Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 47
„Hvar?” spurði hr. Gudgeon ruglaður og horfði ráðvilltur i kringum sig. „Þarna!” hrópaði Pen, reif sig lausa og hljóp eins og hind niður hliöargöt- una. Hun heyrði hrópað á eftir sér, en hún eyddi engum tíma i að líta við. Kona sem var upptekin við að skúra dyraþrep- in hjá sér kallaði: „Stöðvið þjófinn!" og sendill með stóra körfu rak upp skerandi ýlfur. Pen komst að enda götunnar með hljóminn af fótataki og köll á eftir sér, beygði fyrir hornið, sá sund sem lá að þyrpingu Ijótra húsa og hljóp þangað. Þaðan komst hún inn i völundarhús mjórra gatna með óhreinum ræsum, asnalegum húsum og görðum daunillum af sorpi sem lá rotnandi í þeim. Hún hafði aldrei komið i þennan hluta borg- arinnar fyrr og varð þvi fljótt villt. Það angraði hana þó ekki mikið því nú elti hana enginn lengur. Hún hélt ekki að neinn hefði séð hana hlaupa inn i sundið svo hún hafði góða ástæðu til þess að ætla að hún hefði hrist lögreglumanninn af sér. Hún hætti að hlaupa og gekk, frekar móð, i það sem hún hélt vera austurátt, Eftir að hafa farið framhjá ntörgum óþekktum götum komst hún loks inn í virðulegra hverfi borgarinnar og spurði til vegar til krárinnar þar sem hún hafði skilið föggur sinar eftir. Hún komst að því að hún hafði farið framhjá henni og að klukkan væri orðin nokkrar minútur yfir níu. Hún leit vonsvikin á þann sem hún talaði við, þrekvaxinn mann í baðmullarbuxum og vaðmáls- úlpu, sem var i þann veginn að stíga upp í léttivagn. Hann spurði hana hvort hún hefði ætlað að taka vagninn til London. Þegar hún játti þvi, sagði hann heim- spekilega: „Nú, þér hafið misst af hon- um.” „Hamingjan sanna, hvað á ég að gera?” sagði Pen og sá fram á að hún yrði að verja deginum i að fara huldu höfði til þess að komast hjá þvi að hr. Gudgeon fyndi hana. Bóndinn sem hafði virt hana hugsandi fyrir sér sagði: „Eruð þér að flýta yður?” „Já, það er að segja, ég er búinn að borga fyrir farið." „Nú, ég er sjálfur að fara til Kings- wood,” sagði bóndinn. „Þér getið komið með mér I vagninum ef þér viljið. Þér munið liklega ná áætlunarvagninum þar.” Hún tók þakklát þessu boði, þvi hún hugsaði með sér að jafnvel þótt hún næði ekki vagninum væri hún öruggari fyrir hr. Gudgeon í Kingswood en í Bristol. Sem betur fór var hestur bónd- ans ungur og hraður brokkari. Þau komust því á Londonþjóðveginn áður en þungur áætlunarvagninn var kominn út úr borginni. Bóndinn setti Pen af við kráardyrnar i Kingswood. Eftir að hafa gengið úr skugga um að farþegavagninn væri ekki kominn kvaddi hann hana glaðlega og ók af stað. Pen fannst sem hún hefði sloppið naumlega undan stórvandræðum og hún settist nú á bekkinn sem var fyrir utan krána til þess að biða komu vagns- ins. Hann var frekar seinn og þegar Pen rétti verðinum miðann virtist hann taka það sem persónulega móðgun að hún hefði ekki komið inn I Bristol. Hann sagði henni með illkvittinni ánægju að föggur hennar hefðu orðið eftir i Talbot kránni, en eftir mikið taut viðurkenndi hann að hún ætti rétt á sæti í vagninum og lét niður þrepin svo hún kæmist inn. Hún þrýsti sér milli feits manns og konu sem hugði að óánægðu smábarni; hurðinni var lokað, þrepin látin upp aftur og farkosturinn hélt áfram skrykkj- óttri ferðsinni til London. 14. kafli Sir Richard Wyndham var ekki árris- ull að eðlisfari, en hann var vakinn óheyrilega snemma morguninn sem Pen flúði af herbergisþjóninum. Hann kom inn með stígvélin hans og nærföt sem þvegin höfðu verið þar á kránni jafn- framt þvi sem hann tilkynnti honum syfjulega að hans væri óskað niðri. Sir Richard stundi og spurði hvað klukkan væri. Jafnvel enn syfjulegar sagði þjónninn honum að klukkan væri átta. „Hver andskotinn!" hrópaði sir Richard og sendi honum ásakandi augnaráð. „Já, herra,” sagði þjónninn af samúð, „en það er þessi Daubenacy majór. herra og hann er í slíkum ham að annað eins hefurekki sést.” „Nú!” sagði sir Richard. „Er það já? Fari majórinn til helvitis." Þjónninn brosti en beið nákvæntari fyrirmæla. Sir Richard stundi aftur og settist upp. „Haldið þér að ég ætti að fara á fætur? Komið þá með rakvatnið mitt.” „Já, herra.” „Ah. já. Skilið kveðju til majórsins og segið honum að ég komi brátt." Þjónninn fór til þess að framkvæma skipanir þessar og sir Richard virti fyrir sér fegurð morgunsins illum augum og fórfram úr. Þegar þjónninn kom aftur inn með könnu af heitu vatni, hitti hann sir Richard fyrir á buxum og skyrtu og til- kynnti að majórinn gengi fram og aftur í stofunni, líkari villtri skepnu en kristn- um herramanni. „Þér hræðið mig,” sagði sir Richard án nokkurrar tilfinningar. „Komið bara með stígvélin min ef þér vilduð gera svo vel? Ó, Biddle, aldrei gerði ég mér grein fyrir gæðum þínum fyrr en ég var sviptur þér.” „Afsakið, herra?” „Ekkert,” sagði sir Richard, steig fæti i annað stigvélið og togaði fast í. Hálftíma síðar gekk hann inn í stof- una þar sem hann hitti fyrir gest sinn. Majórinn gekk fram og aftur um gólfið með stórt úr i hendinni. Hann var óvenjulega rjóður í kinnum og með star- BE6K BHLE?t RRTUR Sagan um afrfska drenginn, sem rænt var er hann var að leita sér að efni í trumbu og fluttur í járnum vestur um haf til Ameríku. Sagan um svarta þrælinn, sem aldrei gat unað ófrelsinu og mátti ekki til þess hugsa að afkomendur hans fengju ekkert að vita um uppruna sinn. Sagan af því hvernig einn afkomenda hans fór að þvf að rekja slóðina til baka — finna sfnar réttu rætur. BOKI BLAÐFORMl 12. tbl. VTkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.