Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 29
ÁFENGIS-OG TQBAKSVERZLUN rikisins CHABLIS MlS CN BOUTEIILCS PAR THORIN VINS FINS néoociant.cuviur - f - 7is?o PONTANEVAUX §idtolJlíltcítoit ©rand Uin dc Bourgógnc mss( BmierpiRn i scJím - wva ,ltí Dp* B2URGOCj LE P I AT DE iACON -VI RÉ APPELLATIO! BOUBCOCNE CONTBOLÉE CHAILLI5 RÉCOLTE cotcaus hourjuijnuni *ont lu< r\evit ilc terrc caillouU pice k Lt culturr Je< l*l#ni»j, Icuk partir. . tout k fait in cleir, tr>< • urnoinrn/ lr OtAilIii. NOÍAttt V«»i*VX.NtGOaAKT.iuv|i;» A ItÁUNI, COT*.O'O*, ftANCC ÁFENGIS 00 Í0BAKSVER2LUN RÍKISINS CHABLIS 1977 2.500 kr. *tig. BICHOT SELECTION 2.050 kr. 6 »tlfl. Góð kaup. POUILLY- FUISSÉ 3.100 kr. •tifl. Vond kaup. PIAT DE MACON-VIRÉ 2.300 kr. ■tig. CHAILLIS 1972 2.650 kr. stig. Ódrykkjarhœft. 1 gæðaprófun Vikunnar á hvítvínum frá Búrgund reyndist röðin töluvert önnur en ætla mætti af virðipgarstiga hins opinbera. Bestu kaupin -reyndust vera í almennu Búrgundarvíni, sem er ódýrast í Ríkinu, en vond kaup reyndust í fínu nafni, sem er eitt dýrasta hvítvínið i Ríkinu. Chablis reyndist best Hæstu einkunn hlaut Chablis, af árgangi 1977, frá Thorin. Það hlaut 7 stig. En þetta er lika fremur dýrt vin, kostar 2.500 krónur flaskan. Vínið var þurrt, hafði aðlaðandi ilm Chardonnay- berja og hentar vel með fiskréttum, einkum skelfiski. Það gaf samt enga hugmynd um, hversu góð sum Chablis-vín, Grand Cru og Premier Cru, geta verið. Sjálfsagt er fyrir lslendinga erlendis að prófa slik vin, því áð þpu eru vanmetin um þessar mundir og eru þvi á tiltölulega lágu verði. Vínrækt er mjög erfið í Chablis. Þar er töluverð frosthætta. Lengi var samdráttur í ræktuninni og verðið eins hátt og á Montrachet-hvítvíni. Nú hefur úðun akra dregið úr frosthættu, ræktunin hefur aukist og verðið fallið. Ódýrasta vínið stóð sig Næsthæstu einkunn í gæðaprófun Vikunnar á hvítum Búrgundarvínum hlaut Bichol Selection, almennt Búrgundarvín án árgangs úr Chardonnay-berjum frá Bichot. Þetta vín reyndist svo sem ekkert sérstakt, en það var hreinlegt og gallalaust og kostar alténd ekki nema 2.050 krónur flaskan. Það fékk 6 stig í einkunn og þann úrskurð, að i því væru góðkaup. Þetta Bichot-vín er ágætt dæmi um hversdagvín, eins og þau eiga að vera, þægilegur og áreitnislaus drykkur, sem fær þig ekki til að fitja upp á trýnið. Slík vin ætti Rikið að selja á 1.500-1.700 krónur, eins og það selur nú ýmis misheppnuð vín, sem eru ekkert ódýrari í innkaupi. ... en dýrasta ekki Þriðja í röðinni í gæðaprófun Vikunn- ar var Pouiiiy Fuisse, án árgangs frá Bouchard Ainé. Það fékk 5 í einkunn, sem er of lágt miðað við frægan uppruna og hátt verð, 3.100 krónur. Með hliðsjón af verðinu mega teljast vond kaup í þessu víni. Ekkert sérstakt var athugavert við þetta vín, en það var lika ósköp hvers- dagslegt. Samt er það frá þeim hluta Macon, þar sem vínrækt er talin best. Vítiberið fer.Chardonnay eins og í öðrum hvítvínum Búrgundar í Ríkinu. Annar kunnur hluti Macon-héraðs er Macon-Viré. Þaðan kemur vinið Piai de Macon-Viré, án árgangs, frá Piat. Á efri flöskumiðanum er gefið i skyn, að vínið sé frá 1976, en við nánari athugun smáa letursins kemur i ljós, að þetta ár fékk fyrirtækið einhver verðlaun. Þetta vín, sem kostar 2.300 krónur í Ríkinu, fékk 4 í einkunn. Þetta er eitt af mörgum loftbóluvínum Ríkisins, sem lykta eins og sódavatn og eru á bragðið eins og sódavatn. Greinilega efnafræði- legt gutl. Menn geta alveg eins bruggað sjálfir. Enn eitt fórnardýr vítahringsins Lestina rak Chaiilis, almennt Búrgundarvin af árgangi 1972 frá Vernaux. Þetta var verulega vont vín, sem fékk 1 i einkunn. Það hafði einfald- lega látist úr hárri elli, enda var nályktin stæk. Þetta vín átti eitt sameiginlegt með öðru vondu víni, sem fjallað hefur verið um í greinum þessum, að límið undir flöskumiðanum stóðst allar tilraunir til að námiðanum af. Kannski var þetta vín einu sinni gott. Það hefur bara dagað upp í geymslum Rikisins. Engum dettur í hug að kaupa það. Samt er því haldið inni á verðskrá og verður verra með hverju árinu. Þessi vítahringur er algengur í Ríkinu, eins og áður hefur verið bent á í greina- flokkinum. í held mætti ráðleggja höfuðsmönn- um Ríkisins að halda Chablis-víninu og Bichot-víninu á verðskránni, fá betra Pouilly-Fuisse vín og bæta við góðu klassavíni frá Chablis og Beaune- hlíðum. Með slikum hætti væri með óbreyttum fjölda hvítvína frá Búrgund hægt að halda uppi sæmilegri fjölbreytni slíkra vína á hinum litla íslenska markaði. Jónas Kristjánsson t næstu Viku: Ýmis frönsk hvítvín 7* tbl. Vlkan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.