Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 20
BÖRIM SEM STAMA Málþroski og málskilningur barna eykst mjög mikiö á aldrinum 2-5 ára. Á þessum aldri getur komið tími eða löng tímabil, þar sem tal barnsins einkennist af endur- tekningu á bókstöfum og minnir á stam eldri barna. Þessi tegund stams hjá yngri börnum er yfirleitt saklaus og nefnist lífeðlisfræðilegt stam eða frumstam. í 4 af hverjum 5 tilvikum hverfur þetta stam af sjálfu sér, stundum eftir stuttan tíma, stundum eftir nokkur ár. Þetta stam getur komið fyrir hjá öllum börnum úr öllum fjölskyldum og það hefur verið þekkt og skrifað um það í þúsundir ára. Börn sem verða fyrir þessu stami eru ekki öðruvísi en önnur börn að talinu undanteknu. Það er rangt að halda að þau séu kvíðnari og taugaveiklaðri en önnur börn — en þau geta átt á hættu að verða það, segir Sonja Hurtwitz, sem hefur lengi fengist við börn sem stama. Eftirfarandi grein byggir á reynslu hennar. lika vitað að mörg börn sem stama hafa einnig aðra talgalla. Þau geta verið seinni til máls og það geta verið sérstök hljóð sem þau eiga erfitt með að læra. Þó eru til börn sem stama en hafa verið sérstaklega fljót til máls. Stam getur komið fyrir í öllum fjölskyldum, en það þarf ekki að undra neinn, að barn sem bæði stamar og býr við erfið lífskjör á það frekar á hættu að stamið haldi áfram en barn sem býr við góðar aðstæður. Af þessu má hins vegar ekki draga þá ályktun að barn stami af því að það séu vandamál heima fyrir — ef svo væri myndu sennilega miklu fleiri börn stama en raun ber vitni. Það má ekki gagnrýna barnið Byrjun á stami hjá litlum börnum kemur oft fram í því að þau endurtaka smáorð eða Drengir stama meira en stúlkur Það er ekki vitað af hverju sum börn stama en önnur ekki, en drengir eiga oftar við stam að etja en stúlkur. Það er vitað að stam kemur oftar fyrir í fjölskyldum barna sem stama en þeirra sem ekki stama. Það er bókstafi inni í setningu, t.d. má ég fá kö-kö- köku. í slíkum tilvikum hættir barnið sjaldan við að tala og hugsar ekkert sér- staklega út í það hvort það stamar eða ekki. Það er ekki fyrr en einhver vekur athygli barnsins á því að eitthvað sé athugavert, að barnið getur skynjað tal sitt sem vandamál. Það er þess vegna mjög mikilvægt að foreldrar og aðrir sem umgangast barnið leiðrétti það hvorki né gagnrýni. Gagnrýni getur valdið því að barnið fer að telja sig minnimáttar og getur orðið næmt fyrir stríðni annarra barna. Barn sem fær stuðning og hvatningu að heiman og frá umhverfinu og sem veit að það gerir ekkert til að stama öðru hvoru, stendur frekar af sér miskunnarlausa stríðni annarra. Ráðleggingar til foreldra 1. Látið barnið ekki finna fyrir þvi, að þið hafið áhyggjur af því hvernig það talar. 2. Segið ekki við barnið í nærveru ann- arra að það stami. Barnið getur þá fengið þá tilfinningu að tal þess sé óeðlilegt. Lítið svo á að barnið tali eðlilega, en eigi í tímabundnum erfiðleikum. 3. Horfið á barnið á meðan það talar og gefið í skyn með svip ykkar að þið hafið áhuga á því sem barnið er að segja og að ykkur finnist gaman að tala við það. 4. Reynið ekki að gefa barninu ráðleggingar, t.d. að draga djúpt andann, hugsa áður en það talar o.s.frv. — það er of mikið álag fyrir barnið og gerir hlutina bara oft verri. 5. Reynið sjálf að sýna gott fordæmi með tali ykkar — talið skýrt og rólega. 6. Reynið ekki að þvinga barnið til að tala þegar aðrir eru viðstaddir, látið það sjálft um að tala. 7. Spyrjið ekki spurninga sem krefjast langra svara. Spyrjið spurninga sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.