Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 62
Mér leiðist að vera aleinn PÓSTIRIY* Ræður ekki við skapið Kæri Póstur! Ég er áskrifandi að Vikunni og mér finnst hún hara mjög gott blað, en það mætti þó vera svolítið stærra og liflegra. Mig langar að biðja um hjálp í vandamáli mínu. Það er nefnilega þannig að ég er 17 ára gömul og verð 18 ára í sumar. Ég er svo skapmikil og frek við vini mína. systkini og foreldra. Pabbi minn var skap- mikill, en hann segist ekki hafa verið svona frekur eins og ég. í rauninni var ég mjögfrek þegar ég var yngri. Þegar vinir minir koma til mín og fara að fflast eða snúa einhverju við þá fer það svo iskapið á mér að ég verð að öskra. Svo þarf ég líka að rífast útaf smá- atriðum. Þegar við erum búin að rífast svolítið verðum við bestu vinir aflur og erum þá kannski hlæjandi allan daginn. Þegar mamma er kannski að elda matinn ogsetur lauk í matinn, þá fýkur svo í mig að ég hendi hnífapör- unum á diskinn. hræki matnum út úr mér í rusla- föluna og byrja að rífast. Svo er það eitt enn, ástin mín! Ég er svo hræðilega taugaveikluð t.d. þegar ég er kannski að hræra í tei og bíð eftir brauði í brauðristinni þá skoppast brauðið upp. Það heyrist nefnilega svo mikið hljóð í henni þegar brauðið skýst upp. Mér bregður alltafsvo (ég naga neglurnar). Ég vona bara að þú birtir þetta í Vikunni. ég hef skrifað þér þrisvar áður og hef ekki fengið svar. Sigga í Kópavoginum Úff, Pósturinn fór nú bara alveg á taugum við að lesa bréfið þitt. Þú hlýtur að gera alla brjálaða i kringum þig. Sannast sagna ert þú að minnsta kosti tíu árum of gömul fyrir þessa hegðun ef ekki bara fimmtán árum. Taktu sjálfa þig föstum tökum og reyndu að fá foreldra og systkini i lið með þér. í hvert skipti sem eitthvað fer illa i skapið á þér ættir þú að gæta þess að stein- þegja og fara beint inn í herbergið þitt þar til þér finnst þú fær um að tala af skynsemi og stillingu. Þú hlýtur að vera alveg einstök óhemja fyrst þú þolir ekki einu sinni hljóðið úr brauðristinni. Vendu þig af þessum ólátum og eyddu heilum degi í að rista sömu brauðsneið- arnar — aftur og aftur — þar til þér finnst hljóðið i brauðristinni eitt það yndislegasta i veröld- inni. Góða skemmtun! Pemiíivinir Kristín Hreiðarsdóttir, Miðgarði, 250 Gerðum óskar eftir pennavinum á aldrinum 13-16 ára. Áhugamál: Hestar. diskótek. strákar og margt fleira. Hún svararöllum bréfum. Sigríður Lindbergsdóttir, Mvrargötu 25, 740 Neskaupstað og Sigríður Helga Ármannsdóttir, MVrargötu 30,740 Nes- kaupstað eru tvær vinkonur sem langar til að eignast pennavini á aldrinum 16 18 ára. Þær eru sjálfar 16 ára. Áhugamál eru: Dýr. böll, strákar. músik og margt fleira. Þær svara öllum bréfum. Birgitt Harstad N-3850 Kviteseid, Norge óskar eftir pennavinum á aldrinum 18 21 árs. Hún er sjálf 19 ára. Hún hefur ýmis áhugamál og óskar eftir mynd með fyrsta bréfi. ef hægt er. Jón Kinarsson, Norðurgötu 2, 710 Seyðisfirði óskar eftir að skrifast á við 12 ára stelpur (fæddar '66). Hann er sjálfur 12 ára og á margvisleg áhugamál. Anna Gunnarsdóttir, F.skihlíð, 730 Reyðarfirði og Helga Hrcinsdóttir, Brekkugötu 5, 730 Reyðarfirði langa til að skrifast á við krakka á aldrinum 14 16 ára. Þær eru sjálfar 15 ára. Áhugamálin eru: Diskótek. strákar. lestur. partý og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Herdis Jakobsdóttir Jörfabakka 14, 109 Reykjavik og Valgerður Guðmunds- dóttir, írabakka 2, 109 Reykjavík óska eftir að skrifast á við stelpur en helst stráka á aldrinum 15-18 ára. Áhugamál eru margvisleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef mögulegt er. Magnea Magnúsdóttir, Bræðraborg I, 250 Garði óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál margvisleg. Hún svarar öllum bréfum. Kœri Póstur! Ég veit ekki eiginlega hvort ég hef nokkurn rétt til þess að vera að skrifa þér, þar sem mér hefur fundist að þeir, sem hafa einhver vandamál fram að færa sitji fyrir I þessum þætti þínum. En ég ætla nú að gera það samt og mér er næstum sama hvort þú birtir þetta eða ekki. Þannig er nefnilega mál með vexti að éger 18 ára strákur eða réttara sagt 18 ára sveitastrákur. Ég varð að koma til Reykjavíkur til þess að fara í framhaldsskóla og þar af leiðandi bý ég einn í herbergi. OG MÉR LE/D/ST! Mér leiðist alveg hryllilega. Mér finnst Reykjavík leiðinleg borg, mér finnst krakkarnir sem eru með mér I skólanum leiðinlegir og yfir- borðskenndir, og mér leiðist námið. En þar sem ég er búinn að ákveða að klára þetta nám, þá gefst ég ekki upp. Og ef ég gæti náð einhverju sambandi við krakkana, þá gengi allt örugglega miklu betur. En þau tala bara umfyllirí og hver var með hverjum og að aldrei sé hægt að fara neitt eða gera neitt. Ef þau koma í heimsókn, þá er það til að drekka, af því að þau geta ekki gert það heima hjá sér. Ég sakna vinanna minna að heiman, mig langar til þess að geta farið í göngutúr án þess að eiga á hættu að verða fyrir bil eða kafna úr kolsýringseitrun. Fvrir utan það, hvernig á að vera hægt að bera saman þessa steinkumbalda og náttúruna heima? Og svo þessi fjárans rúntur!! Puh. Mér fannst það svo sem ferlega spennandi fyrst, en núna . . . Þú skilur mig kannski þegar ég segi þér að heima á ég 5 hesta og ég er búinn að vera með hestadellu frá þvi að ég var pínupatti. Ferlega held ég að þér þyki ég leiðinlegur. Ha? En ég sagði þér það fyrst I bréfinu að ég væri ekki að skrifa til þess að þú gætir svarað mér með einhverri voða romsu. Ég vil bara ekki skrifa heim af því að þá vorkenna þau mér svo og skipa mér kannski að koma heim, segja að ég eigi ekkert að vera að hanga hér og eyða peningum I það sem mér leiðist. Það er skilurðu nefnilega nóg að gera heima!! Þess vegna ákvað égað skrifa þér lil að létta á mér og fá útrás. Ókei?? Ég skrifa kannski aftur, næst þegar ég verð i vondu skapi. Keli. Það er um að gera fyrir þig að gefast ekki upp og reyna að sjá björtu hliðarnar á þessu. Þegar tímar líða kynnist þú örugglega krökkunum í skólanum betur og þá kemstu að raun um að það er aðeins ákveðinn hópur sem svarar til þinnar lýsingar á bekkjar- systkinunum, hinum hefur þú bara ekki kynnst ennþá. Leiðist þér mikið þegar þú ert einn í herberginu skaltu reyna að finna einhvern annan sem líka leigir og á svipuðum grundvelli og þú. Saman ættuð þið að geta fengið bæði betra og jafnvel ódýrara húsnæði. Það er alltaf fremur óskemmtilegt að hafa aðeins eina vistarveru, þvi í slíku húsnæði eru möguleikar svo til engir. Þú gætir líka farið á kvöldskóla og lært eitthvað sem þú alls ekki hefðir tækifæri til að gera í sveitinni, því bæði sveitin og borgin hafa sína kosti og galla. Hestamennska er líka til í nágrenni Reykjavíkur, svo ekki er útilokað að þú gætir stundað það áhuga mál þitt hérna fyrir sunnan. Aðalatriðið er að hafa nóg að gera því þá gefst þér örugglega enginn tími til að láta leiðindin ná yfir- tökunum. Já, skrifaðu endilega aftur ef þér lpiðist, þvi Póstinum leiðist stundum líka og hann hefur gaman af bréfum. 62 Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.