Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 26
Viktoríustræti, aðalgatan i Hafnarvogi. Það eru víðar hvít hús en í Washington Út úr gráu haustregninu rísa Orkneyjar. Sánkti Ola, ferjan frá Skarabólstað (Scrabster) klýfur öldurnar, og Karlinn í Háey, sá frægi klettastapi, er að baki. Tilveran er drungaleg og kannski ekki svo fjarri því að minna á fornar sagnir af svaðil- förum norrænna víkinga á þess- um slóðum. Eftir versta sumar í meira en hálfa öld er heldur engin furða, þótt móttökurnar séu ekki upp á marga fiska. Áfangastaður minn er bærinn Stromness, sem ég kýs fremur að kalla Hafnarvog, að hætti norrænna manna. Þessi litli bær er ákaflega sérkennilegur og yfir- bragð hans svo grátt, að erfitt er að greina hann frá þokunni. Eina undantekningin er bóka- safnshúsið í miðjum bænum, sem hefur litarhátt gamallar gul- rótar. Aðrar byggingar láta lítið yfir sér og hallast vingjarnlega hver upp að annarri, en göturn- ar eru svo þröngar, að ökutæki geta aðeins mæst á stöku stað. Þetta undarlega,gráaregn heldur áfram að streyma úr loftinu og myndar óteljandi læki á hellu- lögðum öngstrætunum. Hvenær skyldi stytta upp? Ég hef svo sannarlega heppnina með mér í húsnæðis- vali. Rétt fyrir ofan bókasafnið stendur nær tvö hundruð ára gamalt hús, sem kallað er Hvíta húsið, en eftir því að dæma hefur það ekki alla tíð verið jafn- grátt og nú. Hvíta húsið var reyndar byggt af einum skip- verja hins fræga fleys Bounty, og sagt er, að Bligh skipstjóri hafi komið þangað í heimsókn. Samt verð ég ekki var við neina reimleika. Nú ræður hér húsum vingjarnlegur karl, Stewart Banks að nafni, sem er heldur hreykinn af því að hýsa íslend- ing. Sjálfur dvaldi hann á íslandi í rúmlega eitt ár, þegar hann gegndi herþjónustu á stríðs- árunum, og var þá á Seyðisfirði og í Hvalfirði. Segir hann mér, að hann hafi safnað daglegum skammti sínum af rommi og selt íslendingum fyrir 150 krónur flöskuna. Telur hann sig hafa hagnast vel á þeim viðskiptum. Úr herbergjum mínum í Hvíta húsinu hef ég hið fegursta útsýni yfir bæinn og sjálfan Hafnarvoginn. Frumbyggjar, víkingar og jarlar Orkneyjar munu fyrst hafa byggst af blönduðum kynstofnum einhvern tima í grárri forneskju. Á sjöttu öld, eða jafnvel fyrr, er talið að kristniboðar, þ. á m. Kormákur sæfari, hafi komið þar við, en þá bjuggu þar Papar, og bera mörg örnefni því vitni. Og þrátt fyrir umfangsmikið landnám norrænna manna á áttundu og niundu öld finnast á eyjunum stórmerkilegar minjar um sérstæða menningu frumbyggj- anna. Það er ekkert vafamál, að norrænir víkingar vissu af Orkneyjum snemma á áttundu öld, og þótt þeir væru flestir hinir mestu ruddar og sæktu gull og gersemar austur í Garðaríki og suður í Miklagarð, þá þótti þeim ekki úr vegi að setjast að á þessum friðsælu eyjum við norðurströnd Skotlands. Sennilega hafa þeir þá áður selt ránsfeng sinn i Vesturvegi. Landnám víkinganna hefur sennilega staðið með mestum blóma fyrir 850, en besta heimildin um sögu eyjanna eftir það er Orkneyinga saga, sem rituð var á íslandi á þrettándu öld. Aðeins tveimur öldum eftir landnám norrænna manna náði veldi eyjajarlanna hámarki. Þorfinnur jarl bjó t.d. á lítilli eyju, Byrgisey, en réð yfir öllum norðureyjunum, vestureyjunum og stórum hluta Skotlands. Auk þess hafði hann ítök á írlandi. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson lýsir dvöl á Orkneyjum, þar sem norrænir víkingar mörkuðu spor sín fyrr á tímum. 26 Vlkan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.