Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 11
að það sé umhugsunarvert að 80% af of feitum börnum eigi foreldra sem séu líka of feitir. í þvi sambandi spyr hann hvort sé ástæða til að ætla að fita sé arfgeng? Það er ekki hægt að neita því, álítur Thamdrup, að til sé fólk sem á auðveldara með að fitna en aðrir. Til þess benda margar rannsóknir á tvíburum. En þá skýringu á ekki að telja fullnægjandi af því að hún verður svo auðveld afsökun. Og það er staðreynd að allt fólk — lika börn — getur lést eða nálgast kjörþyngd með þvi að fá rétta næringu í réttu magni. Thamdrup talar um þrjú varasöm tímabil hjá börnum í sambandi við offitu. 1. SUM VERÐA FEIT Á 1. ALDURS ÁRI. 2. ÖNNUR VERÐA FEIT KRINGUM 5 ÁRA ALDUR. 3. HIN VERÐA FEIT RÉTT FYRIR KYNÞROSKASKEIÐ UM 9—10 OG 11 ÁRA ALDUR. Orsökin er nákvæmlega sú sama og hjá fullorðnum: Barnið fær fleiri hitaeiningar en það notar til brennslu og hreyfingar. Er hægt að ráða bót á off itu barna? Það er erfitt að ráða bót á offitu barna. Freistingarnar eru margar og foreldrar geta hvorki né eiga að fylgja barninu allan daginn. Thamdrup telur að það sé aðeins ein leið sem sé áhrifarík til að fá börn til að megra sig. Hún sé að tala um megrunina við barnið svo að það skilji þýðingu hennar. Það er hægt að örva áhuga barnsins á að vera í megrun og það getur næstum því orðið eins konar sport. En það verður að gæta að því að gera ekki of miklar kröfur svo barnið missi ekki móðinn. Hins vegar er það mjög mikil hjálp fyrir barnið ef allir í fjölskyldunni breyta matarvenjum sínum. Það kemur alltaf fyrir að foreldrar vilja fá „megrunarpillur” handa börnum sínum. Því ræður Thamdrup eindregið frá, m.a. "f því að þær geta verið vanabindandi og hafa aukaverkanir. Hinsvegar geti það verið nauðsynlegt að leggja börn inn á sjúkrahús sökum sérstaklega mikillar offitu. Þá er hægt að láta þau megrast. En það gagnar lítið þegar þau koma heim aftur ef ekki er breytt algjörlega um matarvenjur á heimilinu. Hreyfing er að sjálfsögðu mikilvæg fyrir börn af því að hún setur brennsluna af stað og hefur áhrif á það hvernig lystinni er stjórnað af þeim stöðvum í heilanum sem fást við saðnings- og sultar-tilfinningu. Því miður er þvi oft þannig varið að feit börn hafa engan áhuga á leikfimi eða hreyfingu yfirleitt. Það er algengt að þau hreyfi sig minna en önnur börn. Þau eru verr fær en félagarnir um að hreyfa sig vegna offit- unnar, en þau eru lika hrædd um að þau standi sig ekki eins vel og þeir. Oft á tíðum er það einnig vandamál fyrir feit börn að skipta um föt og fara í bað innan um önnur börn. Thamdrup leggur áherslu á að foreldrar feitra barna skuli ekki hugga sig nreð þvi að „þetta lagist þegar barnið stækkar” af því að það gerist sjaldnast. í því sambandi bendir hann á að fleiri rannsóknir hafi sýnt að hérumbil 80% af feitum börnum séu líka feit á aldrinum 25-30 ára. Goðsagan um feitu síglöðu börnin Margir kannast við að sagt hefur verið að feit börn séu alltaf ánægð, glöð og síbrosandi. Glöðu, feitu börnin eru alls ekki alltaf glöð. Það er goðsögn en þau eru hins- vegar oft óánægð og líður illa. Mörg feit börn reyna að bæta sér upp minni- máttarkennd sína með þvi að reyna að láta bera á sér með fitunni. En óhamingjusamt, feitt barn reynir siðan að borða og borða til þess að veita sjálfu sér einhverja huggun en við það versnar vandamálið bara. 8. tbl. Vikan XI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.