Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 44
Magnús Guðmundsson er sker neðan af túlfpönunum meö œfðum höndum. Þegar páskarnir nálgast, hljótum við að slaka aðeins á klónni í neytendamálunum og hugsa um eitthvað hugljúfara en bifreiðar og þvottavélar, þótt það séu nauðsynlegir og jafnvel fallegir hlutir. Á páskum vilja margir minnast þess, að vorið er á næstu grösum, og þá er gaman að lífga upp á innan dyra með blómum og fleiru, sem minnir á gróandi líf. Við fengum Magnús Guð- mundsson, skreytingafræðing, til þess að leiðbeina lesendum Vikunnar um blómaskreytingar. Magnús kennir nemendum í Hótel- og veitingaskóla íslands tvisvar í viku, og þegar við höfðum samband við hann, stóð einmitt til að leiðbeina þeim um skreytingar á páskaborðið. Við komum í skólann, þegar búið var að leggja á borð fyrir tólf manns, sem boðið hafði verið til að bragða á dýrindis réttum hinna verðandi mat- reiðslumanna, og þótt það komi ekki skreytingunum bein- línis við, þá getum við ekki stillt okkur um að birta matseðilinn: Hrásalat með salatsósum Lauksúpa Djúpsteiktur steinbítur Orly Kjötmauk í hlaupi með chantillysósu Ofnsteikt önd með appelsínu- sósu Vanilluís Kaffi. Að sjálfsögðu var þetta allt þýtt yfir á hina fínustu frönsku, þótt við sleppum því hér, en frönsku heitin verða allir matreiðslumenn að kunna. Borðið hafði verið dúkað og lagt nauðsynlegum borðbúnaði, en það var gaman að fylgjast 44 Vikan 14. tbl. Páska- borðið skreytt algjöran óþarfa, enda yrðu þá blómin orðin ærið stuttaraleg að lokum. Hann telur nóg að skera neðan af stilkunum 3. eða 4. hvern dag. Nota skal beittan hníf og skera á ská neðan af stilkunum. Athugið að nota ekki skæri, því að þau klemma stilkana saman, og að sjálfsögðu á alls ekki að merja þá, eins og sumir gera. Gamalt húsráð er að setja sykur og edik í vatnið, sem blómin eru látin standa í, og það spillir að minnsta kosti ekki fyrir, þótt betri ráð séu reyndar til. Til dæmis er gott að nota chrysalduft og fleiri slík efni, sem eru sérstaklega gerð fyrir blóm. Eflaust eru þeir flestir, sem láta sér nægja páskaliljur og túlípana i vösum sem skreyting- » Það þarf okki atttaf mikið tfl afl aat|a avip á borflifl. Raufl servietta oq guiur flauatahnrfll logflur maöfram jöflrunum, karfl I ráttum ttt og faflag laufbiöfl. með því, þegar Magnús breytti því í fagurlega skreytt páska- borð. Þar sáum við gott dæmi þess, hversu lítið þarf í rauninni til, ef smekkvísi og hugkvæmni er með í ráðum. Framreiðslunemarnir undir stjórn Guðmundar Axelssonar, kennara, höfðu raðað nokkrum smáborðum saman í ferhyrning, og innan í honum var komið fyrir litlu borði. Á það var sett listilega falleg skreyting, sem gæti hvergi átt við nema á páskum, gerð úr páskaliljum og túlípönum, þurrkuðum stráum, gulum hænuungum og fleiru. Magnús samsinnti því, að fólki virtist naumast önnur blóm Afl þessu fallega páskaborfli settust 12 manns og snœddu Ijúffenga rétti verflandi matreiflsiu- manna I HóteÞ og veitingaskölanum. koma til greina á þessum árstíma en páskaliljur og túlípanar. Fleiri blóm mætti þó sannarlega benda á, t.d. hvítasunnuliljur, sem eru náskyldar páskaliljum og hafa svipað vaxtarform, nema trektin er helmingi styttri. Best er að kaupa blómin, áður en þau springa út, enda er gaman að fylgjast með því, þegar knúppamir vaxa og opnast. Laukjurtir, þ.e. páskaliljur, túlí- panar og fleiri jurtkennd blóm, eiga að standa í fremur grunnu vatni, þar sem aftur á móti trékennd blóm, eins og t.d. rósir og nellikur, eiga að standa djúpt í vatni. Sumir halda þvi fram, að skera þurfi neðan af stilkunum daglega, en Magnús kvað það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.