Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 6
Albert Guðmundsson byrjaði snemma að leika knattspyrnu. Fyrst í KR og síðan i Val. Meðfram þeim iðkunum gekk hann í Samvinnuskólann en segir þó nú að knatt- spyrnan hafi bitnað á náminu. En það er aldrei neitt of seint á meðan menn eru ungir þannig að Albert fer til Bretlands þeirra erinda að nema verslunarfræði, nánar tiltekið til Edinborgar. Við spurðum hann hvernig gengið hefði að halda frá sér boltanum þarna í Edinborg. — í stuttu máli sagt þurfti ég að fara frá Edinborg vegna þess að knattspyrnufélögin voru svo ágeng við mig. Ég ætlaði ekki að leika knattspyrnu, ég ætlaði í nám. Knattspyrnan hafði eyðilagt fyrir mér nám heima á íslandi og nú skyldi það unnið upp. Ég yfirgaf semsagt Edinborg, hélt til Glasgow og vonaðist nú til að fá betri frið. En ekki hafði ég verið meira en tvær vikur í skólanum þegar forráðamenn Glasgow Rangers höfðu samband við mig og vildu fá mig til að keppa . . . Ég lét tilleiðast, en æfingum var þannig fyrirkomið að það bitnaði ekkert á skólanum. Þarna lauk ég mínu námi. Albert sneri ekki heim strax að námi loknu eins og algengast er, enda hefur maðurinn ekki farið troðnar slóðir fram að þessu. Það vildi nefnilega þannig til, að um svipað leyti og hann var að ljúka sínu námi var íslenska úrvalsliðið í knattspyrnu að fara í keppnisferð til London. Var Albert beðinn um að leika með. Hann fór því til höfuðborgarinnar og lék þar tvo þrjá leiki með löndum sínum. Það var ekki að sökum að spyrja. Forráðamenn Arsenal, sem þá var eitt besta og frægasta knatt- spyrnulið veraldar, höfðu samband við Albert og báðu hann að leika með liði sinu. Þetta var tilboð sem ekki var hægt að neita þannig að Albert sló til. Það var ekki ætlun okkar að rekja þessa „Ég var frœgur, en var um mig. ” sögu mikið lengur því það hefur ekki ómerkari maður en Jónas frá Hriflu gert í heilli bók. En til þess að fá samhengi í söguna verður að geta þess að Albert staldraði ekki lengi við á Bretlandseyjum eftir þetta vegna þess að illmögulegt reyndist að fá atvinnuleyfi. Því tók hann stefnuna á meginlandið og nú hófst ein glæsilegasta sigurganga sem nokkur knatt- spyrnumaður hefur gengið. Hún varaði í tæpan áratug. Fyrsti viðkomustaðurinn var Nancy í Frakklandi, síðan Ítalía, svo París en þar var Giscard d’Estaing núver- andi Frakklandsforseti áhugamaður í sama félagi og Albert var atvinnumaður. Flakkinu lauk svo í Nizza á Miðjarðarhafs- strönd Frakklands. Þar bjó Albert á Promenade des Anglais en við þá götu búa ekki nema auðkýfingar á heimsmæli- kvarða. Við spurðum Albert hvenær hann hefði verið á hátindi frægðar sinnar. — Það er erfitt að tala um einhvern hátind á þessum ferli. Ég las um það í blöðum á þessum tíma að ég væri hæst- launaði atvinnumaðurinn í Evrópu og jafn- vel öllum heiminum. En ætli toppurinn á þessu hafi ekki verið þegar forráðamenn Arsenal báðu mig að styrkja lið sitt í keppnisferð til S-Ameríku. Það hafði aldrei gerst áður að útlendur leikmaður væri beðinn um að styrkja breskt lið og það hefur aldrei gerst síðan. Þetta er söguleg staðreynd og ég hef gaman af henni. — Hvernig bjóstu þarna úti? Gastu ekki haldið þig ríkmannlega? — Ég bjó eins og ég bý hérna, segir Albert og lítur í kringum sig í stofunni. — Ég bjó vel enda gat ég leyft mér það. Það var farið með mann eins og hvítvoðung. Ef konan eða krakkarnir veiktust var félags- læknirinn strax kominn. Engar áhyggjur af sköttum þvi að félagið sá um allt slikt. Það var fylgst með hvað og hvenær maður borðaði, í bókstaflegri merkingu var allt hugsað fyrir mann sem mögulega gat valdið manni áhyggjum. Maður var eins og hvítvoðungur í bómull. Það var mikil breyting að koma síðan heim eftir svona feril. Þegar menn eru komnir á miðjan aldur og hætta einhverju sem hefur verið ævistarf þeirra og verða að byrja upp á nýtt á einhverju allt öðru — ég gæti trúað að tilfinningin sé ekkert óáþekk því að endur- fæðast. Það eru afskaplega margir sem eiga erfitt með að finna nýjan starfsvöll eftir frægðarferil. Það er sjaldgæft að menn nái sér á strik í einhverri annarri atvinnugrein eftir atvinnumennsku sem þessa. Það er erfitt að koma á vinnumarkað og byrja nýjan feril á fertugsaldri. — Áttir þú þér ekki marga viðhlæjendur þegar þú komst heim, heimsfrægur maðurinn? — Ég var frægur en ég átti mér ekki marga viðhlæjendur. Það var einfaldlega vegna þess að ég gaf ekki hverjum sem var færi á mér. Ég er ekki aðgengilegur þannig. Eftir að vera svona lengi hjá þessum stóru knattspyrnufélögum var ég búinn að sjá hvernig þessi mál gengu fyrir sig. Ég sá hvernig félagar mínir, sem voru í svipaðri „fiað geta allir eignast peninga með þrotlausri vinnu ef þeir skapa sér traust og standa í skilum. ” 6 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.