Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 47
árans hrappur, þessi fíni mann. Fari það i kolsvart ef að ég vinn nokkurn tima með slíkum aftur. Hann er vondur, herra minn, þér getið veðjað yðar síðasta áþað. „Ég veit það, haldið áfram.” „Það var gömul hefðarkona að fara til Bath, skiljið þér? Jeremías, það var móðir hans! Slikt líkar mér ekki, en það var ekki mitt mál. Ég og kafteinn Trimble stöðvuðum vagninn við Calne, eða þar nálægt. Menið var í felustað á bakvið eitt sætið. Og þvilík sæti, þau voru öll gerð úr rauðu silki!” „Hr. Brandon vissi um þennan felustað og sagði yður frá honum?” „Guð blessi yður, herra minn. Hann tók engan þátt í þessu. Við áttum að hrifsa menið og síðan að píla okkur frá, skiljið þér?” „Ekki alveg.” „Hlaupa eins hratt og við gátum. Ég er ekki hlynntur ofbeldi á neinn hátt, né heldur náunginn sem að stamar. En kafteinn Trimble leysti frá byssunni og einn af fylgdarmönnunum særðist. Meðan að kafteinninn hélt fylgdarsvein- unum frá með byssunum, fór ég að vagninum, opnaði dyrnar og fann þar tvær hefðarfrúr, sem að veinuðu svo að það heyrðist um alla sveitina. Ég tók ekkert nema menið, skiljið þér? Ég er friðsemdar maður og þetta er ekki mitt eðli. Mér líkar þetta ekki. Við píluðum af stað og kafteinninn rak byssuna sína i magann á mér og bað mig að láta sig hafa menið. Nú ég gerði það. Ég er friðsemdarmaður. Ég er ekki hlynntur ofbeldi. Nú, þá áttum við að afhenda gimsteinana þessum unga glæpon, sem að heldur til hér hjá einhverjum reglu- legum græningja sem að hann kynntist í Oxford. Allt er gott þá! En ég er kænn, sjáið til. Ég óttaðist að sjá það að ég hafði verið að vinna með svikulum félaga og ef að hann kæmist burtu með steinana, sem að mig grunar að hann geri, myndi hinn ungi félagi minn ekki borga mér neitt. Ég rændi piltinn. Bristol er rétti staðurinn fyrir mig, hugsa ég með mér, og ég tek sama vagn og þér og frændi yðar eruð í. Þegar að þessi lög- reglumaður kom, datt mér I hug að væri verið að leita að mér, svo að ég læt aðra um flutningana fyrir mig.” „Þér létuð menið í vasa frænda míns?” „Einmitt, herra minn. Enginn lögga myndi gruna ungan pilt eins og hann, hugsaði ég með mér. En hann og þér rukuð svo burtu án minnar vitundar, og ég kom hingað. Oh, ég vissi að þér væruð klár náungi. Svo ég tékkaði á staðnum, skiljið þér?” „Nei.” „Athuga húsið,” sagði Jimmy óþolin- móður. Ég sá stráksa einmitt i þessum glugga. Ég hefði átt að muna að þér væruð klár náungi, herra minn.” „Það hefðuð þér svo sannarlega átt að gera. Hvað um það, þér hafið sagt mér það sem að ég vildi vita, og nú er yður frjálst að — hérna — píla af stað.” „Talað af sönnum hefðarmanni, eins og þér eruð,” sagði Jimmy ánægður. „Ég er farinn! Og engin illindi.” Það tók hann ekki langan tíma að klifra út um gluggann. Hann veifaði til sir Richards ánægður og frjáls, og var brátt horfinn sjónum. FRAMHALDS- SAGA eftir Georgette Heyer Þýð.: Emil Kristjánsson 7. HLUTI Sir Richard háttaði sig og fór í rúmið. Þjónninn sem kom með bláu kápuna hans og stígvélin næsta morgun, var hissa á því að hann skyldi hafa skipt um herbergi við frænda sinn.En hann tók það sem gilda ástæðu að honum hefði ekki líkað hitt herbergið og yppti öxlum. Hann vissi að fyrirfólkið var fullt af duttlungum og kenjum. Sir Richard virti fyrir sér í gegnum einglyrnið, kápuna sem hann hafði sent niður til þess að láta pressa og sagðist vera viss um að hinn óþekkti pressari hefði gert sitt besta. Því næst leit hann á stigvélin og andvarpaði. En þegar hann var spurður hvort eitthverju væri ábóta- vant, sagði hann: „Nei, það var ekkert, það er stundum gott að færa sig úr menningunni.” Stígvélin voru skinandi svört án nokkurs bletts, ryks eða skíts. Sir Richard hristi höfuðið raunamæddur á svip og andvarpaði aftur. Hann saknaði herbergisþjónsins síns, hans Biddle, sem þekkti leyndarmálið um það hvernig ætti að bursta stígvél svo að maður gæti speglaðsig í þeim. En hver sem ekki þekkti til lista- mannsins Biddle, fannst útliti sir Richards ekkert ábótavant, nema síður væri, þegar hann gekk niður stigann. Það var ekki einn einasti blettur á blárri kápunni, bindið hans hefði jafnvel dregið athyglina frá sjálfum hr. Brummel og hárið hafði verið greitt i listræna óreglu sem þekkt var undir nafninu vindgreiðslan. Þegar hann gekk fyrir beygju í stigan- um, heyrði hann að ungfrú Creed átti vinsamleg oröaskipti við einhvern ókunnugan. Sir Richard þekkti viðkomandi strax á röddinni og þrátt fyrir stírurnar i augunum gat hann vel séð hverskonar maður kafteinn Trimble var. Sir Richard gekk niður neðstu þrepin með fögrum hreyfingum og truflaði saklaus orðaskipti ungfrú Creed með því að segja í umvöndunartón: „Drengur minn, ég vildi að þú talaðir ekki við ókunnuga. Það er mjög leiður ávani. Ég bið þig að hætta því.” Pen varð stóreygð af undrun. Það flaug að henni að hún hefði aldrei vitað að verndari hennar gæti verið svona hrokafullur, svo ófyrirgefanlega stoltur. Kafteinn Trimble sneri sér við. Hann var þrekinn maður, myndarlegur á stór- gerðan hátt og hafði mjög áberandi fata- smekk. Hann sagði glaðlega: „Oh, mér er sama þó að pilturinn tali við mig.” Sir Richard náði í einglyrnið sitt og lyfti því upp. Það var sagt meðal fyrir- fólksins að þau tvö hættulegustu vopn gegn hverskonar mótþróa, væru auga- brýr hr. Brummels og einglyrni sir Richards Wyndham. Þó að kafteinn Trimble væri grófgerður, skildi hann vel ögrandi merkingu þess. Það dimmdi yfir svip hans og kjálkar hans sköguðu illúðlega fram. „Og hver mættuð þér vera, minn kæri vinur?” spurði hann. „Ég gæti verið ýmsir menn,” sagði sir Richard seinmæltur. Augu Pen urðu sífellt stærri, þvi að henni sýndist sem að þessi nýi og hroka- fulli sir Richard væri viljandi að reyna að espa kaftein Trimble upp i illindi. Augnablik þá virtist þetta ætla að takast. Kafteinn Trimble steig fram, með báða hnefa kreppta og ljótan svip. En um það leyti sem hann ætlaði að fara að tala, breyttist svipur hans. Hann stóð i sömu sporum og hrópaði: „Þér eruð spjátrungurinn Wyndham. Sem ég lifandi!” „Það sem ég sé,” sagði sir Richard leiður, „hefur engin áhrif á mig.” Við það að komast að því hver sir Richard væri, virtist kafteinninn hafa misst alla bardagalöngun. Hann hló ósannfærandi og sagði að allt væri i góðu. Einglyrninu var beint að mittisúlpu hans. Auðsjáanlegur hrollur fór um sir Richard. „Þér misskiljið — trúið því, þér misskiljið herra. Þessi mittisúlpa er móðgun i sjálfu sér.” „Oh, ég þekki ykkur spjátrungana,” sagði kafteinninn glettnislega. „Þið eruð meinfyndnir. En við skulum ekki fara að rífast um svoleiðis smámuni, ó nei.” Einglyrnið féll. „Ég er ofsóttur af mittisúlpum,” kvartaði sir Richard. „Það var ein röndótt við Reading, hræðilegur smekkur. Það var sinneps- lituð martröð í, Wroxham held ég. Nei, ef ég man rétt að þá var það i Wroxham, sem að þetta hroðaverk úr skinni var og með tin-hnöppum. Sinnepslitaða martröðin kom síðar. Og nú til þess að kóróna þetta allt saman.” 7. tbl. Vikait 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.