Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 2

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 2
„Bylgjuvinir" eru ágætir vinir 12. tbl. 41. árg. 22. mars 1979 Verð kr. 700. GREINAR OG VIÐTÖL:__________________ 4 Og loks cr bara eftir að deyja. Blaðamaður Vikunnar heimsækir Daytop Village í New York, en þaðan snúa um 90% eiturlyfja- sjúklinga aftur til heilbrigðs lifs. 20 Börnin og við í umsjá Guðfinnu Eydal, sálfræðings: Börn sem stama.______________________________ 24 Vikan prófar léttu vínin, 12. grein Jónasar Kristjánssonan Tólf bestu hvftvfnin. 26 Vikan á neytendamarkaði: Hand- lagni og hagkvæmni. Litið inn hjá ungum manni, sem hefur innréttað notalega ibúð á fáum fermetrum. 30 Hinn nýi bjargvættur heimsins — SUPERMAN. SÖGUR____________________________ 14 Á krossgötum eftir Arthur Laurents, 4. hluti.______________ 35 Fimm mínútur með Willy Breinholst: Flöskuskcyti frá eyju f KyrrahaSnu. 38 Hið fullkomna rán. Smásaga eftir Helmut Busch.____________________ 42 Glaumgosinn eftir Georgette Heyer, 12. hluti. ÝMISLEGT:__________________________ 2 Mest um fólk. 12 Poppkorn._______________________ 22 Siðkjólar sumarsins.____________ 30 Stjömuspá. 34 Draumar. 32 Opnuplakab SUPERMAN. 36 Handavinna: Prjónajakki.________ 48 Heillaráð. 52 Eldhús Vikunnar og Klúbbur matrciðslumeistara: Grisalundir eins og eiginmaðurinn lagar. 54 HeilabroL 61 1 næstu Viku.__________________ 62 Pósturinn. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaöamenn: Borghildur Anna Jónsdöttir. Eirikur Jónsson. HrafnhildurSveinsdóttir, Jðhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjóm í Siöumúla 12, auglýsingar, afgreiösla og dreifing i Þverholli 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð I lausa- sölu 700 kr. Áskriftarverð kr. 2500 pr. mánuð. Kr. 7500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 15.000 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greið- ist fyrirfram, gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí ágúst. Áskrift i Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. úm málefni neytenda er fjallað i samráði við Neylendasamtökin. Það var einu sinni kona sem lá uppí sófa heima hjá sér og var að hlusta á Ástardraum eftir Liszt. Allt í einu stirðnar hún upp því að úr hátölurunum glymur ókennilegt samtal tveggja manna á útlensku. Fyrst í stað gat konan ekki hreyft sig vegna skelfingar, en að lokum mannar hún sig upp i að slökkva á tækjunum. En það dugir ekki til, — samtalið heldur áfram. Kona þessi bjó í tvær vikur hjá systur sinni eftir þetta. Ekki brá honum minna manninum sem var að tappa vatnið af ofnunum heima hjá sér á rólegu fimmtudagskveldi. Því hann var ekki fyrr búinn að losa einn tappann en viðlíka viðtal streymir út um ofngatið. Þið getið rétt ímyndað ykkur svipinn sem kom á manninn, en um afdrif hans vitum við ekki. Ein helsta skýringin sem gefin hefur verið á þessum fyrir- bærum, er að hér séu radíóamatörar að verki og bylgjur þeirra slái einhverra hluta vegna niður í hin ýmsu heimilistæki manna. Við tókum einn af þessum radíóamatörum tali og spurðum hann hvað væri hæft í þessum sögum. Guðjón Einarsson heitir maðurinn og er fréttaljósmyndari á Timanum. — Það er satt, þessir hlutir geta komið fyrir en það erum yfirleitt ekki við sem eigum hlut að máli. Félagsskapur okkar er háður mjög ströngum reglum og Landssíminn fylgist vel með öllu. Hitt er annað mál að það eru til strákar úti i bæ með óleyfileg tæki í gangi. Þeir vita ekkert hvert þessar bylgjur fara sem þeir eru að senda út, og getur þvi eins verið að þær hafni inní ofnum hjá fólki. TF3AC At my father's rig in 1926 Ég hlakka tíl að komast 6 aftíriaun og gata setifl vifl tœkin min allan daginn, segir Gufljón Einarsson Ijósmyndari. Á íslandi eru starfandi um 100 radíóamatörar. Tómstunda- gaman þeirra felst í því að sitja við tæki sín sem þeir oft smíða sjálfir og ræða við menn annars staðar á jarðarkringlunni sem eiga sér sama áhugamál. Margir hafa eignast sína föstu vini sem þeir e.t.v. tala við á hverjum degi áður en þeir fara i vinnuna. Guðjón hafði það t.a.m. fyrir sið í fjöldamörg ár að ræða við franskan ljósmyndara yfir morgunkaffinu. Einnig átti hann vin á Hawaii sem hann talaði við á kvöldin, en þá þurfti hann að segja „góðan dag” því Hawaii-búinn var þá að fara á fætur. Hann hét Bolla og var með afbrigðum skemmtilegur að sögn Guðjóns. Við spurðum hann um hvað væri talað yfirleitt. — Við ræðum yfirleitt tækni- leg mál, styrkinn á tækjum okkar og þess háttar. En þegar maður er búinn að tala oft við sama manninn þá getur þetta þróast út í hvaða snakk sem er. Ég hef eignast marga vini i gegnum þetta tómstundagaman og við heilsum upp á hver annan þegar við erum á heima- Gufljón byrjaði ungur. Hér er hann vifl tœki föflur sins afleins tveggja éra gamall. Hann hefur kannski verið afl babia við kínverskan jafn- aldra sinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.