Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 45
lifað ömurlegasta dag lífs síns og koma Cedrics Brandon hafði ekki gert neitt nema þyngja hjarta hennar. Það var augljóst að hr. Brandon fannst ævintýri hennar aðeins minna fáránlegt en hug- myndin um að hún ætti að giftast sir. Richard. Eftir því sem hann hafði sjálfur sagt, hafði hann þekkt sir Richard frá barnæsku. Það mátti því ætla að hann væri honum vel kunnugur. Hann hafði sagt að hún yrði að giftast sir Richard, að hún hefði sett hann i þá erfiðu aðstöðu að hann væri tilneyddur til að biðja hennar. Þetta fannst Pen vera mjög óréttlátt, þvi sir Richard hafði ekki verið ófullur þegar hann hafði krafist þess að fylgja henni til Sommer- set og ennfremur hafði hann gert það eingöngu til þess að tryggja öryggi hennar. Það hafði aldrei hvarflað að henni, hvort hægt væri að ætlast til þess af herramanni, sem var svo miklu eldri en hún, að hann tæki hana að sér og hætti heiðri sínum svo gifurlega. Henni hafði líkað vel við hann frá því hún fyrst leit hann augum; milli þeirra hafði orðið náin vinátta á stysta hugsanlegum tíma og henni hafði reyndar fundist eins og hún hefði þekkt hann alla ævLHenni fannst hún vitlausari en jafnvel Lydia Daubenacy að hafa ekki gert sér grein fyrir því áður en þau komu til Queen Charlton að hún hafði ómeðvitað orðið ástfangin af honum. Hún hafði ekki viljað hugsa um hvað tæki við eftir að hún hitti Piers. Samt gat hún ekki annað en viðurkennt með sjálfri sér að hún hafði alls ekki verið áfjáð i að hafa santband við Piers þegar hún hafði komið til George. Þegar hún hafði svo hitt hann, þá hefði hann þurft að vera sannarlega fullkominn ef hann hefði átt að vera sir Richard yfirsterkari i hjarta hennar. Hegðun hans hafði síður en svo verið fullkomin. Hann hafði spillt öllu fannst Pen. Hann hafa ásakað hana fyrir ósiðsemi og neytt sir Richard til þess að taka ákvörðun, sem hann hafði ekki viljað taka. „Því ég býst ekki við að hann elski mig neitt,” sagði Pen við sjálfa sig. Hann sagði aldrei neitt slikt fyrr en Piers varð svo dónalegur. Reyndar kom hann fram við mig eins og hann væri raunverulega fjárhaldsmaður, frændi eða einhver mörgum árum eldri en ég. Það held ég að sé ástæðan fyrir þvi hvað mér fannst þetta allt siðsamlegt og ekki á neitt hátt hneykslanlegt. Öll ævintýrin sem við lentum í ollu því að hann neyddist til þess að plata Almeriu frænku burt, stamandi maðurinn komst að þvi að ég væri ekki drengur, Piers varð leiðinleg- ur, ég komst í klandur vegna klaufaskap- ar Lydiu, majórinn kom og nú þegar þessi herra Brandon veit um mig, hef ég komið vesalings Richard í hina hræði- legustu aðstöðu sem hægt er að hugsa sér. Það er aðeins eitt við því að gera. Ég verð að hlaupast á brott. Þessi ákvörðun gerði hana þó svo dapra að mörg stór tár runnu úr augna- krókum hennar og niður kinnarnar. Hún þerraði þau burtu og sagði sjálfri sér að það væri heimskulegt að gráta. Því ef hann vill ekki kvænast mér þá vil ég ekki giftast honum — ekki sérstak- lega; og ef hann vill það þá er ég viss um að hann kemur að heimsækja mig heim til frænku. Nei, það gerir hann ekki. Hann gleymir mér alveg, eða öllu heldur verður hann ánægður að vera laus við illa uppalinn, þreytandi skjólstæðing. Guð minn góður. Hún sökk svo djúpt í slikar daprar hugsanir að það leið langur timi áður en hún hafði sig í það að komast í rúmið. Hún gleymdi jafnvel flóttanum sem hún hafði hjálpað til við að hrinda i fram- kvæmd og hlustaði á klukkuna slá tólf án þess svo mikið sem minnast þess að nú myndi Lydia vera að stiga upp i leigð- an skiptivagn með eða án kanarifugla. Hún átti leiðinlega nótt, fulla af erfið- um draumum og hún bylti sér svo mikið að hún var fljótlega búin að rífa upp öll lök og teppi. Rúmið varð því svo óþægi- legt, að þegar hún loks vaknaði klukkan sex um morguninn i sólbjörtu herberg- inu var hún fegin að komast fram úr. Mestum hluta þess tíma sem hún hafði vakað hafði verið eytt i að hugsa um hvernig hún gæti hlaupist á brott, án þess að sir Richard vissi um það. Vagn var vanur að fara til Bristol á vissum dögum og hún ákvað að taka sér far með þessum vagni. Ef þetta var ekki einn af þeim dögum ákvað hún að ganga til Bristol og taka sér far til London með áætlunarvagninum. Bristol var ekki í meira en sex til sjö milna fjarlægð frá Queen Charlton og auk þess var alltaf einhver von um að verða boðið að sitja í einhverju farartæki sem væri á leið til borgarinnar. Hún klæddist og brast næstum þvi i grát aftur þegar hún barðist við stíft bindið vegna þess að sir Richard átti það. Þegar hún var loksins klædd setti hún hinar fáu föggur sinar í ferðatösk- una og læddist niður í stofuna. Þó hún gæti heyrt i þjónunum í mat- stofunni og eldhúsinu höfðu þeir ekki enn komið inn i stofu til þess að draga tjöldin frá og koma á reglu i herberginu. í ástandi næturlangrar óreiðu var það mjög niðurdrepandi. Pen dró tjöldin frá og settist við skrifborðið tii að semja kveðjubréf til sir Richards. Þetta var mjög erfitt bréf til skriftar og virtist bera með sér mikið af snýting- um og snökti. Þegar Pen hafði loks lokið því las hún það yfir full efa og reyndi að stroka út blekklessu. Hún var ekki ánægð með bréfið, en það var enginn timi til þess að skrifa annað svo hún braut það saman, innsiglaði það, skrifaði nafn sir Richards framan á það og stillti því uppá arinhilluna. í forstofunni hitti hún svartsýna þjón- inn sem hafði þjónað þeim kvöldið áður. Augu hans virtust jafnvel leiðari en vanalega og fyrir utan það að stara hugs- andi á ferðatösku Pen virtist hann ekki vera neitt hissa á þvi hve árrisul hún væri. Pen útskýrði liðugt fyrir honum að hún þyrfti að fara til Bristol og spurði hvort vagninn færi fram hjá George. Þjónninn sagði að hann færi ekki fram hjá vegna þess að hann æki ekki á föstu dögum. „Ef þér hefðuð þurft að nota hann i gær hefði það gegnt öðru máli,” bætti hann við. Hún andvarpaði. „Þá neyðist ég til þess að ganga.” Þjónninn virtist ekki hafa miklar áhyggjur af því, en i þann mund sem hún var komin í dyrnar minntist hann einhvers og sagði með sama drunganum: „Frúin er að fara til Bristol á kerrunni.” „Haldið þér að hún myndi taka mig með sér?" Þjónninn vildi ekki segja neitt um það, en hann bauðst til þess að spyrja frúna. Pen ákvað að fara sjálf og fór út i garðinn bak við krána þar sem hún hitti eiginkonu veitingamannsins. Hún var að setja körfu upp i kerruna og bjó sig undir að stiga upp i hana sjálf. Hún var undrandi á ósk Pen og leit ferðatöskuna grunsemdarauga. En hún var góðhjörtuð kona og þegar Pen full- vissaði hana um að Richard vissi vel um þessa fyrirætluðu ferð hennar, þá leyfði hún henni að setjast upp í kerruna og láta ferðatöskuna undir sætið. Sonur hennar, daufgerður. ungur maður sem tuggði strá alla leiðina, tók taumana og innan fárra mínútna var allt liðið á leið upp þorpsgötuna, hægt en öruggt. „Ég vona bara, herra, að ég sé ekki að gera neitt rangt,” sagði frú Hopkins þegar hún var búin að jafna sig á áreynslunni við að koma þungum lík- ama sinum upp i kerruna. „Ég hef aldrei verið ein af þeim sem er að skipta sér af annarra málum. Ef þér eruð að hlaupast frá herramanninum sem þér eruð með, þá kemst ég i vandræði." „Nei, alls ekki,” fullvissaði Pen hana. „Sjáið til, við erum ekki með okkar eigin vagn með okkur, annars — annars hefði ég ekki þurft að ónáða yður á þennan hátt.” Frú Hopkins sagði að henni væri ekkert ónæði gert og bætti við að hún væri ánægð með að fá félagsskap. Þegar hún komst að því að Pen hafði ekki fengið neinn morgunverð varð hún mjög hneyksluð og eftir mikið tog og pot dró hún körfuna undan sætinu, tók upp úr henni stóran pakka af samlokum, köku pakkaða í klút og flösku af köldu tei. Pen þáði samloku, en afþakkaði kökuna. Það fékk frú Hopkins til þess Við erum fluttir Sfmi 71430 RÉTTINOAR, SPRAUTUN 00 ALLAR ALMENNAR BlLAVIÐOERÐIR A VELUM 00 UNDIRVAONI. OERUM FAST VIRÐTILBOO. REYNIÐ VIOSKIPTIN. jCZ\ BHreiðaverkstædi JONASAR Skemmuvegi24 IX. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.