Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 20
Af hverju eignast fólk börn? Fólk eignast börn. Fólk á að eiga börn. Það eru eins konar óskráð lög í samfélaginu um að fólk sem er gift eða í sambúð eigi að eiga börn. Hjón eiga helst að eiga fleiri en eitt barn, tvö eða þrjú þykja yfirleitt hæfa vel. Af hverju þykir þetta svona sjálfsagt? Að því undanteknu, að flestir hafa gaman af börnum og vilja ef til vill eignast barn með þeim sem þeim þykir vænt um, skipta líka önnur atriði máli í þessu sambandi. T.d. viss hégómagirnd og stolt yfir að geta eignast eigið afkvæmi, krafa samfélagsins um að fólk eigi að eignast börn, krafa fjöl- skyldunnar um að nafn ættarinnar eigi að lifa áfram o.s.frv. En oft hugsar fólk ekki mikið út í það af hverju það á börn. Börnin koma bara. Það er kannski meðal annars vegna þess, að mörg börn koma ennþá óvelkomin í heiminn, þrátt fyrir auknar getnaðarvarnir. Fæðingum barna hefur hinsvegar fækkað á síðastliðnum árum og sýnir það m.a., að sá fjöldi barna sem fólk eignast, breytist með efnahagslegri og félagslegri þróun samfélagsins. Afstaða og væntingar til þess að eignast barn Afstaða foreldra til nýfædds barns skiptir miklu máli fyrir velferð barnsins. Tilfinningar foreldra gagnvart barni verða hinsvegar til löngu áður en barnið fæðist. Foreldrar geta verið mjög hamingjusamir yfir því að eignast barn, eða þeir geta verið vonsviknir yfir því og þeir geta líka verið beint mótfallnir því. Það er ekki fjarri lagi að halda því fram, að við búum okkur undir foreldrahlut- verkið þegar við fæðumst sjálf. Það er í fjölskyldunni sem barnið lærir að tengjast öðrum tilfinningalegum böndum, það er í fjölskyldunni sem barnið lærir að láta í ljósi tilfinningar og hvernig það leysir úr árekstrum. Einnig verða skoðanir og afstaða barnsins til umheimsins, sjálfsmynd þess og skynjun á kynhlutverki til í fjölskyldunni. Öll þessi atriði móta einstakl- inginn og hann ber þau með sér ævilangt og þau móta allt það sem kallað er uppeldi. Barnæska og reynsla foreldra úr bernsku mótar því það hvernig foreldrar þeir verða. Afstaða og væntingar foreldra eru mjög háðar því, hvað fólk á mörg börn og hvert kyn barnanna er. Langflestir hafa mestar væntingar til fyrsta barns, og þeim mun fleiri börn sem fólk eignast, þeim mun óskýrari verða væntingarnar. Afstaða og væntingar til barns geta verið mjög mismunandi hjá móður og föður og sá mismunur í afstöðu hefur áhrif á barnið alveg frá fæðingu. Ytri aðstæður hafa einnig áhrif á afstöðu foreldra til barns. Breytingar á húsnæðis- aðstæðum, fjárhag og vinnu, geta leitt til þess, að afstaða til barnsins breytist annað- hvort í jákvæða eða neikvæða átt. Að fæðast óskabarn Með þeim getnaðarvörnum sem eru til í dag, ættu öll börn að geta fæðst sem óska- börn. Það skiptir miklu máli fyrir líf og þroska barnsins hvort það er velkomið í heiminn eða ekki. Mörg börn fæðast enn vegna „slysa” eða af því að fólk tók „sjensinn”. Hugtakið óskabarn er hins vegar ekki svo auðvelt viðureignar. Rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós, að afstaða foreldra gagnvart barni getur breyst á meðgöngu- timanum. Þannig getur afstaða orðið jákvæð og barnið fæðst sem óskabarn, enda þótt þungunar hafi ekki verið æskt i fyrstu. Einnig hefur komið i ljós, að ógiftar konur sem hafa orðið örvinglaðar, þegar þær fengu að vita, að þær væru með barni, hafa breytt um afstöðu ef þær hafa hafið sambúð á meðgöngutímanum. Þar með hafa þær oft fengið betri félagslega aðstöðu og ekki þurft að bera ábyrgðina einar. Það er ekki óalgengt, að fólk sem býr í óhamingjusömu hjónabandi, haldi, að XO Vlkan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.