Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 7
aðstöðu og ég, höguðu sér. Hvernig fólk misnotaði þá vegna þess að þeir voru frægir — hvernig þeir létu glepjast og það eyði- lagði þá. — Varstu þá ekki vel efnaður þegar þú komst heim? — Jú, miðað við hvað ég átti þegar ég fór út, býst ég við að ég hafi verið vel efnaður við heimkomuna. En peningar eru ekki allt þó þeir séu nauðsynlegir. Peninga geta allir eignast með þrotlausri vinnu. Það er bara spurning um að skapa sér traust og standa í skilum, þá koma þeir af sjálfu sér. „Égfann vissa andstööu og þá var eins og flautaö væri til leiks. Ég vildi keppa við þessa menn. ” En eins og allir vita er Albert ekki aðeins heildsali og fyrrverandi knattspyrnuhetja. Hann hefur leikið margan leikinn á velli stjórnmálanna og margoft einleikið upp hægri kantinn án þess að gefa boltann, flokksbræðrum sínum til sárrar skap- raunar. En hvað sem um það má segja er það klárt mál að íslensk stjórnmál mundu missa lit ef hans nyti ekki við. Við snerum tali okkar inn á brautir stjórnmálanna. — Það var nú hrein tilviljun að ég fór út í pólitík — og þó — þetta hangir allt saman. Ég stofnsetti heildverslun þegar ég kom heim vegna þess að mikið af þvi fólki sem ég kynntist úti var i viðskiptum og kom ég með umboð frá því hingað heim. Svo þegar ég byrja að starfa kynnist ég að sjálfsögðu íslenskum viðskiptamönnum sem verða margir samstarfsmenn mínir og vinir. Þetta voru t.d. Sigurliði Kristjánsson, annar helmingurinn af Silla & Valda, harð- duglegur maður, Kristján í Kassagerðinni, einhver ljúfasti og traustasti maður sem ég hef kynnst og svo Sigfús í Heklu sem var jarðýta í dugnaði ef hann tók eitthvert verk að sér. Ég varð félagi þessara manna og við fórum að starfa saman i Sjálfstæðis- flokknum sem nokkurs konar vinnuhestar. Þú mátt hafa það eftir mér, að við vorum ekkert nema vinnudýr í flokknum og unnum þessi störf sem voru fjármálalegs eðlis með okkar aðalstörfum. Það vantaði alltaf peninga til að halda flokksstarfinu gangandi. Gamla Sjálfstæðishúsið þurfti viðhald og byrjað var að byggja nýtt Sjálfstæðishús. Þessir góðu menn hverfa svo einn af öðrum og það endar með því að ég stend einn uppi í þeim störfum sem við áður höfðum unnið í sameiningu í Sjálf- stæðisflokknum. En áður en þessir menn féllu frá höfðu þeir hvatt mig til þess að fara i prófkjör. Ég var nú frekar andsnúinn þessu. En eftir að hafa unnið svona fyrir flokkinn, eins og ég hafði gert, þá fann ég samt vissa andstöðu gegn því að ég færi í hið pólitíska starf. Og þá hljóp í mig keppnisskap eins og alltaf gerir þegar ég finn að mér er ögrað — ég vildi keppa við þessi öfl. Það var eins og flautað væri til leiks, ég tvíefldist og hóf sókn með aðstoð góðra vina. Siðan er ég búinn að vera í pólitíkinni. — Það er einkennilegt að síðan ég kom á þing hefur mér fundist ég vera óvelkominn, ég var aftur á móti alltaf velkominn þegar einhver verk þurfti að vinna utan þings fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En svo þegar út í sjálfa pólitíkina kemur finn ég ekki lengur þenna samstarfsvilja sem alltaf var fyrir hendi áður fyrr. Nú er svo komið að mér finnst ég vera einhvers konar stundarfyrir- bæri í íslenskum stjórnmálum. Því er það „Mérfinnst ég vera stundar- fyrirbœri í íslenskri pólitík og lítt varanlegt. ” að ég hef ekki hætt mínu fyrra starfi, rek enn mitt fyrirtæki og er alveg tilbúinn til þess að hverfa alfarið að því aftur. — En þú heldur líklega áfram í stjórn- málum á meðan þú finnur að einhver er á móti þér? — Jú, sko, sjáðu nú til. Þegar maður starfar að einhverju þar sem maður finnur sig velkominn starfar maður af miklum áhuga og þarf ekki að hafa áhyggjur af öðru en að láta gott af sér leiða. En þegar maður finnur að maður er ekki velkominn einhvers staðar þá er eins og maður sé með farg á bakinu — berandi einhverja byrði. Það er skrýtin kennd. Ég fór fyrir tilviljun og skyndilega inn í pólitíkina og það kæmi mér ekki á óvart þótt ég færi á sama hátt út úr henni aftur. Annaðhvort vegna eigin ákvörðunar eða annarra. „Þar liggja vissir þrœöir... — Hvaðan kemur andstaðan? — Ef ég ætti að svara þessu þá held ég að það sé best gert með því að segja að það er annað að hafa fylgi fólksins eða flokksfylgi, þ.e. fylgi innan 20 manna þing- flokks eins og hjá okkur. Það er gaman að vinna fyrir fólkið en sömu sögu er ekki hægt að segja um þingflokkinn. Þar liggja 14. tbl. Vlkan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.