Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 42
ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham er unjjur ou eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt aö vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæöi systur hans og móöur tals- verðum áhyggjum, og nú hefur George ákveðiö aö láta aó óskum þeirra og kvænast Melissu Brandon, sem er giifugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvöldió áður en hann hyggst bera upp formlegt bónorö viö fööur Melissu, veitir hann drykkjuhneigó sinni ríkulega útrás, og á heimleióinni veit hann ekki fyrr til en hann stendur með unga stúlku, dulhúna sem pilt, í fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógeófclldum ráðahag. Hann ákveður aö fara með henni til þess aö veita henni vernd á flottanum. Almenningsvagninn, sem þau feröast meó, veltur og þau fara fótgangandi til næsta þorps. Á flóttanum lenda þau i ýmsum óþægindum vegna misindismannanna, herra Yarde og kafteins Trimble, sem hafa tekið dcmantadjásn laföi Brandon ófrjálsri hendi. Viö það nutu þeir aðstoðar sonar hennar, sem er fremur óyndislegur og stamandi ungur maóur. Skyndilega birtist frú Griffin ásamt syni sínum á hótelinu sem þau búa á I leit aö ungu flóttakonunni. Unga stúlk- an er enn staöráðin I aö láta ekki þvinga sig til að giftast hinum leiðin- lega Griffin og vonar aö drengsklæöin komi í veg fyrir aö hún þekkist. Lét gera eftirlíkingu svo engan grunaði neitt. ekki einu sinni mömmu. Hann var mér alveg öskureiður og ekki ásaka ég hann, því ef löggan mín fyndi menið þá væri heilmikið að horga og ekkert til. Þess vegna er ég hér. En það sem ruglar mig i ríniinu er hvcrn fjárann þú ert að gera hér?" „Þú sagðir mér að flýja." tautaöi sir Richard. „Það gerði ég, en ef satt skal segja þá bjóst ég aldrei við að þú myndir gera það. vinur rninn. En hvers vegna hing- að? Út með það. Ricky. Þú hefur ekki komið hingað í leit að Bev." „Nei, ekki var það nú. Ég kom hingað eingöngu vegna fjölskyldumála. Ég hcld að þú hafir aldrei hitt frænda minn unga, Pen Brown?" „Ekki vissi ég að þú ættir frænda með þvi nafni. Hver er hann?” spurði Cedric glaðlega. Sir Richard hreyfði sig eilitið til að gefa til kynna nærveru Pen. Skuggsýnt var i herbcrginu þvi þjónninn hafði ekki enn komið inn með kertin og það var byrjað að rökkva. Cedric sneri sér við og horfði pirðum augum á stólinn við gluggann þar sem Pen sat hálf falin bak við gluggatjöldin. „Fjárinn, yður hef ég aldrei séð áður!" hrópaði hann. „Komið þérsælir.” „Hr. Brandon, Pen," útskýrði sir Richard. Hún gekk fram til þess að taka í hönd- ina á honurn um leið og þjónninn kom inn með tvo kertastjaka. Hann setti þá á borðið og gekk síðan yfir herbcrgið til þcss að draga fyrir gluggann. 1 svipinn Framhalds- saga eftir Georgette Heyer vegna áriðandi fjölskyldumála. Á leið okkar hittum við mann sem var eltur af lögreglumanni — löggunni þinni. Ceddie — og sem laumaði ákveðnu meni i vasa frænda mins.” „Þú segir ekki satt! En vissir þú að Bev væri hérna?” „Alls ekki. Rcyndar kontst ég að því þegar ég heyrði hann eiga óvarleg orða- skipti við manninn sem ég gruna að hafi myrt hann. í stuttu máli, þá voru þrir aðilar að þessu leiðindamáli og einn af þessum þremur hafði svikið hina tvo. Ég skilaði meninu til Beverly með því sarn- komulagi að því yrði skilað aftur til Saar." Cedric skaut upp annarri augabrún- inni. „Hægan nú, Ricky, hægan. Ég er enginn asni, vinur sæll. Bev hefur aldrei samþykkt að skila aftur demöntunum, nema hann hafi verið hræddur um að þú GLAUMGOSINN Þýð.: Emil Kristjánsson „Ég veit ekki hver þér eruð, en þér eruð ekki frændi Rickys. Reyndar held ég að þér séuð alls ekki drengur. Fjárinn, þér eruð fyrri tíðin hans Rickys, það eruð þér!” sagði Cedric ákveðinn. blindaði kertaljósið Cedric, en þegar hann sleppti Itendi Pen hafði sjón hans skýrst og hann k'oni nú auga á gyllta hárlokkana. Hann hnyklaði brýrnar og barðist við lélegt minni sitt. „Augna- blik." sagði hann. „Ég hcf séð yður áður, er þaðekki?" „Nei, ég held ekki,” sagði Pen lág- mælt. „Ég hélt ekki. En það er eitthvað við yður — sagðir þú að hann væri frændi þinn, Ricky?" „Fjarskyldur ættingi,” leiðrétti sir Richard. „Sem heitir Brown?” Sir Richard andvarpaði. „Er það svona stórkostlegt?" „Andskotakornið kæri vinur, ég hef þekkt þig frá barnæsku. en ég hef aldrei heyrt um ættingja þinn sem héti Brown! Hvaða látalæti eru þetta?” „Ef ég hefði vitað að þú hefðir svona mikinn áhuga á minni ætt, Cedric. þá hefði ég kynm þig fyrir Pen.” Þjónninn var mjög áhugasamur en gat ekki fundið neitt fleira að gera i stofunni. Hann gekk því út hægt og sorgmæddur. „Það er eitthvað fjári einkennilegt við þetta.” sagði Cedric og hristi höfuðið. „Eitthvað í höfðinu á mér líka. Hvar er búrgúndarvínið?” „Nú. mér fannt það fyrst eins og ég hefði hitt yður áður.” sagði Pen. „En það var vegna þess að þér eruð svo likur slant — hinunt hr. Brandon." „Segið ekki að þér hafið þekkt hann!” hrópaði Cedric. „Ekki neitt vel. Við hittum hann af tilviljun hérna.” „Ég segi yður það drengur ntinn; hann var ekki góður félagsskapur fyrir ungling eins og yður." sagði Cedric al- varlcgur. Hann virti hana aftur fyrir sér. en gafst síðan upp á þvi að grafa cftir henni i minni sinu og sneri sér að sir Richard. „En frændi þinn útskýrir ekki hversvegna þú ert hér, Ricky. Fjárinn. hvað dró þig hingað?" „Tilviljun." svaraði sir Richard. „Ég — ég neyddist til þess að fylgja frænda minum hingað i þennan landshluta ætlaðir að méla á honunt hausinn. Déskoti ragur hann Bev! Var þvi þannig farið?” „Nei.” sagði sir Richard. „Þvi var ekki þannig farið.” „Ricky. bjáninn þinn, segðu mér ekki að þú hafir keypt hann." „Ég gerði það ekki.” „Lofaðir að gera það, ha? Ég varaði þig við. Ég varaði þig við þvi að hafa nokkuð með Bev að gera. Nú, en ef liann er dauður þá gerir það ekkert til. Haltu áfram.” „Það er ekki rniklu við að bæta. Bev- erly fannst — ég fann hann — látinn, í kjarrskógi ekki langt héðan, i gærkvöldi. Menið var horfið.” „Hver fjandinn! Veistu það Ricky. að þetta er rnjög Ijótt mál. Og þvi meira sem ég hugsa um það þvi siður skil ég hversvegna þú fórst svo fljótt úr borg- inni og án þess að tala við neinn. Nú segir þú mér að það hafi verið vegna áriðandi fjölskyldumála, kæri vinur. Þú varst óþekkjartlegur það kvöld. Ég hef aldrei séð þig svo fullan á ævi minni. Þú sagðist ætla að ganga heini og eftir þvi sem dyravörðurinn sagði George þá hafðir þú fengið þá flugu i hausinn að húsið þitt væri í átt til Brook strætis. Ég skal nú veðja við hvern sem er að ekki 42 Vikan I2.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.