Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 43
Jeffries hafði orðið fyrir valtara, sem flatti hann út eins og pönnuköku. Og nú varð einhver af lögreglumönnunum á litlu lögreglustöðinni í úthverfinu, sem hinn látni hafði búið í, að færa vesalings frú Jeffries þessi sorgartíðindi. — Það er best að þú gerir það, Jerry, sagði Marshall lögreglu- foringi. Jerry var langorðvarasti maðurinn á allri lögreglu- stöðinni og þess vegna likleg- astur til að leysa úr svo viðkvæmu máli á viðeigandi hátt. Jerry tók strax upp símtólið og hringdi til frú Jeffries. — Frú Jeffries? Þetta er Barker lögregluþjónn. Takið nú vel eftir, frú Jeffries. Kannist þér við stóra valtarann á þjóðvegi númer 67? Já, einmitt, þennan sem er 50 tonn. Maðurinn yðar varð fyrir honum í morgun. Hvort hann beri þess nokkrar menjar? Jú, ég er nú hræddur um það. Hann er svo útflattur, að hann kæmist í gegnum bréfa- lúguna yðar. Jerry lagði niður tólið, ánægður með samtalið. Hann hafði komið til skila boðunum um hina skyndilegu brottför Jeffries til hinna himnesku ekra skýrt og skilmerkilega. Og hann hafði líka munað eftir hinum óskráðu lögum að nefna aldrei orðið dauði við eftirlifandi ættingja. En Marshall lögregluforingi var ekki jafnánægður. — Fyrirgefðu, en þetta var nú töluvert klaufalegt hjá þér. — Jæja? Ef þú heldur að þú komist betur frá þessu, skaltu bara reyna í næsta skipti þegar eitthvað kemur fyrir. Næsta skipti kom ekki fyrr en tveimur árum seinna. Frú Jeffries hafði gifst aftur, og það fór nú ekki betur en svo, að nýi eiginmaðurinn fórst í höfninni nokkrum mánuðum eftir brúð- kaupið. Og aftur varð lögreglan að færa vesalings konunni þessi sorgartíðindi. — Á ég að gera það? spurði Jerry, en Marshall lögreglu- foringi var því mjög mótfallinn. — í þetta skipti ætla ég sjálfur að gera það. Þú kemur með mér, svo að þú getir dregið þinn lærdóm af því, hvernig á að flytja slík tíðindi á sem miskunn- Fimm minútur med Z WILLY BREINHOLST ERFITT VERKEFNI samastan hátt. Maður verður að fara varlega í svona málum og ekki bara buna þessu út úr sér. Lögreglumennirnir tveir fóru saman til frú Jeffries, sem nú hét frú Philpotts, og hringdu dyra- bjöllunni. — Góðan daginn, frú Phil- potts. Við komum hingað vegna manns yðar ... Frú Philpotts huldi andlitið óttaslegin í höndum sér og grunaði hið versta. — Hjartaslag, hrópaði hún.— Hann hefur fengið hjartaslag. Segið það bara. Hann hefur alltaf haft svo lélegt harta .... — Nei, alls ekki. Þér getið verið rólegar þess vegna.... Það birti yfir frú Philpotts. — Guði sé lof, andvarpaði hún. Marshall lögregluforingi herti upp hugann og hélt áfram. — Við höfum komist að því, að maðurinn yðar fékk sér hressingu snemma í morgun í Larrys Bar, eins og hann var vanur... Frú Philpotts tók aftur að gruna margt. —- Hann hefur drukkið sig fullan. Hann hefur lent i slags- málum, slegið höfðinu við stein- vegg, og þegar hann komst á sjúkrahúsið var hann.... — Alls ekki, frú Philpotts, alls ekki. — Ó, guði sé lof! — Sjáið nú til, hélt Marshall lögregluforingi áfram. — Eftir að hann hafði verið á Larrys Bar hélt hann áfram niður að höfn, þar sem hann geymdi bílinn sinn. Hann fór fram hjá vegamótunum Bartlett Street og Kimball Road, og... — Og gekk yfir á rauðu ljósi! Varð fyrir bíl! Segið það bara. Hann hefur gengið þvert fyrir stóran vörubíl, og í þessari færð gat hann ekki . . . Segið það bara! Ég get séð það á yður! Hann.... — Nei, það kom ekkert fyrir hann. Hann beið löghlýðinn eftir grænu ljósi. — Ó, guði sé lof! Marshall lögregluforingi þurrkaði svitann af enninu og hélt svo áfram: — Sem sagt, bíll mannsins yð- ar stóð framarlega á hafnarbakk- anum. Hann settist upp í hann, setti í gang og steig bensínið í botn... — Og hefur ekið beint inn í vöruvagn? — Nei, mín kæra frú Phil- potts. Bílinn var í aftur á bak gír. — Ó, guði sé lof! — Þetta megið þér ekki segja. Bíllinn var sem sagt í aftur á bak gír. í AFTUR Á BAK GÍR! Skiljið þér það ekki? Bíllinn stóð yst á hafnarbakkanum, og hann steig bensínið í botn í aftur á bak gír. — Eigið þér við, að hann hafi enn einu sinni fengið stöðumælasekt? Marshall lögregluforingi gafst upp. Þeir fóru heim, og Barker lögregluþjóni var falið að hringja og leiða frú Philpotts í allan sannleikann: Að maður hennar hefði ekið í sjóinn og væri steindauður. Þrjú ár liðu, og frú Philpotts giftist aftur. Og hversu ótrúlega sorglegt, sem það nú annars var, fórst þriðji maðurinn hennar nokkrum dögum eftir brúð- kaupið í umferðarslysi. Brennan lögregluþjóni, sem hafði nýlega hafið störf á litlu lögreglu- stöðinni, var falið að flytja henni þessi hræðilegu tíðindi. Hann sat með hausinn niðri í bringu í rúman klukkutíma til að finna heppilega aðferð til að segja henni fréttirnar. — Nú veit ég, sagði hann loks, og andlit hans ljómaði. — Nú veit ég, hvernig ég get sagt henni þetta án þess að nefna yfirleitt nokkuð um dauða, slys- farir eða önnur óheppileg orð. Svo stóð hann á fætur og fór út til að heimsækja frú Phil- potts, sem nú hét frú Smith. Hann hringdi dyrabjöllunni, og frúin kom til dyra. — Góðan dag, sagði hann. — Eruð þér ekkjan Smith? — Ég er hreint ekki ekkja, sagði frú Smith og brosti. Brennan lögregluþjónn flýtti sér að rétta fram höndina. — Eigum við að veðja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.