Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 28
UNDARLEG ATViK þau og tilraun til bankaráns, en var dæmdur til geðrannsóknar um ótiltekinn tíma. Sérfræðingar í sálfræði og dáleiðslu báru vitni fyrir sækjanda í réttarhöldunum yfir Birni Nielsen. Meðal þeirra var dr. Paul Reiter, kunnur geðlæknir, sem þá var yfirmaður geðsjúkdómadeildar borgar- sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Dr. Reiter ávarpaði kviðdóminn meðal annars á þessa leið: „Hardrup hegðaði sér gegn venjulegu athafnamynstri sínu, þegar hann framdi þennan glæp. Hann var i hálfvitundarlausu geðveikiástandi, þar sem frjáls vilji hans var lamaður með síendurteknum dáleiðslu- sefjunum. Hardrup var því neyddur til morðs sökum ytri þvingunar.” „En er það ekki rétt að enginn sé i. dáleiðsluástandi fáanlegur til þess að gera: það sem hann ekki myndi gera með fullri vitund?” spurði verjandinn. „Hvaða persóna sem er kann að gera hvað sem er,” hélt dr. Reiter áfram. „Dáleiðari getur talið einstakling á að fremja glæp eða önnur andþjóðfélagsleg verk með því að sefja hann til þess að trúa ástæðunni til verksins. 1 þessu tilfelli sagði Nielsen Hardrup, að hagnaðurinn af bankaráninu yrði notaður til þess að berjast gegn kommúnismanum. En í dáleiðsluástandi sínu bað Hardrup gjald- kerann ekki um peninga. Hann gekk inn í bankann og byrjaði að skjóta.” Aðrir kunnir geðlæknar og sálfræðingar voru sammála niðurstöðum dr. Reiter. Björn Nielsen var dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar. Og við frekari geðrannsóknir játaði Nielsen „siðferðilega ábyrgð” sína á glæpnum. „Ég vildi kanna afl mitt sem meistari i dáleiðslu,” sagði hann. „Ég er tvímælalaust einn stórkostleg- asti sérfræðingur á þessu sviði sem nú er uppi. Og einu furðulegasta sakamáli veraldar lauk, þegar fangelsishurðin skall að baki honum. (í janúar-júní hefti tímaritsins MORGUNS skrifaði ég 1972 miklu ítarlegri ritgerð um þetta merka mál og ber hún nafnið Dáleiðsla á vinstri vegum, ef einhver kærði sig um að kynnast því nánar.„Vinstri vegur” er sú leið kölluð sem leiðir til glötunar og óhamingju.) Endir Vikan prófar léttu vínin 8. Ýmis frönsk hvítvín Okkur vantar Vouvray, Muscadet og Sancerre Ekkert hvítvín frá Loire I islenska Ríkinu er frönsk hvítvins- gerð afgreidd með fimm Bordeauxvinum og fimm Búrgundarvinum, svo sem lýst hefur verið i tveimur siðustu Vikum, og firnm vinum öðrum, sem hér verður lýst. Ekkert þessara fimni vina er frá Loire, þótt það sé óumdeilanlega þriðja merkasta vínræktarsvæði Frakklands og einkum frægt fyrir hvítvín. Þaðan koma hin heimskunnu hvitvin Muscadet og Anjou, Vouvray og Montlouis, Pouilly qg Sancerre. Um þessi vín fá Íslendingar litið að vita, þar sem þau eru ekki á boðstólum hér. Samt eru þetta tiltölulega ódýr vín, t.d. Muscadet, sem þykir sjálfsagt með fiskréttum um allt norðanvert Frakk- land, enda er það í senn þurrt vin og mjúkt. Muscadet er búið til úr samnefndum vínberjum. Vouvray úr Chenin Blanc berjum og Sancerre úr Sauvignon berj- um. Algert lágmark væri, að Rikið hefði á boðstólum eina tegund af hverri þessara þriggja vínætta. Skemmt hvítvín frá Rhone Rikið selur hins vegar eitt vin frá fjórða merkasta vinræktarsvæði Frakk- lands, Rhonedalnum. Það er C'ROZES HERMITAGE, árgangur 1974 frá P. j. Aine. Þetta er árgangur í meðallagi frá fremur vel þekktu svæði umhverfis fellið Hermitage. Þama hefur verið ræktað vin frá rómverskum tima. Fyrir aðeins 100 árum var Hermitage svo hátt skrifað, að það var talið eitt allra besta vín i heimi. Siðan hefur það sigið, auk þess sem smekkur manna hefur breyst. Crozes Hermitage hefur gott orð á sér, þótt það sé ekki eins frægt vín og Hermitage. Siðarnefnda vínið er ræktað á fellinu sjálfu og hið fyrrnefnda umhverfis það. Þetta vín olli verulegum vonbrigðum í gæðaprófun Vikunnar. Það var að vísu fallegt að sjá, en siðan ekki söguna nieir. Ilman þess var röng, eins og vínið væri súrefnissúrt. Bragðið var mikið og skarpt. meðalþurrt og framlengdist i munninum. Eftir sat dálítið óbragð. Innihald flöskunnar lenti að mestu í vaskinum. og einkunnin var þrir. greinileg falleinkunn. Vinflaskan kostaði 2.200 krónur, og er þar um vond kaup að ræða. Umgóð hvitvín frá Alsace Rikið hefur á boðstólum tvö vín frá Alsace eða Elsass, og virðist það nokkuð sanngjarnt hlutfall miðað við stöðu héraðsins i vinræktarheiminum. Alsace er á landamærum Frakklands og Þýskalands og hefur ýmist lotið þessu rikinu eða hinu eftir taflstöðunni i 28 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.