Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 21
hjónabandið lagist ef það eignast barn. Yfirleitt verður það fyrir vonbrigðum, því það er afar sjaldgæft, að börn lagfæri óhamingjusama sambúð. Undir slíkum kringumstæðum er varla hægt að verða óskabarn og vonbrigðin sem fylgja þvi að barnið bjargaði ekki hjónabandinu lenda oft á barninu sjálfu. Þrátt fyrir að fólk hafi þráð það að eignast barn, er ekki þar með sagt, að það verði góðir foreldrar. Það eru nefnilega tveir óskyldir hlutir að ganga með barn og eignast það og að ala það upp. Mörgum for- eldrum finnst börn sín vera meiri óskabörn á sumum aldursstigum en öðrum. Sumum geðjast best að börnum, þegar þau eru pínulitil og algjörlega háð manni. Öðrum þykja börn skemmtilegri þ ;gar þau verða stærri og þurfa ekki eins mikla hjálp og geta verið meiri félagar manns. Það er ekki hægt að krefjast þess af foreldrum, að þeir séu alltaf jafngóðir foreldrar. Allir hafa bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar til annarra. Þetta á líka við þær tilfinningar sem foreldrar bera í garð barna sinna bæði óskabarna og þeirra sem ekki fæðast óskabörn. Að fæðast óvelkominn Það er munur á því að fæðast óskabarn og vera óvelkominn í heiminn. Sum börn fæðast ekki beint óvelkomin, en ástæður foreldra geta valdið því, að tíminn sem barnið kemur á er kannski ekki alveg sá rétti. í slíkum tilvikum aðlaga foreldrar sig oftast að aðstæðum og yfirfæra ekki tíma- bundnar neikvæðar tilfinningar yfir á barnið. Það geta verið margar mismunandi ástæður fyrir því, að barn fæðist óvelkomið. Barn sem fæðist utan hjóna- bands eða án þess að foreldrarnir séu í sambúð er oft óvelkomið. Þetta kemur til af mörgum ástæðum. Nokkrar þeirra helstu eru, að það eru ennþá fordómar í samfélaginu gagnvart einstæðum foreldrum, fjárhagsaðstaða einstæðra for- eldra er yfirleitt verri en foreldra í sambúð og að það er miklu erfiðara að bera ábyrgðina á barni einn en tveir, eins og búið er um hnútana í samfélaginu í dag. Börn sem fæðast i sambúð geta líka verið óvelkomin. Aðstæður fólks geta verið það slæmar, að því finnist ekki kleift að eiga barn, t.d. fjárhagur eða húsnæðismál. í slíkum tilvikum gæti félagsleg og fjárhags- leg aðstoð hjálpað til og orðið til þess, að barnið kæmi velkomnara í heiminn en annars. í sumum tilfellum vilja foreldrar ekki viðurkenna, að barn sem sé á leiðinni sé ekki velkomið. Slíkir foreldrar geta fengið slæma samvisku gagnvart barninu sem þeir reyna að vinna bug á t.d. með því að ausa gjöfum i barnið og láta allt eftir þvi. Hvað er að þeim? Börn geta verið óvelkomi. í heiminn, ef móðirin verður t.d. að hætta í námi eða vinnu sem henni líkar vel. Oft bitnar slíkt á börnunum. Þetta á að sjálfsögðu lika við um feður, en það er bara enn sem komið er miklu sjaldgæfara, að þeir láti fæðingu barns hindra sig í að framkvæma áform sín en konur. Börn sem skynja, að þau séu óvelkomin í heiminn, finnst að þeim sé ofaukið og þau fá ekki það öryggi og ást sem er þeim nauðsynleg til að þroskast eðilega. Það er ekki gott að vera slíkt barn. í dag er erfitt að vera foreldri Til þess að samfélagið líði ekki undir lok, er nauðsynlegt að fæða börn í heiminn. Það ætti þvi að vera í þágu hvers samfélags að búa svo vel að börnunum, að þau verði fær um að taka við þróun samfélagsins. í dag er það mótsagnakennt að vera foreldri. Foreldrar verða að vinna til að halda lífi í sér og börnunum. Þeir hafa fæstir tíma og krafta til að sinna börnunum sem skyldi og fæstir hafa nógu góða gæslumöguleika fyrir börnin á meðan þeir eru að vinna. í vissum skilningi má þvi segja að börnum sé ofaukið í samfélaginu í dag. Fólk heldur samt áfram að eiga börn, þrátt fyrir að það hafi ekki sem ákjósan- legust skilyrði að ala börnin upp. En fjöldi þeirra barna sem fæðist breytist með efnahagslegri og félagslegri þróun og félagslegri meðvitund fólks. Og það er full ástæða til þess að ætla, að fækkun fæðinga stafi að einhverju leyti af því að fólk hefur í auknum mæli gert sér grein fyrir að það er erfitt að vera foreldri. 14. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.