Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 19
A KROSSGÖTUM leiddi hana i átt að lyftunni. Hann þrýsti á hnappinn fyrir fyrstu hæð, þar sem búningsherbergin voru. „Aumingja Freddie,” sagði Emma og varð hugsað til hins slæma hnés hans og til Annabelle og ibúðanna þeirra og allra veislanna sem hún vildi halda. ,,Þú veist að við fáum bara borgað fyrir þátttöku i sýningum í ár.” „Nei, það vissi ég ekki." Fjandinn hirði Adelaide. Lyftudyrnar opnuðust. „Jæja,” sagði Emma glaðlega, „hikstinn er líka bú- inn.” Emma gekk hægt upp þreptn sem lágu að hliðardyrunum. Hún var annars vön að hlaupa upp þau, hún var vön því að vera alltaf að flýta sér. 1 dag hafði hún búist við að þurfa að mæta á æfingu fyrir nýja ballettinn hans Arnolds, á æfingu fyrir Giselle og að máta búninga fyrir siðastnefnda ballettinn. Í tuttugu ár hafði hún aldrei þurft að velta því fyrir sér hvað hún ætti við tímann að gera. Hún hafði ekki einu sinni þurft að velta því fyrir sér hvað hún ætti að gera við fríin sin. Hún horfði i átt að miðborginni. Heitar göturnar voru næstum því eins tómar og hún sjálf og eins og þessi dagur. Hún sneri sér við og gekk í hina áttina vegna þess að þar voru nokkur tré á stangli og örfáar hræður á ferli. Á lág- um steinvegg sem lá upp að Plaza sat kona sem hvorki virtist vera í sólbaði eða yfirleitt að gera neitt. Hún sat þarna eins og gamla fólkið og vesalingarnir sem sátu í skuggum trjánna. Konan sneri sér i átt til Emmu og á sama augnabliki hrópuðu þær báðar upp yfir sig: „Deedee!” „Emma!” Þær föðmuðust feginsamlega, hróp- uðu fagnaðarorð og hlógu svo eins og hálf taugaóstyrkar. Þær héngu hvor á annarri og héldu af stað fyrst í aðra áttina og svo hina og dönsuðu næstum því út á götuna til að veifa leigubíl. Þær hentu öllum pökkunum á sófann fyrir neðan myndina af Dahkarovu í hlutverki Giselle. „Nú verð ég að reyna að finna eitt- hvað til að setja blómin í,” sagði Deedee. Emma stóð og horfði á myndina. „Hún átti einu sinni fullt af fallegum gömlum handskornum kristalsvösum." „Það er áreiðanlega ekkert eftir af þeim Emma sneri sér frá myndinni og fór að litast um. „Hvað þýðir þetta eigin- lega?” Hún benti á litlu svörtu töfluna fyrir ofan símaborðið. Þar stóð skrifað með krít: „D-D Wa hring.” „Ó, það var í gærkveldi. Það er ekki alltaf auðvelt að skilja þessar skamm- stafanir hjá Dahkarovu.” „Ó ... Ó! Wayne hringdi.” „Þúátt heiður skilið!” „H vað er að frétta af honum?" „Allt gott.” Og kænni en hún hélt hugsaði Deedee. Svo kænn að hann vissi að ef hann gæfi henni lausan tauminn yrði það henni til lítils góðs. „Og hvernig hefur Janina það?” „Alveg eins, hún er enn jafn vitlaus. Hún kann vel við sig í Oklahoma og henni leiðist ballett. Hvernig gat ég eignast svona eðlilegt bam?” Tómt mas, það var ekki lengur erfitt fyrir þær að tala saman. En þó gátu þær enn ekki minnst á það þegar hún og Emma höfðu horft á hvor aðra í speglinum þegar þær voru að æfa. Slíkt tal myndi eyðileggja þá hlýju sem hvíldi yfir endurfundum þeirra þessa stundina. Þegar þær höfðu fyrst komið inn i íbúðina höfðu þær heyrt daufan óm frá plötuspilaranum í æfingaherbergi Dahkarovu. Tónlistin hafði síðan þagnað en var nú aftur byrjuð. Emma hætti að horfa á Deedee leita í skápun- um og fór að hlusta betur á tónlistina; þetta var úr ballettinum um Giselle. „Hana nú, þetta hlýtur að geta gengið sem vasi.” Deedee dró skörðótta postu- línskönnu út úr skápnum undir vaskin- um og stakk blómunum í hana. „Ef ég gæti bara fengið þetta blessaða kennara- starf.” Hún bryddaði aftur upp á því sama og þær höfðu verið að ræða i lyft- unni á leiðinni upp. „Það eina sem mig vantar er samþykki Adelaide en ég get ekki einu sinni fengið að ræða við þessa bölvuðu norn i síma.” Emma var komin alveg upp að lok- aðri hurðinni á æfingasalnum. „Hverri er hún að leiðbeina?” Ha? Ó, þessari hávöxnu, Carolyn held ég.” „Ó, já.” Emma kom aftur til baka og settist við borðstofuborðið. „Ég hef heyrt að Carolyn eigi að vera i hlutverki Giselle I ár.” Þó hún reyndi að láta engin svipbrigði sjást á andliti sínu höfðu atburðir dags- ins sett sín merki á andlit hennar sem vörpuðu skugga á sameiginlegar ánægjustundir þeirra. Deedee hafði haldið að það væri vegna hinnar sönnu vináttu þeirra að Emma hafði eytt deg- inum með henni. Henni hafði fundist þær svo nátengdar, svo jafnar, að það var eins og hún væri orðin ung aftur. En hún hefði svo sem átt að vita að Emma gæti aldrei verið hrein og óskipt í neinu. Vissulega batt vináttan þær saman en það var ekki það eina sem tengdi þær saman i dag, Emma hafði falið fyrir henni örvæntingu sína. Eitt augnablik fannst Deedee eins og Emma hefði verið að leika á hana. En af því að hún skildi þessa óumtöluðu örvæntingu þá skamm- aðist hún sín fyrir þessa tilfinningu sem loks vakti hjá henni bæði meðaumkun og ankannalega ánægju. Svo fór Emma að hiksta eins og hún gerði alltaf þegar eitthvað skelfdi hana og þá þótti Deedee ennþá vænna um hana. „Bölvað,” sagði Emma, „ekki aftur.” Deedee flýtti sér að ná i vatnsglas. „Hvernig væri að ég dræpi Adelaide. Mig langar hvort eð er mest til þess.” „Vertu ekki að ásaka Adelaide.” Emma drakk vatnið hægt til að kæfa hikstann. Rödd hennar var stillileg. „Ég var búin að heita því að ég skyldi hætta þegar ég yrði þrjátíu og fimm ára. Síðan þegar ég yrði þrjátíu og sex, þrjátíu og sjö, þrjátíu og átta. Þá hætti ég öllum heitstrengingum. Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir I ballett?” „Átta ára.” „Ég var að verða sjö ára. Allar þessar fáránlegu stellingar. Manstu hvað það var oft erfitt að láta líkamann hlýða?” „Já, hvort ég man.” „Já en þú varst ekki nógu lengi til að finna það þegar líkaminn gerir uppreisn. Og allt of snemma. Hann hættir að framkvæma það sem honum er fyrir- skipað. Hann getur það ekki lengur.” Hún nuddaði borðið með einum fingri. En enn koma samt þau augnablik þegar allt sameinast í eina heild — dansinn, tónlistin, Ijósin og búningarnir — það er betra en að elskast.” Framh. ínœstablaðL Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjönustan. BIAÐIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 tl. tbl. Vlkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.