Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 46
GLAUMGOSINN Rétt þegar hann var að missa meðvitund, losnaði um takið og rödd, sem hann var farinn að hata, sagði mjúklega: „Þetta voru þín mistök, herra Yarde.” ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham er ungur og eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt að vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæði systur hans og móður tals- verðum áhyggjum, og nú hefur George ákveðið að láta að óskum þeirra og kvænast Melissu Brandon, sem er göfugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvöldið áður en hann hyggst bera upp formlegt bónorð við föður Melissu, veitir hann drykkjuhneigð sinni ríkulega útrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fyrr til en hann stendur með unga stúlku, dulbúna sem pilt, í fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógeðfelldum ráðahag. Hann ákveður að fara með henni til þess að veita henni vernd. á flóttanum. Almcnningsvagninn, sem þau ferðast með, veltur og þau fara fótgangandi til næsta þorps. Á flóttanum lenda þau i ýmsum óþægindum vegna misindismannanna, herra Yarde og kafteins Trimble, sem hafa tekið demantadjásn lafði Brandon ófrjálsri hendi. Við það nutu þeir aðstoðar sonar hennar, sem er fremur óyndislegur og stamandi ungur maður. Hann reyndi árangurslaust að losa takið og vissi það gegnum þrýstinginn sem var fyrir eyrum hans, þenslu æð- anna og sársaukann fyrir gagnaugunum, að hann hafði gert mistök. Þessar hendur sem voru að kæfa hann til- heyrðu ekki neinum unglingi. Rétt þegar hann var að missa meðvit- und, losnaði um takið og rödd sem hann var farinn að hata sagði mjúklega: „Þetta voru þín mistök, hr. Yarde.” Hann fann að hann var hristur og síðan sleppt. Þar sem hann var of magn- þrota til þess að hjálpa sjálfum sér, þá féll hann á gólfið, lá þar og gaf frá sér undarlegar stunur þegar hann reyndi að ná andanum aftur. Þegar hann var bú- inn að ná sér nóg til þess að rísa upp við olnboga var sir Richard búinn að kasta af sér ábreiðunni og stökk fram á gólfið. Hann var klæddur í skyrtu og hnébuxur, eins og þokukennd augu hr. Yarde sáu, þegar sir Richard var búinn að kveikja á kertinu við rúmið. Sir Richard lagði frá sér eldfærin og leit niður á hr. Yarde. Sjón Jimmys skýrðist; hann sá að varir sir Richards höfðu sett upp fyrirlitningarbros. Hann byrjaði að nudda á sér hálsinn, sem var mjög sár, og beið þess að sir Richard hæfi máls. „Ég varaði þig við því að ég svæfi mjög laust,” sagði sir Richard. Jimmy leit á hann illilegu augnaráði, en svaraði engu. „Stattu upp,” sagði sir Richard. „Þér megið sitja á þessum stól, hr. Yarde, því að nú skulum við tala hreinskilnislega saman.” Jimmy stóð upp. Hann leit í áttina til gluggans og sá að hann myndi verða stöðvaður áður en hann næði þangað. Hann settist og strauk handarbakinu yfir ennið. „Við skulum ekki misskilja hvor annan," sagði sir Richard. „Þér komuð hingað til þess að finna demantsháls- men, sem þér földuð i yfirhöfn frænda míns í morgun. Það er þrennt sem að ég get gert við yður. Ég get framselt yður i hendur laganna.” „Þér getið ekki sannað að ég hafi komið hingað til þess að ná hálsmeninu, herra minn,” muldraði Jimmy. „Þér haldið þaö ekki? Við sjáum til. Ef að lögreglumaðurinn brygðist en ég held að honum yrði það sönn ánægja að taka yður i sína vörzlu þá hugsa ég að maður að nafni Trimble — ah, Horace Trimble, ef að ég man rétt, yrði jafnvel enn ánægðari með að fá yður.” Það virtist gera Jimmy mjög órólegan að heyra þetta nafn nefnt. „Ég þekki hann ekki. Ég hef aldrei heyrt á slíkan gárunga minnst.” „O, jú, ég held það nú,” sagði sir Richard. „Ég hef ekki gert yður neitt illt, herra minn, né heldur hef ég ætlað að gera neitt slíkt. Ég get sagt yður alveg eins og er.” „Þér þurfið þess ekki. Ég trúi yður.” Það birti yfir Jimmy. „Fjandakornið, ef að ég sagði ekki alltaf að þér væruð besti náungi. Þér færuð ekki að vera vondur við gárungsgrey.” „Það veltur allt á — hérna — gárungsgreyinu. Sem að kemur mér til að minnast á þriðja möguleikann sem að ég mætti nota. Ég sagði mætti, hr. Yarde. Ég gæti leyft yður að fara.” Jimmy tók andköf, kyngdi og muldraði rámri röddu: „Talað af þeim ágæta aðalsmanni sem að þér eruð, herra minn.” „Segið mér það sem ég vil fá að vita, og ég mun leyfa yður að fara,” sagði sir Richard. Varúðin sást í augum Jimmys. „Sleppa burtu, ha? Guð blessi yður, það er ekkert sem að ég get frætt yður um.” „Það væri kannski betra ef að ég léti yður vita það að ég er meðvitandi um það að þér hafið verið i félagi við hr. HoraceTrimble.” „Kaftein Trimble," leiðrétti Jimmy. „Það efast ég um. Hann er — hérna — gárunginn sem þér töluðuð um í gærkvöldi.” „Ég neita því ekki.” „Ennfremur,” sagði sir Richard, „þá unnuð þið báðir fyrir ungan herramann sem stamar ofurlitið. Ah, fyrir hr. Brandon, ef að ég á að vera nákvæmur.” Jimmy skipti litum. „Hættið nú alveg,” urraði hann. „Þér eruð of klár fyrir mig. Fjárinn hafi það, ekki veit ég hvað þér eruð að fara.” „Það kemur þér heldur ekkert við. Hugsið um það, hr. Yarde. Viljið þér verða framseldur til kafteins Trimble, eða viljið þér komast út um gluggann?” Jimmy sat smástund og nuddaði á sér hálsinn um leið og hann leit skáhallt á sir Rixhard. „Til fjandans með alla gárungana,” sagði hann að lokum. „Ég skal rekja úr sjálfum mér garnirnar. Ég er enginn stigamaður. Það er ekki mitt eðli. Ég er bara flakkari. Kannski hef ég ekki verið alltaf sem heiðarlegastur, en ég hef aldrei lagst út í rán, þar til þessi fíni mann sem að þér jtekkið, freistaði mín. Og ég vildi óska þess að það hefði aldrei orðið. Mér var lofað fimmtiu gull- peningum, en svo fæ ég ekkert! Hann er MARGFALDUR SIGURVEGARI! SIMCA 1508 er bíllinn sem farið hefur sigurför allt frá því að hann var kjörinn bíll ársins 1976 og varð fyrstur í næturrallinu í okt. 1977. Þetta er bíllinn sem vandlátir bifreiðakaupendur vilja eignast. Fimm dyra framhjóladrifinn fjölskyldubíll. ö Ifökull hf. Ármúla 36 - 84366 Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454. 46 Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.