Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 26
DALEIDDUR MADUR FREM- UR MORÐ Þarna skálmaði hann um á torginu, yfirhafnarlaus, með hendur djúpt í buxna- vösum og uppbrettan jakkakraga til þess að skýla sér fyrir hvassviðrinu og köldu regninu. Tennurnar glömruðu í munni hans. Hann óð um til þess að halda á sér hita. Á nokkurra sekúndna fresti leit hann á torgklukkuna og þyngdi æ meir í skapi. Hér átti bersýnilega ungur maður stefnumót og ekki þurfti neina sérstaka skarpskyggni til þess að gera sér ljóst að unnustan var orðin of sein. Hann varð svipþyngri með hverju andartaki. Að lokum stóðst hann ekki lengur mátið og skundaði inn í símaklefann á torginu og hringdi. Eftir andartak virtist sú heittelskaða svara, en ef dæma mátti eftir þeim úrhellisskömmum sem hún fékk — ávörpuð með fullu nafni — þá var ástin í verulegri lægð þessa stundina hjá unga manninum. Allt í einu smellti einhver fingrum og ungi maðurinn vaknaði eins og af draumi og leit undrandi í kringum sig. Stefnumótið var honum gjörsamlega horfið úr minni, eins og það hefði aldrei átt sér stað. En hann starði hálfringlaður fram af sviðinu á áhorfendaskarann í Austurbæjarbíói, þar sem hvert sæti var skipað. Siðan leit hann á mig og dávaldinn, sem stóð hjá honum á sviðinu. Dávaldurinn þakkaði honum samstarfið, sem hinn ungi maður hafði augsýnilega ekki hugmynd um í hverju hefði legið, þegar hann gekk aftur til sætis síns í salnum. Já, þetta gerðist sem sagt á skemmtun í Austurbæjarbíói fyrir allmörgum árum, þar sem danskur dávaldur sýndi listir sínar, en ég var túlkur hans. Hann hafði valið fólk úr hópi áhorfenda í upphafi með því að biðja menn að spenna greipar fyrir aftan hnakka. Síðan sagði hann þeim sem það gerðu, að þeir gætu ekki losað hendurnar (En ég túlkaði vitanlega orð hans). Sumum tókst þó viðstöðulaust að losa sig, aðrir áttu bersýni- lega í allmiklum erfiðleikum með það, og að lokum varð eftir nokkur hópur, sem sat algjörlega hjálparvana í þessari sann- kallaðri sjálfheldu. Þetta fólk gat alls ekki losað sig, hvernig sem það braust um. Þegar nokkur tími leið við mikla kátínu hinna, fóru margir af þessum föngum að þrútna í framan, en hinir skemmtu sér konunglega yfir vandræðum þeirra. Og þannig varð veslings fólkið að dúsa, þangað til dávaldinum þóknaðist að segja þvi, að það gæti losað sig. Úr þessum hópi valdi dávaldurinn svo ýmsa til þess að koma upp á sviðið, þar sem UNDARLEG ATVIK XVII ÆVAR R. KVARAN hann dáleiddi hvern fyrir sig auðveldlega og lét fólkið svo fremja hinar furðulegustu og afkáralegustu kúnstir, áhorfendum til mikillar kátínu. Unga manninn, sem frá var sagt í upphafi, dáleiddi hann til þess að halda að hann væri yfirhafnarlaus á stefnumóti í roki og hellirigningu niðri á Lækjartorgi og öll hans óþægindi stöfuðu af óstundvisi unnustunnar. Ég þekkti þennan unga mann sérlega vel og vorkenndi honum, eins og öðrum fórnarlömbum dávaldsins þetta kvöld. Og skal ég viðurkenna, að mér brá allmjög í brún, þegar hann í samtali við unnustuna nefndi greinilega nafn hinnar eiginlegu unnustu sinnar, sem ég einnig þekkti mætavel. Þegar ég sá hvernig þessi skemmtun fór fram, fékk ég andstyggð á þessu gráa gamni, þar sem saklaust fólk var látið hegða sér eins og fifl á sviði til skemmtun- ar miskunnarlausum áhorfendum. Skammaðist ég mín fyrir að hafa álpast út í að eiga nokkurn þátt í þessu og hét því að gera slíkt aldrei framar. Ég tel að slíkar skemmtanir eigi tvímælalaust að banna. Þær geta verið stórhættulegar þeim sem dáleiddir eru, sökum hugsanlegrar eftir- sefjunar. Slíkt vald á ekki að fá nema ábyrgum aðilum, svo sem læknum, sem gera sér fulla grein fyrir því hve skætt vopn þetta getur verið í höndum samviskulausra manna. En hvað er dáleiðsla? Norski sálfræðingurinn Harald Schelderup prófessor segir í bók sinni Furður sálarlífsins frá því, að þessi spuming hafi árið 1959 verið lögð fyrir 300 bandaríska háskólaborgara. Fjórðungur þeirra svaraði með orðalagi eins og „della”, „bull”, „vitleysa”, „sjúklegt”, o.s.frv. Sumir halda að dáleiðsla sé trúðleikur eða samkvæmisgaman, aðrir að þetta sé hjátrú eða töfrar. En dáleiðsla á ekkert skylt við slíkt. Hún er breyting á sálrænu og líkamlegu ástandi, sem hægt er að rannsaka með sömu sannreynda- og tilraunaaðferðum og notaðar eru í sálfræði og læknisfræði. Ég leyfði mér að fullyrða áðan, að dáleiðsla gæti verið stórhættulegt vopn í höndum samviskulausra manna. Átti ég þar meðal annars við hugsanlega beitingu hennar við glæpastarfsemi. Þegar ég fletti upp í hinni frægu bresku alfræðibók Encyclopœdia Britannica virtist ég hafa hlaupið á mig í þessum efnum, því þar er þessi orð að finna í kaflanum, sem fjallar um dáleiðslu: „Vissar spurningar eru sífellt að stinga upp kollinum í sambandi við dáleiðslu. Meðal þeirra er sú, hvort mögulegt sé að beita dáleiðslu til þess að fremja glæpi. Vandaðri vísindalegar rannsóknir hafna þessum möguleika.” Jæja, einmitt það? Við skulum samt skyggnast í skýrslur lögreglunnar í' Kaupmannahöfn, sem segir aðra sögu. Það gerðist þann 29. mars 1951 i Kaupmannahöfn hráslagalegan regnviðris- dag kl. 10.15 f.h., að fínbyggður maður, klæddur bláum verkamannsfötum með skyggnishúfu gekk inn i Landmands- Banken, sem að venju var fullur af við- skiptavinum um þetta leyti morguns. Maðurinn gekk hratt, en göngulag hans var mjög óvenjulegt. Hann gekk stífum fótum stuttum skrefum, eins og tinsoldáti, sem dreginn hefur verið upp með lykli. Hann horfði hvorki til hægri né vinstri, 26 Vlkan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.