Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 44
GLA UMGOSINN „Nei, nei, þú komst aðeins til þess að sjá um mig; þu sagðir að ég gæti ekki fariðein.” Cedric leit undrandi á hana. „Ég skil þetta alls ekki. Ef þið hittust fyrst fyrir þreni dögum hvernig getið þið þá nú verið heitbundin?” „Auðvitað erum við ekki heitbundin. Ég kom hingað vegna — vegna einka- mála og Richard lést vera kennarinn minn. Þetta kemur heitbindingu ekkert við.” „Kennari? Hamingjan sanna! Sögðuð þcr ekki að hann væri fjarskyldur frændi yðar?” „Kæri Cedric, vertu ckki svona smá- munasamur,” bað sir Richard. „Ég het verið kennari, móðurbróðir, fjárhalds- maðurog frændi." „Þér eruð nú mciri stúlkan," sagði Cedric alvarlegur við Pen. „Hve gömul eruð þér?” „Ég er sautján ára, en mér finnst það ekki koma yður neitt við.” „Sautján ára!" Cedric leit á þau ótta- slegnu augnaráði. „Ricky, brjálæðingur inn þinn! Nú ertu i netinu, þið bæði! Og hvað heldur þú að mamma þin og Louisa muni segja, svo að við tölum nú ekki um fýlufésið hana systur ntína . . . Hvenær er brúðkaupið?" „Það,” sagði sir Richard. „er einmitt það sem við vorum að tala um þegar þú komst inn.” „Það er best að giftast leynilega. ein hvers staðar þar sem þið eruð ekki þekkt. Þú veist hvernig fólk er,” sagði Cedric og hristi höfuðið. „Fjárinn, ég verðsvaramaður.” „Nei, það verðið þér ekki,” sagði Pen rjóð. „Við eigum ekki eftir að giftast. Það er fáránlegt að hugsa til þess.” „Ég veit að það er fáránlegt,” svaraði Cedric hreinskilnislega. „En þér hefðuð átt að hugsa um það áður en þið fóruð að flakka um landið á þennan hátt. Það er ekkert við því að gera núna. Þið verð- iðaðgiftast.” „Ég geri það ekki." sagði Pen. „Það þarf enginn að vita að ég sé ekki dreng- ur. nenta þér og einn annar sem ekki segir neitt." „Já, en vina mín, það hefur ekkert að segja. Hafið það eftir mér að það hefur ekkert að segja. Ef þér vitið það ekki, þá er ég viss um að Ricky veit það. Ég hugsa að þér sjáið það ekki, en hann er töluvert hnoss. Sjáið til, við vorum á höttunum á eftir honum til þess að hann kærni fjármálum fjölskyldunnar I rétt horf, það er satt," bætti hann við og glotti. „Mér finnst þér vera dónalegur og andstyggilegur,” sagði Pen. „Ég á sjálf mikla peninga; revndar er ég erfingi og ég hef mikinn hugá aðgiftast engum!" „En hugsið um hvað fer í vaskinn.” mótmælti Cedric. „Ef þér eruð erfingi og þér gctið ekki hugsað yður að giftast Ricky, sem ég ásaka yður ekki fyrir þvi drottinn veit að liann er enginn kvenna- maður, hann er harðsoðinn, vina mín. hefur aldrei litið konu alvarlegum augum á ævi sinni! — þá býst ég ekkj við að þér gerðuð yður ánægða með yðar auðmjúkan?" „Samtöl þin eru alltaf uppbyggjandi, ntinn kæri Cedric,” sagði sir Richard kuldalega. En Pen, I stað þess að móðgast, brosti. „Nei, þakka yður fyrir, ég hef cngan áhuga á að giftast yður.” „Ég var hræddur um það. Þá verðið þér aö taka Ricky. Það er ekki um annað að ræða. En því er ekki að leyna að þér eruð heldur ung fyrir hann. Fjárinn. ekki veit ég hvaða fluga hefur komist í hausinn á ykkur þannig að þið fóruð i þessa ferð.” „Þú ntisskilur þetta allt saman, Cedric,” sagði sir Richard. „Það er ckkert sem ég vil fremur en að kvænast Pen.” „Nú, af öllu einkennilegu!" hrópaði Cedric. „Og ég sem hélt að þið væruð vonlaust tilfelli.” „Ég er farin i rúmið,” sagði Pen. Sir Richard gekk að dyrunum til þess að opna þær fyrir henni. „Já, vina min, far þú í rúntið. En fyrir alla niuni láttu ekki smekklaust hjal Cedrics blekkja þig. Af öllum einskis nýtum bjánum hef ég aldrei hitt jafningja hans.” Hann tók í hönd hennar meðan hann talaði, lyfti henni nú og kyssti hana. „Dreymi þig vel, krakki,” sagði hann vinalega. Hún fann kökk rísa i hálsi sinurn. Henni tókst að þvinga frarn bros og flúði svo, þó ekki fyrr en hún hafði heyrt Cedric hrópa undrunarröddu: „Ricky, þú ert þó ekki raunverulega ástfanginn af þessari stelpu, er það?" „Ég held,” sagði sir Richard, og lokaði dyrunum, „að við ættum frekar að tala um það hversvegna þú ert hérna, Cedric.” „Fyrir alla muni!" sagði Cedric fljót- mæltur. „Ég biðst afsökunar. Ég ætlaði alls ekki að skipta mér af þínum málurn, kæri vinur; ekki hið minnsta. Vertu nú ekki fúll. Þú veist hvernig ég er. Ég get aldrei haldið mér saman.” „Það var ég hræddur um,” sagði sir Richard þurrlega. „Ég þegi eins og fiskur," fullvissaði Cedric hann um. „En þú af öllum mönnum Ricky! Þvi furða ég mig á. Það kernur mér þó ekkert við. Hvað varst þú að segja mér um Bev?” „Hann er dauður. Það er það mikilvægasta.” „Jæja, þú skalt ekki búast við þvi að ég setji upp sorgarsvip út af því. Hann var vondur maður, hafðu mig fyrir þvi. Hvað var hann að gera í kjarrinu sem þú talaðir unt?” „Reyndar var hann þar til þessað hitta mig,"sagðisir Richard. Cedric horfði hugsandi á hann. „Það býr eitthvað undir. Hversvegna, Ricky?” „Ef ég á að vera hreinskilinn við þig, þá hafði hann fengið þá hugmynd að kúga út úr mér fé með þvi að hóta að segja að frændi minn væri dulbúin stúlka." „Já, þar er Bev rétt lýst," sagði Cedric og kinkaði kolli án nokkurrar undrunar. „Þú hefur boðist til þess að greiða skuldir hans?” „Ég hafði boðið honum það fyrr um daginn. Því rniður fékk kafteinn Trimble veður af stefnumóti mínu við Beverly i kjarrinu og fór þangaðá undan mér. Ég held að hann hafi ekki haft annað en rán i huga. Það var. vitni að móti þeirra, sem lýsti því hvernig rifrildið hófst, hvernig Trimble sló Beverly niður, leitaði í vösum hans og fór svo burt. Liklega hefur hann aðeins haldið hann meðvitundarlausan. Þegar ég kom þangað var hann hálsbrotinn." „Júpiter,” sagði Cedric og blístraði. „Þetta er þá verra en ég hélt. Fjandinn! Það verður engin leið að þagga þetta niður. Þá grunar ekki að þú cigir neinn þátt i þessu. er það Ricky?” „Ég er óðum að vinna mér hið versta mannorð hér um slóðir, en ennþá hef ég ekki verið handtekinn fyrir morð. í hvaða tilgangi komst þú hingað?" „Nú til þess að fá sannleikann út úr Bev, auðvitað. Gat ekki fengið það út úr höfðinu á mér að hann væri höfuðpaurinn i ráninu. Hann var langt leiddur eins og þú veist. Pabbi vill að ég fái leitarmanninn líka til þess að hætta, en ég fæ hvergi fregnir af honum. Ef þú hefur hitt hann á Bristolveginum, þá skýrir hann hversvegna ég fann hann ekki. Ég fór til Bath. Það síðasta, sem ég frétti af Bev var að hann væri þar með Freddie Fotheringham. Freddie sagði mér að Bev hefði farið til þess aðdveljast hjá fólki sem hét Luttrell og byggi hér í nágrenninu. Ég fór því að hitta mömmu, fékk hjá henni alla söguna um ránið og kom hingað. Hvað á ég nú að gera?” „Þér væri best að hafa samband við yfirvaldið hér á staðnum. Maður sem gæti vel verið Trimble var tekinn í Bath i dag, en hvort hann hefur menið veit ég ekki.” „Ég verð að ná þessu bölvaða meni,” sagði Cedric. „Það væri ekki gott ef sannleikurinn kæmi í Ijös. En hvað ætlar þú að gera, Ricky? Mér sýnist þú vera i klípu líka.” „Ég mun eflaust geta svarað þeirri spurningu þegar ég er búinn að tala um það við Pen á morgun,” svaraði sir Richard. En sir Richard átti það ekki i vændum að tala við ungfrú Creed um neitl i fyrramálið. Ungfrú Creed sem fór hnuggin í rúmið sat lengi við opinn glugga herbergis sins og starði blint upp í tunglsljósið. Henni fannst að hún hefði LINGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru viðurkennd sem auðveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE fæst bæði á hljómplötum og kassettum Við veitum fúslega allar upplýsingar og póstsendum hvert á land sem er Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 44 Vlkan 12. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.