Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 31
T ■BBB BITLAÆÐIÐ Sjöundi áratugurinn. Þunglyndislegir skuggar atómbombunnar og kalda stríðsins víkja fyrir meiri bjartsýni. í Hvíta húsinu situr ungur og aðlaðandi forseti við völd og boðar bætta sambúð heimsveldanna, meira frjálsræði, frið og öryggi. 22. nóvember 1963 er hann ráðinn af dögum. Allur heimurinn fyllist hryllingi og þar með þróast þessi áratugur, sem byrjaði svo vel, í einhverja mestu upplausnartíma í manna minnum. Æskan hættir að trúa á það þjóð- félagskerfi, sem eldri kynslóðin hefur búið henni. Hún gerir uppreisn gegn ríkjandi þjóðfélagsháttum, allir yfir þrítugt eru hættulegir óvinir, og hún ein er fær um að frelsa heim, sem býður ekki upp á annað en hverja hroll- vekjuna á fætur annarri. Morðið á John Kennedy. Vietnamstríðið. Morðin á Martin Luther King og Robert Kennedy. Kapítalisminn, þar sem hver treður skóinn af öðrum í villtu kapphlaupi efnishyggjunnar, höfðar ekki til æskunnar. Hún boðar nýtt líf í ást, eindrægni og grasi. Þessi æska þarfnast nýrra átrúnaðar- goða, og hún finnur þau í fjórum, síðhærðum rokk og ról tónlistar- mönnum frá Liverpool, sem kalla sig Bítlana. Aldrei hafa nokkrir listamenn hlotið jafnævintýralegan frama, hylli þeirra jaðrar við brjálæði. Þeir eru lifandi svar uppreisnargjarnrar æsku, sem ætlar að gjörbreyta öllum lifnaðar- háttum í spilltum heimi. Ein einnig þessi tími á sér enda eins og aðrir tímar. Áttundi áratugurinn tekur við og önnur æska, án þess að þeirri á undan hafi tekist að finna svarið við lífs- gátunni fremur en tugum kynslóða á undan henni, og Bítlarnir hætta að leika saman. Á Broadway hafa nú á annað ár staðið yfir sýningar á Beatlemania (Bítlaæðið), þar sem fjórar nákvæmar eftirlíkingar hinna frægu Liverpool-Bítla leika þau lög, sem trylltu æskuna á sjöunda áratugnum. Um leið er sýnd á tjaldi og rakin sú þjóðfélagsþróun og þeir atburðir, sem samtvinnast svo mjög tónlist þessara lifandi goðsagna. Undirrituð, sem sá þessa sýningu til að rifja upp tregablandinn unað síns eigin blómaskeiðs, gat ekki séð, að lög eins og Yesterday, She Loves You og Helter Skelter hefðu nein minni áhrif á æsku áttunda áratugsins. Unglingarnir klöppuðu, stöppuðu, flautuðu, og görguðu, rétt eins og í „dentíð”. Kannski var þó vinsælasta lagið Lucy In The Sky With Diamonds, því að þó þessi æska trúi ekki lengur á neina allsherjar alheimsást, stendur grasið enn fyrir sínu. J.Þ. Saga Bítlanna, útdráttur úr bók eftir Hunter Davis, birtist í 37.-38. tbl. Vikunnar árið 1968 og var með eindæmum vinsælt lesefni, enda ítarlega fjallað um uppruna og ævi hvers og eins og ferill hljómsveitarinnar rakinn nákvæmlega. Hefur Vikan fengið tilmæli margra um að endurbirta þetta efni, en því miður er óhugsandi að verða við þeim óskum. En hinir, sem beðið hafa um plakat með þessum góðkunnu köppum, fá hér með ósk sína uppfyllta. Og ef einhver skyldi hafa gleymt nöfnunum, þá heita þeir, talið frá vinstri á plakatmyndinni: Ringo Starr, f. 7. júlí 1940, John Lennon, f. 9. okt. 1940, Paul McCartney, f. 18. júní 1942, og George Harrison, f. 25. feb. 1943. 8. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.