Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 47
„Ef hann segir satt," greip frú Griffin fram í, „Iátið hann þá kalla frænda sinn fyrir mig.” „Ah, nú er ég farinn að skilja yður,” sagði sir Richard. „Er það mögulegt, frú, að þér grunið frænda minn um að vera hinn reikandi skjólstæðingur yðar?” „Nei, nei," sagði hr. Griffin aulalega. „Já," fullyrti móðir hans. „En, mamma, ímyndaðu þér hvað slíkar hugsanir hljóta að tákna,” sagði hr. Griffin utan viðsig. „Ég gæti trúað hverju sem væri upp á þessa ómannlegu skepnu." „Ég efast um að frændi minn sé hérna,” sagði sir Richard kuldalega. „Hann ætlaði að eyða deginum með vin- um sínum, í einhverri skemmtiferð. En samt sem áður, ef hann er hér ennþá, þá mun ég reyna að sefa hugarangur yðar." „Ef hann hefur farið út til þess að flýja okkur, þá mun ég bíða þess að hann komi aftur,” sagði frú Griffin. „Svo ég vara yðu'r við." „Ég dáist að staðfestu yðar, frú, en ég verð að benda yður á það, að fyrirætl- anir yðar koma mér hreint ekki neitt við,” sagði sir Richard um leið og hann gekk að bjöllunni og hringdi henni. „Frederic!” sagði frú Griffin. „Ætlar þú bara að standa þama og hlusta á 8. HLUTI móður þína móðgaða af manni, sem mig grunar að sé spjátrungur?” „En. mamma, það kemur okkur ekkert við þó hann sé það.” „Kannski," sagði sir Richard kulda- lega, „væri það betra ef ég kynnti mig fyrir yður, frú. Ég heiti Wyndham.” Frú Griffin tók þessum upplýsingum með hinni mestu fyrirlitningu, en þau áhrif sem þær höfðu á son hennar voru yfirþyrmandi. Augu hans virtust ætla út úr höfðinu á honum; hann gekk fram og sagði með djúpri lotningu: „Herra, er það mögulegt? Hef ég heiðurinn af því að ávarpa sjálfan sir Richard Wynd- ham?” Sir Richard hneigði sig. „Hinn nafnfræga ökuþór?” spurði hr. Griffin. Sir Richard hneigði sig aftur. „Manninn sem fann upp Wyndham- hnútinn?” hélt hr. Griffin áfram. Sir Richard var orðinn þreyttur á að hneigja sig og sagði: „Já.” „Hvaða grunsemdir?” spurði sir Richard og varð ennþá meira undrandi. „Engar, herra, ekki einar einustu. Eins og ég sagði. Ég hef engar grun- semdir.” „En það hef ég,” sagði frú Griffin og var nú mun styrkari i máli. „Ég ásaka yður fyrir að dylja fyrir mér sannleik- ann.” „Mamma, hugsaðu málið. Þú getur ekki... þú veist að þú mátt ekki móðga manninn með því að fullyrða . ..” „Þegar ég geri skyldu mína, þá er ekk- ert sem ég má ekki gera," svaraði móðir hans göfuglega. „Þar að auki, þá þekki ég hann ekki. Ég vantreysti honum.” Hr. Griffin sneri sér aumingjalega að sir Richard: „Sjáið þér til, herra, móðir min .. ." „Vantreystir mér,” bætti sir Richard við. „Nei, nei, ég fullvissa yður. Móðir mín er bara ekki með sjálfri sér og veit vart hvað hún er að segja.” „Ég er fyllilega meðvituð um gjörðir mínar, þakka þér fyrir Frederic," sagði frú Griffin og safnaði kröftum. „Auðvitað, mamma, auðvitað. En geðshræringin, það er bara eðlilegt að þú sért I geðshræringu ...” Framhalds- saga eftir Georgette Heyer t>yð.: Emi! Kristjánsson CITROÉN GS PALLAS draumabíU fjölskyldunnar Af sérstökum ástssðum getum við boðið Pallas bflinn 6 sama verði og GS Club 1220. Sjón er sögu rikari, komið, sjáið og reynsluakið. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÚLUMENNISÍMA 81555. Velkomin / tækniveröM Citroön Gfobusi LAgmúla 6 Reykjavfk . Sfml 81566 8. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.