Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 14
fellur eftir, og undir því er tvöfaldur kjallari. Þar í kjallaranum eru ennþá fanga- klefar með járnrimlum fyrir gluggunum. Það var myrkur, þegar ég ók með Kjeld frá Nice upp til Lantosque, svo að ég sá þá ekkert af hinu hrikalega landslagi, sem leiðin lá um. En hátt uppi í fjallahliðunum og alveg uppi á efstu tindum mátti sjá ljós, þar sem smáþorp og sveitabasir eru þarna víða. Þegar farið er frá flugstöðinni í Nice er fyrst ekið upp nokkuð breiðan dal, Var dalinn, og þegar komið er um 25 km frá Nice er beygt aðeins til austurs og síðan ekið upp þröngt og hrikalegt gljúfur, sem áin Vesubie fellur eftir. Víða eru mjög krappar beygjur á veginum, svo að flauta verður fyrir horn, eins og hér var gert i eina tíð, og á nokkrum stöðum er ekið í gegnum jarðgöng. Þegar upp til Lantosque kemur víkkar þetta gljúfur, og er maður þá kominn í Vesubie dalinn. Kirkjuklukkan sló tvisvar Þegar ég vaknaði fyrsta morguninn í L’ancienne Gendarmerie fannst mér eins og ég væri í tjaldi í óbyggðum Lslands, en ég vel mér gjarnan tjaldstað, þar sem ár- eða lækjarniður heyrist. Þungur niður Vesubie barst inn um gluggann til mín. í svefn- rofunum heyrði ég, að klukkan í kirkju- turninum var að slá. Mér fipaðist eitthvað í að telja slögin og hugsaði mér, að best væri að kveikja ljós til þess að líta á klukkuna, en viti menn, klukkan tók þá til að slá aftur, og nú gat ég talið slögin sjö. Sjálfur bærinn Lantosque, sem telur um 800 íbúa, stendur eins og flestir gamlir bæir í frönsku Ölpunum á háum tindi, og er kirkjan þar hæst á tindinum, en L’ancienne Gendarmerie er við þjóðveginn nokkru fyrir neðan bæinn. í elsta hluta bæjarins, þar sem húsin standa mjög þétt, eru götur örmjóar og víða tröppur vegna brattans, og þar fara engin ökutæki um. Þar eru nokkrar smáverslanir og tvær krár. Fjallahlíðarnar eru brattar, en eru víðast í hlöðnum stöllum, sem virðast varla meira en 2 til 4 metrar á breidd. Á þessum stöllum er búskapur stundaður. Það eru mörg dags- verk í þessum stöllum, og sjálfsagt hefur það tekið aldir að hlaða þá. Þótt fjöllin séu brött, er gróður mikill og náttúrufegurð. Frá tindinum þar sem kirkjan stendur er mjög gott útsýni upp eftir Vesubie dalnum, og þaðan sjást nokkrir smábæir eða þorp. Með hengiflug á aðra hönd Hvað er svo hægt að gera í Lantosque? Fg fór i margar gönguferðir um umhverfið í sólskini og góðu veðri. Einnig ók ég nokkuð um með dönsku fólki, sem hafði komið á bíl að heiman. Meðal annars fórum við oft í hestaleigu, sem er um 4 km frá Lantosque. Þar þeystum við á stórum góðum hestum eftir reiðstigum utan í fjalls- hlíðinni. Það var gaman, þótt stundum væri hengiflug á aðra hönd. Það eru aðeins 50 km niður á ströndina í Nice, og Nice er mjög falleg og skemmtileg borg og baðströndin góð. Þangað var stundum farið. Það er ekki svo dýrt að leigja bíl þarna, en það gerði ég ekki þar sem ég var einn rníns liðs. Upplýsingar um bílaleigur er hægt að fá hjá FÍB. Ef menn taka bíl á leigu eru margir möguleikar á skoðunar- ferðum. Til dæmis að heimsækja spilavítið í Monaco, Picasso safnið í Antibes, listamannabæinn St. Paul de Vence og keramikbæinn Vallauris, þar sem hægt er að ganga á milli verkstæðanna og skoða og kaupa hinar rómuðu keramikvörur Provence. Margir aðrir áhugaverðir staðir eru í nágrenni Lantosque, eins og t.d. Vallée de Merveilles um 30 km fyrir norðan Lantosque. Þar er mikið af fornum steinaldarristum á klettunum. Um tíu mínútna gang frá hótelinu er lítil en mjög falleg tjörn í læk, sem fellur niður Fimm mínútur með WILLY BREINHOLST STÚLKAN, SEM GLEYMDI BUDDUNNI Hinrik var flott náungi. Og hann vissi það. Hann var bæði glæsilegur og heimsmannslegur, þar sem hann sat á fínu gang- stéttarveitingahúsi, og það var ekkert, sem mælti á móti því, að einhver stúlkan félli fyrir honum. Og það var líka ætlunin. Hann var einmitt á kvenna- veiðum. Hann átti það til að verða leiður á vinkonum sínum, og þá lét hannþærróa. Það voru nógar aðrar. Það er að segja í augna- blikinu virtist ekki um auðugan garð að gresja. Hann renndi augunum frá einu borði til annars. Fulltrúar hins veikara kyns virtust annaðhvort of gamlir, of giftir eða of leiðinlegir — og þó! Hún þarna háa, Ijóshærða við borðið rétt hjá var alls ekki sem verst, línurnar voru í lagi, allt á réttum stöðum, kannski leit hún út fyrir að vera svolítið barnaleg, en það gerði bara allt miklu auðveldara! Hún var einmitt nýbúin að biðja um reikninginn, og nú rótaði hún í handtöskunni, eins og hún ætti lífið að leysa, um leið og hún gáði í sífellu að, hvort þjónninn væri nokkuð á leiðinni. Þetta lá Ijóst fyrir. Hún fann ekki budduna sína. Hinrik reis ákveðinn á fætur, og stundu siðar sat hann við borðið hjá henni. — Má ég sjá um þennan reikning, fröken? sagði hann með sínu ómótstæðilegasta brosi. — Þetta er skelfilegt, sagði unga stúlkan og greip þéttings- fast í hinn óvænta bjargvætt sinn. — Ég hlýt að hafa gleymt buddunni minni heima, og hér hef ég nú setið og borðað fyrir einhver ósköp af peningum. En ég get ekki látið yður borga .. ó, þetta er eitthvað það fáránleg- asta, sem ég hef lent í. Hinrik smellti fingrunum til þjónsins og greiddi reikninginn. — Ef þér viljið bara láta mig fá heimilisfang yðar, þá get ég sent yður ávísun og... — Gleymið því, greip Hinrik fram í og beitti nú öllum sínum töfrum. — Puh, andvarpaði stúlkan, rétti úr sér og lagði handtöskuna aftur frá sér á borðið. En sú uppákoma! Ég var farin að halda, að ég yrði dregin fram í eldhús til að þvo upp! — Ef þér eigið ekki mjög annríkt, fröken, þá mætti ég kannski bjóða upp á drykk, áður en þér farið? Án allra skilyrða að sjálfsögðu. — Ja, mér veitti reyndar ekki af einum . . . eftir þessi ósköp, sagði unga stúlkan brosandi. Þau fengu sér drykk. Hálftíma siðar spurði Hinrik, hvort hann mætti ekki bjóða Önnu Grétu (sem hafði nú kynnt sig) með sér í leikhúsið? Þau rétt næðu, sagði 14 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.