Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 39
Nautin breyttust í svertingja_______________________ Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða draum fyrir mig. Hann var á þessa leið: Ég var stödd úti á bryggju og var að bíða eftir strák (sem ég er í alvörunni hrifin af). Við vorum að fara á bal! og var þetta seint á laugardagskvöldi. Ég var búin að bíða langi, þegar strákur sem við getum kallað Z kom labbandi eftir bryggjunni (hann er gamall vinur minnj.Þá sé ég hvar X kemur, og dettur hann allt í einu milli báts og bryggju. Við Z náðum honum upp, en hann var þá dáinn. Við Z urðum svolítið hrædd og ákváðum að labba í burtu. Þá vorum við allt í einu komin að stóru túni, og voru þar margar beljur og naut, sem voru alveg að detta I sundur af hor. Við vorum á leiðinni inn í girðinguna, þegar mér finnst einhver grípa í okkur og hlaupa burt með okkur. Þá breyttust nautin í svertingja en beljurnar hurfu. Okkur var hent inn í einhverja hlöðu, og þá sáum við að maðurinn sem hafði tekið okkur var krypplingur í engum fötum, fyrir utan slitinn stráhatt, sem hann var með á hausnum og perlufesti sem var vafin um mittið. Allir svertingjarnir voru komnir inn, en krypplingurinn bar þá út á tún aftur. Við notuðum þá tœkifœrið og skriðum út um lítið gat á hlöðunni. Krypplingurinn elti okkur, en náði okkur ekki, og það næsta sem ég vissi var, að við vorum komin á ballið. Og þá var Z allt í einu orðin X! Við það vaknaðiég. Joakim von And. Þessi draumur er aðvörun til þín um að ef þú hafir ekki betri taum á imyndunaraflinu geti illa farið. Einnig eru þarna tákn um nokkur fjárhags- vandræði og óvenju erfitt árferði. Bátur sem hvolfír Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi að ég sat við gluggann í herberginu mínu og horfði yfir höfnina. / höfninni var stór hvítur bátur. Allt í einu hvolfir bátnum og ég sé mennina úr honum fjóta í sjónum. Ég varð hrædd og ætlaði cð fara að sækja hjálp. Þegar ég er að fara út verður mér litið í spegil, og sé ég þá, að tennurnar I mér eru allar kolsvartar og svo byrja þær að detta úr. Ég hugsaði ekki meira um það heldur flýtti mér niður í forstofu og fer að klæða mig í úlpu, það gengur heldur Mig dreymdi illa, því hárið á mér þvælist svo fyrir. (Ég er með stutt hár, en í draumnum var ég komin með mikið sítt hár.) Þegar ég kem út er allt hulið blárri móðu svo ég sé ekkert hvert ég er að fara. Þegar ég er búin að ganga stutta stund, hitti ég strák og segi honum frá mönnunum I sjónum. Hann leiðir mig niður að sjó og við ákveðum að hjálpa þeim, en þegar þangað kemur flnnum við þá hvergi. Við syndum aftur í land og þá er komið glaða sólskin. Við göngum upp ífljall og liggjum þar og látum sólina þurrka okkur og ég man að mér leið mjög vel. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. KM Líklega verður þú að ganga í gegnum mikla erfiðleika innan skamms, sem þér finnst á stundum að engin lausn sé á. En þú kemst yfir þetta eftir því sem tímar líða og verður bæði reynslunni ríkari og stendur einnig betur að vígi að flestu öðru leyti, þegar öll kurl koma til grafar. Akstur, hundar og vatn Kæri draumráðandi! Mig dreymdi drauma fyrir nokkru sem mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig. Sá fyrri er svona. Ég var að aka rútu með manninum mínum, það voru tvö stýri á henni, og sat ég við annað en maðurinn minn við hitt. Börnin okkar voru fyrir aftan okkur. Allt I einu fer maðurinn minn út og hverfur og ég átti í mestu vandræðum með að stýra rútunni með báðum stýrunum í einu. En mér tókst það með æflngunni og gífurlegri einbeitingu. Þá var allt í einu kominn í bílinn gamall vinur minn og sat hann aftur I bílnum, hjá börnunum. Mér fannst hann vera að passa krakkana fyrir mig, en hann var mjög hlýr og undirgeflnn og vildi allt fyrir mig gera. Jörðin var frosin og öll lögð svelli, og mér fannst ég líta í spegilinn. Þá sé ég tvo hunda koma hlaupandi á eftir bílnum, það lagaði blóð úr fótunum á þeim og þeir voru illa til reika. Annar var svartur en hinn hvítur. Ég stoppaði bílinn og tók þá upp í, og breyttist þá svarti hundurinn í strák, u.þ.b. 4 ára gamlan, dökkan yflr/itum, en sá Ijósi breyttist í stúlku 2-3 ára gamla. Drengurinn var frekar baldinn og erfiður og mér fannst vinur minn hafa nóg að gera við að passa börnin. Ég ók áfram og kom að smábrekku niður í móti og olli það mér erflðleik- um að stýra bílnum. En ég hægði ferðina og fór þetta rólega. Framundan blasti við grösugur dalur og sólskin. Síðan fór ég heim, og var þá maðurinn minn kominn þangað. Hann kallaði á mig, og þegar ég spurði hvað hann vildi, hellti hann úrflska- búri yflr mig, óvart þó, og fannst mér það allt í lagi. Seinni draumurinn er svona. Ég var stödd í þorpi og voru allar götur þaktar vatni, frekar djúpu. Ég var að hoppa þarna á milli þurru blettanna og vöknaði í fæturna við og við. Mér fannst fólkið á staðnum agalega ruglað og aumingjalegt yflr öllu þessu vatni og hver reyndi að bjarga sér eins og hann best gat. Ég fór inn í hús hér og þar og var að leita að einhverju, sem ég man ekki hvað var. Þegar ég kem á einn staðinn, sé ég foreldra vinar míns, sem ég talaði um í fyrri draumnum. Þau sátu í rólegheitum og var allt þurrt í kringum þau. Égsettist niður hjá þeim og spjallaði um stund, en hélt síðan áfram. Jæja, þá er ég búin. Ég vona að þú getir ráðið eitthvað úrþessu kæri draumráðandi. Takk fyrir birtinguna ef af henni verður. Ein dreymin Þarna er nokkuð sterkur fyrirboði um að illa geti farið ef öll reglusemi og varfærni er látin lönd og leið. Þú getur átt von á einhverjum persónulegum erfiðleikum, bæði í samskiptum við manninn þinn og aðra, sem þér eru kærir. Farðu þér hægt og reyndu að hugsa allar gjörðir af skynsemi og festu, því sennilega kemst þú í gegnum þetta allt án aðstoðar annarra, ef viljinn er fyrir hendi. Veikindi setja að líkindum mark sitt á ákveðið tímabil, en það er aðeins tímabundið ástand. Gættu þess vandlega að láta ekki augnabliksáhrif ráða ferðinni, því ella getur farið verr en þú hyggur í fyrstu 7. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.