Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 26
HÖFUM VIÐ UFAD ÁDUR? í síðasta þætti mínum rifjaði ég það upp hvernig læknirinn, dr. Elisabeth Ktibler- Ross, hefði talið sig sannfærast gjörsamlega um líf að þessu loknu með því að yfirheyra um 150 manns, sem orðið höfðu fyrir þeim undrum að vera af læknum talin látin, en sneru engu að síður aftur til lífsins og gátu greint frá því, að annað líf tæki við af þessu, og höfðu þannig losnað við óttann við dauðann fyrir fullt og allt. Þá greindi ég frá sálrænni konu, sem tilheyrir þeim hópi ófreskra, sem ferðast geta inná önnur tilverusvið að vild sinni. Eins og ykkur, góðir lesendur, er kunnugt, þá hafa verið skrifaðar bækur um það, hvort líf sé að þessu loknu, i þúsunda- tali, og hafa íslendingar ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Hitt er aftur á móti sjaldnar rætt, hvort við höfum lifað áður en við fæddumst í þennan heim. Ég ætla nú lítillega að gera þetta að umtalsefni í dag. Og við skulum byrja á grunni sem ekki verður um deilt. Við erum hér á jörðinni, og göngum gegnum ýmiss konar reynslu ásamt milljónum annarra. Við fæðumst í þessi skilyrði hjá einhverri þjóð og í sérstaka fjöl- skyldu. Og að því er við best getum séð, ráðum við engu um það. Við skulum þá fyrst líta á hina sorglegu hlið lífsins, því hún vekur hugsandi manni miklu fleiri efasemdir og vandamál en bjartari hliðin. Við vitum öll að börn fæðast í heiminn við hin ólíkustu skilyrði. Sum hafa heilbrigða og hrausta líkama, eru vel gefin, dugleg, áhugasöm og fjörug, og geta jafnvel með auknum þroska orðið merkilegir hugsuðir. Öðrum eru blinda, heyrnarleysi, sjúkdómar og greindarleysi frá upphafi fjötur um fót. Sum fæðast í umhverfi sem býður þeim ást og öryggi, hvatningu, menningu og áhuga á fögrum hlutum, annarra býður spilling og ljótleikur, þeim er að engu sinnt, eða þau jafnvel beitt hrotta- legri grimmd af sjálfum foreldrum þeirra. Sumra bíða tækifærin við dyrnar til þess að bjóða þau velkomin, hjá öðrum ganga tækifærin framhjá, éða knýja of seint að dyrum. Er þetta allt saman hreinni tilviljun undirorpið? Eða hefur Guð lagt á ráðin um þetta? Sé hvorugt hægt að fallst á, hvaða skýringar eigum við þá að gripa til, sem hefur í sér fólgna sæmilega vissu þess, að endanlega ríki réttlæti í tilverunni? Sé Guð góður, réttlátur og kærleiksríkur, þá blasir mikið vandamál við þeim sem trúir því, að sérhver sál sem fæðist i heiminn sé ný sköpun Guðs. Það er ekki minnsta vafa undirorpið, að þær kringum- stæður sem sumar sálir fæðast i, útiloka rétta þroskamöguleika í þessu lífi. í sumum tilfellum er likaminn vesæll bústaður. Og hvað um hálfvitann og aðra andlega vanskapaða vesalinga? í öðrum tilfellum hlýtur umhverfi þar sem ríkir ótti, grimmd og ruddaskapur að hafa eyðileggjandi áhrif, UNDARLEG ATVIK XVI ÆVAR R. KVARAN áður en persónuleiki barnsins fær veitt nokkurt viðnám. Getur trúaður maður ímyndað sér að Guð geti aðhafst eitthvað, sem hver einasta sæmilega gerð manneskja myndi gera allt í sínu valdi til að hindra? Ef við hins vegar höfnum því, að sérhver sál sé ný sköpun Guðs, þurfum við ekki að gera ráð fyrir, að tilviljun eða óheppni sé skýringin á hinum feiknalega ójöfnuði við fæðingu. Við getum litið á málið frá sjónar- miði lögmálsins um orsök og afleiðingu og sagt, að allur þessi ójöfnuður í aðstæðum við fæðingu og bernsku sé afleiðing fyrri orsaka. En þareð þær orsakir eru engan veginn augljósar í þessu lífi, þá leiðir þetta eðlilega af sér, að gera verður ráð fyrir fyrri tilveru sálarinnar. Þá er hægt að segja, að við séum afkvæmi og afleiðing fortíðar okkar, að núverandi aðstæður stafi af öflum, sem vakin hafi verið í fyrri tilveru. Eða að maðurinn sé í raun og sannleika sinnar eigin gæfu smiður. Það er reyndar furðulegt, að við hér á Vesturlöndum föllumst skilyrðislaust á lögmál orsaka og afleiðinga á sviðum vísinda, en virðumst treg til þess að viður- kenna áhrif þeirra á öðrum mikilvægum sviðum. Og þó er þetta snar þáttur i siða- lögmáli allra hinna miklu trúarbragða: „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og upp skera.” Hér er engan veginn um endurgjald eða refsingu að ræða. heldur einungis óhjákvæmilega afleiðingu, sem jafnt á við um illt og gott. Hvergi er þetta betur sýnt né greinilegar en í bók sálfræðingsins dr. Gina Cerminara, sem gerði bók úr þeim þáttum dásvefns-fyrirlestra Edgars Cayces, sem fjalla um lögmál orsaka og afleiðinga á mannlífið. Bókin hlaut á ensku nafnið Many Mansons, en í íslenskri þýðingu minni Svo sem maðurinn sáir. í þessari fróðlegu bók er hvers konar mótlæti fólks rakið til ýmissa verka í fyrri lífum. Sýnir hún glögglega sannleik máltækisins „Hver er sinnar gæfu smiður.” Þá er enn eitt sem styður líkurnar til þess, að sál mannsins hafi átt sér tilveru áður en hún fæðist í þennan heim. En það er hinn feiknamikli mismunur andlegra afreka, sem alls staðar blasa við okkur. Það er hyldýpisgjá milli kosta og hæfileika bestu manna sem við þekkjum og hinna verstu, milli helga mannsins og vitringsins annars vegar og hins úrkynjaða úrhraks á hinn bóginn. Þetta bil er svo gifurlegt, að margir lita svo á, að ekki sé hægt að útskýra það, að slikur seinþroski eða slíkar framfarir geti átt sér stað á venjulegu sjötíu ára æviskeiði. Það má jafnvel líkja slíku við mismuninn á frumstæðum og þroskuðum lífsformum, eins og þau birtast okkur í náttúrunni. Þetta virðist fremur benda til ólíkra andlegra þróunarskeiða, sem hafi átt sér langan aldur. En nú skulum við líta á þetta frá enn öðrum sjónarhól. Ég geri ráð fyrir að flest ykkar hafi einhvern tíma orðið vör við það með hve undarlega misjöfnum hætti fólk verkar á mann, þegar maður kynnist því eða bara sér það í fyrsta sinn. í flestum tilfellum eru þessi áhrif ekki sérlega sterk, hvorki í jákvæða átt né neikvæða. En svo einn góðan veðurdag sér maður eða kynnist allt í einu persónu, sem verkar afarsterkt á mann, ýmist aðlaðandi eða fráhrindandi. Edgar Cayce sagði að slíkt stafaði af því, að viðkomandi persóna hafi haft einhver samskipti við viðkomandi í fyrra lifí, annað hvort til góðs eða ills. Með öðrum orðum, þá skapast oft mjög áberandi vinátta eða andúð í samskiptum okkar og virðist ekki 26 Vlkan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.