Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 41
málið, og þú kemst að því, að auðvitað er þetta alveg hárrétt. Gróft brauð í staðinn fyrir hvítt, grænmeti og ávexti í staðinn fyrir sælgæti. Ost, mjólk, magurt kjöt og mikið af fiski. Ég þarf víst áreiðanlega ekki að telja upp það, sem þú ættir að láta vera að borða, sjálfsagt eru margir búnir að því. Mitt ráð er, að þú gætir hófs í sælgætisáti, því alveg er ómögulegt að banna það með öllu, og öllum finnst okkur gott að smakka t.d. súkkulaði, bananastengur, rjómatoffí, kókósbollur og allt þetta nammi namm, sem fáanlegt er. Reyndu bara að borða minna af því en þú ert vön, og sannaðu til, bólurnar minnka fyrr en varir, (ég trúi þér fyrir því, að þessa dagana er ég alveg" óð í hrís með súkkulaðihjúpi, en ég er nú eins og þú getur kannski ímyndað þér löngu komin yfir bólualdurinn). Þvoðu hár þitt oft Það er ekki rétt, sem margir halda, að hárið verði feitara af að vera þvegið oft. Núna erui á markaðnum mjög góð hárþvottaefní,^em þér er óhætt að nota, þegar þurfa þykir. Mundu bara að skola hárið vandlega. Dálítið edik eða sítrónusafi í síðasta skolvatnið frískar hárið. Ef hár þitt er þurrt og endamir klofnir, skaltu láta klippa endana, og hárið hefir gott af olíupakkningu, þ.e. þú nuddar olívuolíu inn í hársvörðinn og vefur volgu handklæði utan um hárið. Hafðu oliuna í hárinu i um klukkutíma og þvoðu það siðan vandlega. Eggjarauða hrærð út í volgu vatni er líka ágætur hárkúr og kostar ekki mikið. Skolaðu vel, en hafðu vatnið ekki of heitt, því þá stífnar eggjarauðan, og erfitt verður að ná henni úr. Prófaöu andlitsmaska Það er gaman að reyna andlitsmaska einstaka sinnum. Það verkar hreinsandi og róandi á húðina. Þú skalt leggj- ast niður og slappa af við Ef húðin er óhrein, bólótt, er áríðandi að velja alveg ilmlaus efni. Margar tegundir eru til af „make-up”, gerð sér- staklega fyrir „vandræðahúð”, ef svo mætti nefna hana. Einnig getur þú fengið húðlitað stifti, sem hentar vel til að fela með einstakar bólur og ójöfnur í húðinni. Láttu svo ekki hugfallast, þó húðin sé ekki fullkomin, hún á eftir að jafna sig með árunum, og allflestir losna algjörlega við bólurnar. Borðaðu hollan mat Þú hefur sjálfsagt heyrt þetta oft og mörgum sinnum og ert kannski hundleið á því. En hugsaðu dálítið nánar um Hreinsaðu og hugsaðu vel um andlits- húðina Ef þú ert byrjuð að nota „make-up”, jafnvel þó örlitið sé, er afar nauðsynlegt að hreinsa andlitið vel á kvöldin með hreinsikremi. Til þess getur þú fengið margar tegundir og góðar, og þurfa ekki þær dýrustu að vera bestar fyrir þig. Einnig í þessu atriði getur snyrtifræðing- ur aðstoðað þig langbest. Make-up fyrir óhreina húð Vel snyrtar neglur Einu sinni í viku þarfnast neglumar sérstakrar snyrtingar. Mótaðu fyrst neglurnar með naglaþjöl. Láttu svo fingurna liggja í volgu sápuvatni í nokkrar minútur. Þerraðu fingurna og smyrðu naglaböndin með feitu kremi eða sérstöku naglabandakremi (fæst í snyrtivöruverslunum), og ýttu þeim upp með trépinna. Lakkir þú neglurnar, þvoðu þær vel áður og þerraðu. Best er, ef góð vinkona þín getur snyrt þínar neglur og þú þá hennar, þegar þörf er. Fegrunarbað Er nokkuð eins gott og virkilega gott bað með ilmandi baðolíum. Það eru til margar góðar tegundir af ilmefnum í bað, og þær eru ekki mjög dýrar. Láttu fara vel um þig og hafðu nægan tíma, þegar þú ferð i virkilegt ilmbað. Gleymdu ekki að halda fótunum mjúkum, þar sem húðin þar getur oft orðið hörð. uppáhaldsmúsíkina þlna. Láttu bómull, vætta t heitu vatni eða kamillutei, á augnlokin vá meðan maskinn er á. Maskann getur þú sjálf búið til úr eggja- rauðu, hrærðri í dálitlum rjóma og hunangi, ef húðin er þurr, en sé hún feit, er betra að nota eggjahvítu, sem þeytt er með sitrónusafa. Að sjálfsögðu eru til tilbúnir maskar í snyrtivöruverslunum, en sért þú að spara, eru eggjamaskarnir ágætir. Láttu maskann vera á húðinni í 10 mínútur og þvoðu hann siðan af með volgu vatni. Gufubað fyrir andlitið Svörtu nabbamir, sem oft koma á nef og höku, skaltu láta vera kyrra, en ekki reyna að kreista þá út. í staðinn er betra að fara í andlitsgufubað, en það útbýrðu þannig: Þú sýður vatn og hellir þvi í fat með nokkrum pokum af kamillute (fæst i apótekum). Þú leggur handklæði yfir höfuðið og vatnsfatið og gætir þess, að gufan sleppi ekki út. Að 5-10 mínútum liðnum hefir gufan mýkt húðina og þá er auðvelt að þrýsta svörtu nöbbunum út. Á eftir er gott að strjúka yfir húðina með bómull, sem dýft hefir verið í andlitsvatn (fæst í snyrtivöruverslun- um). 7. tbl. Vikan 4<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.