Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 19
teygði annan fótinn til að sparka í hurðina. Hún sveiflaðist aftur aðeins of hægt, þvi Emilía, sem átti leið framhjá náði að koma auga á þau. Wayne kom allt of seint að borða og Janina var stolt af kunnáttu sinni í elda- mennsku. Hann lagði á borðið og á meðan hristi hún og skók til potta og ponnur. Það var greinilegt að hún var að sækja í sig veðrið. Hún spurði samt engra spurninga né orðaði það beint að hún tengdi Donnu Michaels við Wayne. Samt var augljóst af tali hennar hver afstaða hennar var. „Hún svífur inn á skrifstofuna á fimm mínútna fresti og blæs út úr sér reyknum úr þessum daunillu sigarettum, hreinlega upp í munninn á mér. Mér finnst stundum eins og það sé ég sem ætti að hætta að reykja. Og svo hárið á henni! Ég hef hreint ekkert á móti því að fólk liti á sér hárið Ijóst en það er þó hægt að gera það aðeins smekklegar og eðlilegar en þetta gálulega .. ” „Allt í lagi,” sagði Wayne hvasst. „Slappaðu af.” Janina hálf skammaðist sín fyrir að láta svona og sennilega að ástæðulausu lika. Hún sneri sér frá eldavélinni og að Wayne. Hann sagði ekkert en hélt bara áfram að leggja á borðið. Henni varð litið á það sem hann var að gera; hann var búinn að leggja á borð fyrir þrjá og var að byrja á þeim fjórða. „Ó, pabbi,” sagði hún sorgmæddri röddu. Hann leit á borðið. „Ég er bara að halda mér í þjálfun,” sagði hann og faðmaði hana að sér. Deedee fór úr skónum og náði í tvo bjóra úr ísskáp sem átti að líta út eins og hann væri úr viði. Rosie var að leita í plötubunkanum að réttu plötunni. Tunglsljósið skein inn um þakgluggana eins og eftir pöntun hans. Hún kveikti á lampa þó það væri algjör óþarfi. „O, ég var alveg bálskotinn í þér í gamla daga,” sagði Rosie. „En í þá daga var ég bara ekkert glæsilegur i þröngum sokkabuxum. En nú er þessu öfugt farið.” „Jæja, hvernig þá?” „Jú, núna erum við bæði hálf hallærisleg í sokkabuxum.” „Það getur vel verið að það sé þitt áiit,” svaraði hún hlæjandi. „Já,” sagði hann og var allt í einu orðinn mjög alvörugefinn. Hún gat vel getið sér til hvað nú kæmi. Hún hafði verið við því búin alveg síðan hún hafði hitt hann við bakdyr leikhússins. Svipur hans leyndi engu, hann var álíka opinn og íbúðin hans sem hafði hvorki veggi né dyr nema baðherbergið. íbúðinni var skipt niður með bókahillum, hljóm- flutningstækjum og plötuskápum og auk þess með listaverkum eftir hann sjálfan. Hann var hagleiksmaður eins og Wayne. Framhald í næsta blaði. Hver annar en BINA TONE getur boðið stereoútvarpstæki með kassettuseguibandi á svipuðu verði og mono. CN < tr O Þú ættir að kynna þér þetta stórg/æsi/ega stereoútvarpstæki með kassettubandi. ER T/L BETRIFERM/NGARGJÖF? D i. . i KdaiQDæT ÁRMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAV4K SÍMAR; 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366 14-tbl. Vlkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.