Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 35
Ljósið yfir hringnum: t eitt skiptið lá hann marflatur á bakinu og starði upp í mig. Það var bara hvítt í augunum, þau sáu ekkert. Áhorfendur: Látt’ann hafa það. Niður með hann. Láttu hausinn á honum vera, sláðu í kviðinn á honum, það líkar honum ekki. Svona já. Og svo einn til — og einn til. Svona. Þetta ætti að duga honum. Lítill kassi með sagi i einu horninu: Eitt skiptið datt hann nálægt mér og höfuð hans var alveg upp við. mig. Hann horfði á mig og sagði: Ó, ég verð að standa upp aftur. Ég verð að komast í gegnum þetta. Umboðsmaður hans: Nei, það var ekkert að honum. Það sagði hann mér eftir leikinn. „Það er ekkert að mér, hr. Levy. Láttu mig fá peningana mína, ég verð að koma mér heim.” Svo ég lét hann hafa 40 dali, hans hluta, og hann hypjaði sig. Það var ekkert að honum, Ef hann hefði verið eitthvað slappur, þá hefði hann ekki verið nískur á að taka sér bíl heim. íþróttafréttaritari: Sammy Pellegrino vann William Thompson í átta umferðum. Negrinn lá átta sinnum og var talinn út. Maður fer að halda, að Sammy Pellegrino dugi ekki til annars en slást við byrjendur. Gangstéttarhella á horni Lenox Avenue og 139. strætis: Hann féll fram yfir sig og lá með andlitið á mér. Hann sagði: „Ég get ekki gengið lengra. Ég get ekki staðið upp.” Síðan lá hann kyrr. Lögregluþjónninn á vakt, Moyniham: Já, fyrst hélt ég, að hann væri fullur, en svo sneri ég honum við og sá andlitið á honum. Hann sagði: „Ekki berja mig meira. Ég get ekki staðið upp." Þá náði ég í sjúkrabíl. Aðstoöarlæknirinn: Ég sá strax, að hann myndi ekki hafa það af. Það var nánast bruðl að klæða hann úr og eyða hreinu rúmi á hann. Blaðamaöurinn: Halló, mér er sagt, að hnefaleika- maður hafi verið lagður inn hjá ykkur — nú, niggari? Einmitt það. Takk. Hvað hét lögregluþjónninn, sem fann hann? Takk. Hjúkrunarkonan: Hann spurði mig, hvað hefði komið fyrir. Ég vissi það ekki. Svo spurði hann mig, hvort honum hefði tekist það. Ég skildi ekki, hvað hann átti við. Svo sagðist hann sennilega geta staðið upp aftur, en væri illa farinn. Ég reyndi að róa hann. Svo spurði hann, hversu mikla peninga hann væri með á sér. Ég sagði honum það, og hann sagði, að konan hans ætti að fá þá. Læknirinn gaf honum morfínsprautu, en sagði, að það þjónaði engum tilgangi að sauma augað á honum eða gera neitt. Ég reyndi.að lina þjáningar hans eftir bestu getu. Umsjónarmaðurinn: Já, frú, keppninni lauk fyrir um tveim tímum síðan. Er maðurinn yðar ekki kominn heim enn? Nei, frú, það vitum við ekki. Nei, frú, Pellegrino vann. Nei, frú, hann var talinn út. Næturvakt spitalans: Heyrðu, hann þarna á 28 er víst búinn að vera. Við ættum að kalla á lækninn. Koddinn á slysadeildinni, Jesú-Hjarta spitalanum: Hann velti sér við og gróf andlit sitt í mér. Hann bað bæn. Hún var svona: „Ó, guð minn, ó heilagi faðir, leyfðu mér að koma til þín. Leyfðu mér að ganga i friði með þér. Ég get ekki meira.” Svo sagði hann ekki meira. Drottinn guð hans: Eitt af börnum mínum er komið til mín- Endir Lingua phone tungumálanámskeid á hljómplötum og kassettum LINGUAPHONE tungumálanámskeiö fást á eftirtöldum stöóum: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bókabúó Máls og menningar Hljóófærahús Reykjavikur Bókabúó Keflavikur — Haraldar Níelssonar, Akranesi — Jónasar Tómassonar, ísafirói Tónabúóin Akureyri Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík Nú er rétti tíminn til þess ad auka málakunnáttuna LINGUAPHONE-umboóió Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. WIAÐIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 7.tbl. Vlkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.