Vikan


Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 22.02.1979, Blaðsíða 50
GLA UMGOSINN hressingu, hitti hún fyrir son sinn sem var önnum kafinn við að þreyta sir Richard. Þegar hún frétti að hann hefði Ijóstrað upp leyndarmálinu um Pen, virtist hún vera hættulega nærri þvi að láta líða yfir sig. En þegar sir Richard hafði boðið henni ratafia, hresstist hún svo við að hún tók upp á þvi að fara að þylja upp fyrir honum raunir sinar. „Ég spyr sjálfa mig,” sagði hún tilgerðarlega, „hvað orðið hefur um þessa erfiðu stúlku. í hvernig félags- skap hefur hún lent? Ég sé að þér, sir Richard, eruð skynsamur maður. Reynið að skilja tilfinningar minar. Hvað — ég spyr hvað ef hin óhamingjusama bróðurdóttir mín hefur lent i klónum á einhverjum KARLMANNI?" „Ja, hvað þá?” sagði sir Richard. „Hún verður að giftast honum. Þegar ég hugsa um vonirnar og móður- umhyggjuna, sem ég hef eytt til einskis — en svona er það alltaf. Það er ekki til þakklæti i heiminum i dag.” í þessum döpru hugleiðingum bað hún um að vagn sinn yrði undirbúinn til þess að aka henni til Chipperham. Hún myndi hafa gist i Queen Charlton, sagði hún, en hún tortryggði rúmfötin. Þegar sir Richard hafði kvatt hana gekk hann niður götuna til þess að kæla sig aðeins og íhuga flókna stöðu sina. Á meðan hann var i burtu komu ungfrú Creed og háttvirtur Beverly Brandon sitt úr hvorri áttinni, en bæði með mikilli gætni, til George og hittust þau i stofunni. Þau litu á hvort annað. 1 stuttu sam- tali við þjón hafði Beverly fengið upplýsingar sem fengu hann til þess að koma inn og taka áhættuna á að hitta kaftein Trimble. Þegar hann spurði frekar um sir Richard Windham, fékk hann að vita það að sir Richard væri hér ásamt systursyni sínuni. Beverly vissi vel að systursonur sir Richards var kröftugur drengur sem enn var á bleyjualdrinum. Hann minntist ekkert á það við þjóninn, en þegar hann fékk að vita það að þessi systursonur hans væri á unglingsaldri, fékk hann mikinn áhuga og gekk þvi i gegnum drykkjustofuna og inn i aðalstofuna. í þann mund læddist Pen varlega inn i George frá bakgarðinum og rakst næstum á hann. Hún hafði aldrei séð hann áður og þekkti hann þvi ekki strax. En þegar hann gekk til hennar og sagði stamandi: „K-komið þér s-sælir. Þér h- hljótið að vera s-systursonur Wyndhams,” þá efaðist hún ekki lengur um hver hann væri. Hún var enginn bjáni og sá það strax að hver sá sem var sir Richard vel kunn- ugur hlaut að vita það að hún væri ekki systursonur hans. Hún svaraði gætilega: ,Jacja, ég kalla hann móðurbróður minn, vegna þess að hann er miklu eldri en ég, en i raun þá erum við fjórmenningar,” sagði hún og reyndi að gera skyldleika þeirra eins fjarlægan og unnt væri. Bros. sem henni líkaði ekki við, birtist á andliti Beverlys. í huganum fór hann yfir fjölskyldu sir Richards, en sagði vingjarnlega: „Einmitt það já. Það gleður mig sannarlega að kynnast yður hr....?” „Brown,” sagði Pen, sem sá undir eins eftir þvi að hafa ekki valið sér óalgeng- ara nafn. „Brown,” sagði Beverly, hneigði sig og bros hans breikkaði. „Það er m-mér mikil ánægja að hitta ættmenni Wyndham fólksins, jafnvel á svona af- skekktum stað. Segið mér. h-hví eruð þér hér?” „Fjölskyldumál,” sagði Pen fljótt. „Richard móðurbróðir — Richard frændi á ég við, ég er bara svo vön að kalla hann móðurbróður minn, skiljið LADA woo m L ir ^ ‘ð3rbi ^ Jf mest seldi bíllinn MMH Islandi Tryggið ykkur LADA á lága verðinu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada1200 .................... ca kr. 2.195 þús. Lada 1500Topas .............. ca kr. 2.650 þús. Lada 1600 ................... ca kr. 2.825 þús. Ladasport ................... ca kr. 3.685 þús. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hí. 1|bkl?N Saðnrlandsbrant 1J - Reykjavík - Simi 38600 SO Vlkan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.