér og hrópaði: — Hættu að kvelja mig. Þú veist að ég hefi verið sjúk. — Þú getur ekki alltaf afsakað þig með sjúkleika, sagði hann alvarlegur. — Þó að það komi sér vel fyrir þig. Og meðal annarra orða. Þú ættir ekki að taka of bókstaflega það sem ég hefi sagt. — Hvað áttu við? — Jú, ég á við það, sagði hann og settist við borðið, að þegar ég kom gð þér svona spenntri og hræddri, þá var eðlilegt að ég reyndi að finna lík- lega skýringu á öllu, sem þú taldir að hefði gerst. — Ég skil ekki enn hvað þú meinar. Trúir þú ekki á þínareigin útskýringar? — Mestu máli skipti að róa þig, sagði hann. — En það er ekki þar með sagt, að ég trúi öllu sem ég sagði. — Þú heldur með öðrum orðum, að það sem ég sagði hafi verið satt? — Hvað heldur þú sjálf? — Ég veit þaðekki. Hún strauk sér yfir ennið og horfði á hann hjálparvana. — Segðu mér nú hversvegna þú kýst að fara frá mér, sagði hann hörkulega. — Ég hefi sagt það. — Nei, það hefur þú ekki. Þú reynir að komast hjá því að segja sannleikann, en ég tek það ekki gilt. Þvi viltu yfirgefa mig? — Ég er búin að svara. Ég hugsaði ekki af viti. Og ég fór ekki. Ef þú hefðir ekki komið svona fljótt, hefði ég rifið bréfið í tætlur og þú hefðir aldrei fengið að sjá það. André gekk til dyranna löngum skrefum. — Allt i lagi, þú skalt fá það sem þú vilt. — Hvert ertu að fara? hrópaði Klara forviða. — Þú þarft ekki að kalla, sagði hann kuldalega. — Ég ætla bara að sækja vindlingaútibil. — Kemurðu aftur? Hann svaraði ekki, yppti bara öxlum og fór út. Klara vöðlaði bréfið saman og kastaði því frá sér. Svo gekk hún eins og í leiðslu fram í eldhús, lokaði fyrir gasið og gekk aftur inn. Hún settist á rúm- stokkinn og beið. Hún átti von á að heyra vélarhljóð bílsins. Myndi André fara núna án þess að tala frekar við hana? Hvað átti hún að gera, ef hún yrði aftur ein? Hurðin opnaðist og hann stóð á þröskuldinum. Hann hafði vindlinga- pakkann í annarri hendinni og svartan poka I hinni. Hann lokaði hurðinni með fætinum og kastaði pokanum á rúmið. Eða því sem hún i fyrstu hafði talið svartan poka! Hann benti á flikkið og sagði rólega: — Þú hafðir rétt fyrir þér. Það var reyndar köttur hér að þvælast. Og hann er dauður — kyrktur. Klara rauk upp og hopaði, hún starði steinilostin á hræið. Svo sneri hún sér að André, sem var i mestu rólegheitum að klæða sig úr jakkanum. — Hvarfannstuhann?hrópaðihún. Framhald í næsta blaði. 2Z Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.